Bókaþjóð eða bókmenntaþjóð? 8. desember 2004 00:01 Enn ein bókajólin og allt komið í brjál. Búið að tilnefna til Bókmenntaverðlaunanna og allir fúlir. En við hverju bjóst fólk, þegar fræðingar úr viðskiptageiranum er fengnir til að meta bókmenntaverk? Á í framhaldi að fá bókmenntafræðinga til þess að veita ráð í verðbréfaviðskiptum? Eða virkar þetta bara aðra leiðina á þeim tímum yfirgangs peningaáherslu og græðgi sem við lifum? Enginn marktækur á neinu sviði mannlífsins nema hann hafi forskeytin viðsk-,fjárm- eða lög- í menntun sinni. Skítt með það hvort þeir hafi einhvern tímann lesið skáldverk, eða bara sýnt þeim lágmarks áhuga. En, þetta heita jú einu sinni Íslensku bókmenntaverðlaunin, ekki Íslensku bókaverðlaunin. Annars er brjálið sem er í gangi dálítið áhugavert. Vaka/Helgafell heldur áfram að klúðra markaðssetningu á sínum skáldprinsi, Ólafi Jóhanni. Nú eru það auglýsingar þar sem birtar eru setningar bók hans til hróss og undir setningunum stendur ýmist "Morgunblaðið" eða "Sjónvarpið". Það eru tíðindi. Hingað til hafa hvorki Morgunblaðið né Sjónvarpið haft skoðun á bókmenntum, þaðan af síður að til séu bókmenntagagnrýnendur með þessu nafni. Það kann að vera að þeir hjá Vöku/Helgafelli álíti þessa þjóð heimska - en svo heimsk er hún ekki að hún láti bjóða sér svona slummur í markaðssetningum, rjúki til og kaupi bókina. Það versta við þetta er að eini maðurinn sem ber skaða af dellunni er höfundurinn. Sem er synd, vegna þess að bókin hans á það ekki skilið. Það er líka merkilegt að fylgjast með því hvaða bækur eru í umræðunni og hvaða bækur eru ekki í umræðunni. Það virðist fyrirfram ákveðin niðurstaða að þegja sumar bækur í hel. Nefni þar sem dæmi Flóttann eftir Sindra Freysson, sem gerir ekkert annað en að koma á óvart á hverri síðu. Bók sem er búin öllum þeim kostum sem gott bókmenntaverk má prýða. Áhugaverð og vel skrifuð saga. Feykilega þroskaður og öruggur stíll og frásagnarháttur. Ljóðrænir sprettir lausir við tilgerð og falla vel að sögunni. Heillandi vald á tungumálinu. Af öllum þeim bókum sem maður hvolfir í sig um nætur þetta misserið er hún sú eftirminnilegasta - og með þeim allra, allra bestu. Hvernig má það vera að þetta bókmenntaverk kemst ekki í umræðuna? Aldrei heyrir maður heldur minnst á ævisögu Jónasar Ingimundarsonar, Á vængjum söngsins, sögu einhvers áhugaverðasta tónlistarmanns okkar tíma, mannsins sem hefur varið lífi sínu í að kenna okkur að hlusta á góða tónlist og hvernig góð rödd hljómar. Það fréttist líka lítið af Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur og Rigningu í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur, ólíkum bókmenntaverkum sem standa vel fyrir sínu og flestir sem lesa hrífast af. Hvers vegna er hávaðinn út af örfáum bókum í klikkaðri markaðssetningu svo mikill að góðu verkin, sem standa fyllilega fyrir sínu og vel það, hverfa í skuggann? Spyr sá sem ekki skilur auglýsingaofbeldi - og þaðan af síður dómnefndir sem eru illa læsar á bókmenntir.Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Enn ein bókajólin og allt komið í brjál. Búið að tilnefna til Bókmenntaverðlaunanna og allir fúlir. En við hverju bjóst fólk, þegar fræðingar úr viðskiptageiranum er fengnir til að meta bókmenntaverk? Á í framhaldi að fá bókmenntafræðinga til þess að veita ráð í verðbréfaviðskiptum? Eða virkar þetta bara aðra leiðina á þeim tímum yfirgangs peningaáherslu og græðgi sem við lifum? Enginn marktækur á neinu sviði mannlífsins nema hann hafi forskeytin viðsk-,fjárm- eða lög- í menntun sinni. Skítt með það hvort þeir hafi einhvern tímann lesið skáldverk, eða bara sýnt þeim lágmarks áhuga. En, þetta heita jú einu sinni Íslensku bókmenntaverðlaunin, ekki Íslensku bókaverðlaunin. Annars er brjálið sem er í gangi dálítið áhugavert. Vaka/Helgafell heldur áfram að klúðra markaðssetningu á sínum skáldprinsi, Ólafi Jóhanni. Nú eru það auglýsingar þar sem birtar eru setningar bók hans til hróss og undir setningunum stendur ýmist "Morgunblaðið" eða "Sjónvarpið". Það eru tíðindi. Hingað til hafa hvorki Morgunblaðið né Sjónvarpið haft skoðun á bókmenntum, þaðan af síður að til séu bókmenntagagnrýnendur með þessu nafni. Það kann að vera að þeir hjá Vöku/Helgafelli álíti þessa þjóð heimska - en svo heimsk er hún ekki að hún láti bjóða sér svona slummur í markaðssetningum, rjúki til og kaupi bókina. Það versta við þetta er að eini maðurinn sem ber skaða af dellunni er höfundurinn. Sem er synd, vegna þess að bókin hans á það ekki skilið. Það er líka merkilegt að fylgjast með því hvaða bækur eru í umræðunni og hvaða bækur eru ekki í umræðunni. Það virðist fyrirfram ákveðin niðurstaða að þegja sumar bækur í hel. Nefni þar sem dæmi Flóttann eftir Sindra Freysson, sem gerir ekkert annað en að koma á óvart á hverri síðu. Bók sem er búin öllum þeim kostum sem gott bókmenntaverk má prýða. Áhugaverð og vel skrifuð saga. Feykilega þroskaður og öruggur stíll og frásagnarháttur. Ljóðrænir sprettir lausir við tilgerð og falla vel að sögunni. Heillandi vald á tungumálinu. Af öllum þeim bókum sem maður hvolfir í sig um nætur þetta misserið er hún sú eftirminnilegasta - og með þeim allra, allra bestu. Hvernig má það vera að þetta bókmenntaverk kemst ekki í umræðuna? Aldrei heyrir maður heldur minnst á ævisögu Jónasar Ingimundarsonar, Á vængjum söngsins, sögu einhvers áhugaverðasta tónlistarmanns okkar tíma, mannsins sem hefur varið lífi sínu í að kenna okkur að hlusta á góða tónlist og hvernig góð rödd hljómar. Það fréttist líka lítið af Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur og Rigningu í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur, ólíkum bókmenntaverkum sem standa vel fyrir sínu og flestir sem lesa hrífast af. Hvers vegna er hávaðinn út af örfáum bókum í klikkaðri markaðssetningu svo mikill að góðu verkin, sem standa fyllilega fyrir sínu og vel það, hverfa í skuggann? Spyr sá sem ekki skilur auglýsingaofbeldi - og þaðan af síður dómnefndir sem eru illa læsar á bókmenntir.Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun