Bókaþjóð eða bókmenntaþjóð? 8. desember 2004 00:01 Enn ein bókajólin og allt komið í brjál. Búið að tilnefna til Bókmenntaverðlaunanna og allir fúlir. En við hverju bjóst fólk, þegar fræðingar úr viðskiptageiranum er fengnir til að meta bókmenntaverk? Á í framhaldi að fá bókmenntafræðinga til þess að veita ráð í verðbréfaviðskiptum? Eða virkar þetta bara aðra leiðina á þeim tímum yfirgangs peningaáherslu og græðgi sem við lifum? Enginn marktækur á neinu sviði mannlífsins nema hann hafi forskeytin viðsk-,fjárm- eða lög- í menntun sinni. Skítt með það hvort þeir hafi einhvern tímann lesið skáldverk, eða bara sýnt þeim lágmarks áhuga. En, þetta heita jú einu sinni Íslensku bókmenntaverðlaunin, ekki Íslensku bókaverðlaunin. Annars er brjálið sem er í gangi dálítið áhugavert. Vaka/Helgafell heldur áfram að klúðra markaðssetningu á sínum skáldprinsi, Ólafi Jóhanni. Nú eru það auglýsingar þar sem birtar eru setningar bók hans til hróss og undir setningunum stendur ýmist "Morgunblaðið" eða "Sjónvarpið". Það eru tíðindi. Hingað til hafa hvorki Morgunblaðið né Sjónvarpið haft skoðun á bókmenntum, þaðan af síður að til séu bókmenntagagnrýnendur með þessu nafni. Það kann að vera að þeir hjá Vöku/Helgafelli álíti þessa þjóð heimska - en svo heimsk er hún ekki að hún láti bjóða sér svona slummur í markaðssetningum, rjúki til og kaupi bókina. Það versta við þetta er að eini maðurinn sem ber skaða af dellunni er höfundurinn. Sem er synd, vegna þess að bókin hans á það ekki skilið. Það er líka merkilegt að fylgjast með því hvaða bækur eru í umræðunni og hvaða bækur eru ekki í umræðunni. Það virðist fyrirfram ákveðin niðurstaða að þegja sumar bækur í hel. Nefni þar sem dæmi Flóttann eftir Sindra Freysson, sem gerir ekkert annað en að koma á óvart á hverri síðu. Bók sem er búin öllum þeim kostum sem gott bókmenntaverk má prýða. Áhugaverð og vel skrifuð saga. Feykilega þroskaður og öruggur stíll og frásagnarháttur. Ljóðrænir sprettir lausir við tilgerð og falla vel að sögunni. Heillandi vald á tungumálinu. Af öllum þeim bókum sem maður hvolfir í sig um nætur þetta misserið er hún sú eftirminnilegasta - og með þeim allra, allra bestu. Hvernig má það vera að þetta bókmenntaverk kemst ekki í umræðuna? Aldrei heyrir maður heldur minnst á ævisögu Jónasar Ingimundarsonar, Á vængjum söngsins, sögu einhvers áhugaverðasta tónlistarmanns okkar tíma, mannsins sem hefur varið lífi sínu í að kenna okkur að hlusta á góða tónlist og hvernig góð rödd hljómar. Það fréttist líka lítið af Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur og Rigningu í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur, ólíkum bókmenntaverkum sem standa vel fyrir sínu og flestir sem lesa hrífast af. Hvers vegna er hávaðinn út af örfáum bókum í klikkaðri markaðssetningu svo mikill að góðu verkin, sem standa fyllilega fyrir sínu og vel það, hverfa í skuggann? Spyr sá sem ekki skilur auglýsingaofbeldi - og þaðan af síður dómnefndir sem eru illa læsar á bókmenntir.Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Enn ein bókajólin og allt komið í brjál. Búið að tilnefna til Bókmenntaverðlaunanna og allir fúlir. En við hverju bjóst fólk, þegar fræðingar úr viðskiptageiranum er fengnir til að meta bókmenntaverk? Á í framhaldi að fá bókmenntafræðinga til þess að veita ráð í verðbréfaviðskiptum? Eða virkar þetta bara aðra leiðina á þeim tímum yfirgangs peningaáherslu og græðgi sem við lifum? Enginn marktækur á neinu sviði mannlífsins nema hann hafi forskeytin viðsk-,fjárm- eða lög- í menntun sinni. Skítt með það hvort þeir hafi einhvern tímann lesið skáldverk, eða bara sýnt þeim lágmarks áhuga. En, þetta heita jú einu sinni Íslensku bókmenntaverðlaunin, ekki Íslensku bókaverðlaunin. Annars er brjálið sem er í gangi dálítið áhugavert. Vaka/Helgafell heldur áfram að klúðra markaðssetningu á sínum skáldprinsi, Ólafi Jóhanni. Nú eru það auglýsingar þar sem birtar eru setningar bók hans til hróss og undir setningunum stendur ýmist "Morgunblaðið" eða "Sjónvarpið". Það eru tíðindi. Hingað til hafa hvorki Morgunblaðið né Sjónvarpið haft skoðun á bókmenntum, þaðan af síður að til séu bókmenntagagnrýnendur með þessu nafni. Það kann að vera að þeir hjá Vöku/Helgafelli álíti þessa þjóð heimska - en svo heimsk er hún ekki að hún láti bjóða sér svona slummur í markaðssetningum, rjúki til og kaupi bókina. Það versta við þetta er að eini maðurinn sem ber skaða af dellunni er höfundurinn. Sem er synd, vegna þess að bókin hans á það ekki skilið. Það er líka merkilegt að fylgjast með því hvaða bækur eru í umræðunni og hvaða bækur eru ekki í umræðunni. Það virðist fyrirfram ákveðin niðurstaða að þegja sumar bækur í hel. Nefni þar sem dæmi Flóttann eftir Sindra Freysson, sem gerir ekkert annað en að koma á óvart á hverri síðu. Bók sem er búin öllum þeim kostum sem gott bókmenntaverk má prýða. Áhugaverð og vel skrifuð saga. Feykilega þroskaður og öruggur stíll og frásagnarháttur. Ljóðrænir sprettir lausir við tilgerð og falla vel að sögunni. Heillandi vald á tungumálinu. Af öllum þeim bókum sem maður hvolfir í sig um nætur þetta misserið er hún sú eftirminnilegasta - og með þeim allra, allra bestu. Hvernig má það vera að þetta bókmenntaverk kemst ekki í umræðuna? Aldrei heyrir maður heldur minnst á ævisögu Jónasar Ingimundarsonar, Á vængjum söngsins, sögu einhvers áhugaverðasta tónlistarmanns okkar tíma, mannsins sem hefur varið lífi sínu í að kenna okkur að hlusta á góða tónlist og hvernig góð rödd hljómar. Það fréttist líka lítið af Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur og Rigningu í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur, ólíkum bókmenntaverkum sem standa vel fyrir sínu og flestir sem lesa hrífast af. Hvers vegna er hávaðinn út af örfáum bókum í klikkaðri markaðssetningu svo mikill að góðu verkin, sem standa fyllilega fyrir sínu og vel það, hverfa í skuggann? Spyr sá sem ekki skilur auglýsingaofbeldi - og þaðan af síður dómnefndir sem eru illa læsar á bókmenntir.Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun