Tómas Johannessen skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum í dag. Leikið var í Moldóvu.
Fyrra markið kom á 25. mínútu eftir undirbúning Daníels Tristans Guðjohnsen og það seinna mínútu fyrir leikslok eftir undirbúning Stígs Diljan Þórðarsonar.
Auk Íslands og Aserbaídsjans eru Írland og Moldóva í riðli 7 í undankeppninni. Tvö efstu liðin í riðlunum þréttán komast á næsta stig undankeppninnar auk þess liðs sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna.
Næsti leikur Íslands er gegn Moldóvu á laugardaginn.