Flugeldasýning hjá Ljónunum 11. desember 2004 00:01 Ljónin taka á móti Skallagrími í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik karla. Lið Ljónanna, sem stofnað var fyrir tímabilið í vetur, hefur ráðið til sín tvo erlenda leikmenn, þá Anthony Quinn Jones og Steve Smith. Smith er að stíga sín fyrstu skref á erlendri grundu en Jones lék með Grindvíkingum undir lokin á síðasta tímabili. Þá hefur gamla kempan Ísak Tómasson, eða hinn íslenski Isiah Thomas eins og hann var oft kallaður hér áður, skipt yfir í Ljónin og verður leikhæfur eftir áramót. Hugur Ljónanna fór ekkert á milli mála þegar Fréttablaðið setti sig í samband við þjálfara liðsins, Jón Júlíus Árnason. "Ætli við skellum okkur ekki bara í úrvalsdeildina á næsta ári," sagði Jón í léttu bragði. "Nei, nei. Við ætlum allavega að fara í 1. deildina og athuga hvort við eigum möguleika gegna liðunum þar." Athygli vakti að tveir erlendir leikmenn væru á leið til landsins til að leika með Ljónunum. "Við tókum þá ákvörðun að rokka þetta aðeins upp. Við ætluðum reyndar ekki að fá Kana fyrr en eftir áramót en úr því að við fengum Skallagrím í bikarnum fannst okkur í góðu lagi að flýta þessu um einn mánuð. Þeir spila að vísu bara þennan eina leik," fullyrti Jón. Stefna Ljónanna er sáraeinföld gegn Skallagrími. Menn ætla að bera sigur úr býtum. "Við erum einir um þessa skoðun en okkur finnst við vera nokkuð góðir ennþá. Við getum sagt skák við Skallagrím og jafnvel mát." Að sögn Jóns er von á glaðningi eftir áramót þegar gömul hetja mun leggja leið sína í Ljónagryfjuna og gleðja unnendur körfuboltans hér á landi. "Það er ekkert leyndarmál að við höfum reynt að ná sambandi við Rondey Robinson, fyrrum leikmann Njarðvíkurliðsins, en það hefur ekki tekist enn. Það næst vonandi en við höfum verið í sambandi við John Rhodes, vin hans, sem lék lengi vel með Haukum og ÍR." Rondey er ekki eina hetjan sem orðuð hefur verið við Ljónin. "Jú, hann Teitur er búinn að grennast töluvert," sagði Jón hlæjandi. "Hann hefur ekki getað verið með af einhverjum ástæðum en það er vonandi að hann hafi tök á því eftir áramót. Þó hann geti hvorki hlaupið hratt né mikið þá getur hann alltaf hangið fyrir utan þriggja og sett nokkrar körfur." Búist má við góðri mætingu í Ljónagryfjuna í dag enda hefur lið Ljónanna staðið sig með ágætum fram til þessa. "Það verður tekið forskot á áramótin og boðið upp á mikla og góða flugeldasýningu í Ljónagryfjunni í dag," sagði Jón. Körfubolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Ljónin taka á móti Skallagrími í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik karla. Lið Ljónanna, sem stofnað var fyrir tímabilið í vetur, hefur ráðið til sín tvo erlenda leikmenn, þá Anthony Quinn Jones og Steve Smith. Smith er að stíga sín fyrstu skref á erlendri grundu en Jones lék með Grindvíkingum undir lokin á síðasta tímabili. Þá hefur gamla kempan Ísak Tómasson, eða hinn íslenski Isiah Thomas eins og hann var oft kallaður hér áður, skipt yfir í Ljónin og verður leikhæfur eftir áramót. Hugur Ljónanna fór ekkert á milli mála þegar Fréttablaðið setti sig í samband við þjálfara liðsins, Jón Júlíus Árnason. "Ætli við skellum okkur ekki bara í úrvalsdeildina á næsta ári," sagði Jón í léttu bragði. "Nei, nei. Við ætlum allavega að fara í 1. deildina og athuga hvort við eigum möguleika gegna liðunum þar." Athygli vakti að tveir erlendir leikmenn væru á leið til landsins til að leika með Ljónunum. "Við tókum þá ákvörðun að rokka þetta aðeins upp. Við ætluðum reyndar ekki að fá Kana fyrr en eftir áramót en úr því að við fengum Skallagrím í bikarnum fannst okkur í góðu lagi að flýta þessu um einn mánuð. Þeir spila að vísu bara þennan eina leik," fullyrti Jón. Stefna Ljónanna er sáraeinföld gegn Skallagrími. Menn ætla að bera sigur úr býtum. "Við erum einir um þessa skoðun en okkur finnst við vera nokkuð góðir ennþá. Við getum sagt skák við Skallagrím og jafnvel mát." Að sögn Jóns er von á glaðningi eftir áramót þegar gömul hetja mun leggja leið sína í Ljónagryfjuna og gleðja unnendur körfuboltans hér á landi. "Það er ekkert leyndarmál að við höfum reynt að ná sambandi við Rondey Robinson, fyrrum leikmann Njarðvíkurliðsins, en það hefur ekki tekist enn. Það næst vonandi en við höfum verið í sambandi við John Rhodes, vin hans, sem lék lengi vel með Haukum og ÍR." Rondey er ekki eina hetjan sem orðuð hefur verið við Ljónin. "Jú, hann Teitur er búinn að grennast töluvert," sagði Jón hlæjandi. "Hann hefur ekki getað verið með af einhverjum ástæðum en það er vonandi að hann hafi tök á því eftir áramót. Þó hann geti hvorki hlaupið hratt né mikið þá getur hann alltaf hangið fyrir utan þriggja og sett nokkrar körfur." Búist má við góðri mætingu í Ljónagryfjuna í dag enda hefur lið Ljónanna staðið sig með ágætum fram til þessa. "Það verður tekið forskot á áramótin og boðið upp á mikla og góða flugeldasýningu í Ljónagryfjunni í dag," sagði Jón.
Körfubolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira