„Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2024 16:49 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Arnar Pétursson er ánægður að hafa tilkynnt leikmannahóp fyrir komandi Evrópumót kvenna í handbolta sem Ísland tekur þátt í. Mótið hefst í lok mánaðar. Blaðamannafundur vegna leikmannahópsins átti upprunalega að fara fram í gær en var svo frestað með skömmum fyrirvara. Arnar segir frestunina ekki hafa með leikmannahópinn að gera og engar breytingar hafi orðið á honum á síðustu 24 tímum. „Þetta var ekki vandamál sem sneri að því. Nei, nei það urðu engar breytingar.“ Ísland er í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu á EM. Riðill Íslendinga verður leikinn í Innsbruck í Austurríki. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla. Líkt og ávallt er komast ekki allir að og getur verið strembið að velja og hafna í hópinn. Því fylgja líka erfið símtöl til þeirra sem komast ekki með út. „Manni þykir vænt um þessar stelpur sem maður hefur unnið með í mörg ár. Þær vilja allar taka þátt í þessu og vera með. Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta. Að sama skapi getur maður fagnað því að samkeppnin er að verða meiri og meiri,“ segir Arnar. Klippa: „Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta“ Sandra Erlingsdóttir er ekki í hópnum en hún er nýbyrjuð að spila eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í sumar. „Við kölluðum hana auðvitað heim í síðasta verkefni og hún lítur undravel út eftir ekki lengri tíma en þetta og er á mjög góðri leið. Hún hefði þurft kannski aðeins lengri tíma til að ná þessu og verður því eftir heima, því miður,“ segir Arnar. Dana Björg Guðmundsdóttir, vinstri hornamaður Volda í Noregi, er í hópnum en hún lék sína fyrstu landsleiki þegar Ísland vann Pólland í tvígang í síðasta mánuði. Sömu sögu er að segja af Katrínu Önnu Ásmundsdóttur, hægri hornamanni, en þær koma inn í stað Lilju Ágústsdóttur og Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur frá HM í fyrra. „Við fáum þarna inn Katrínu Önnu sem hefur verið að gera mjög góða hluti með yngri landsliðum Íslands undanfarin mót. Hinu megin erum við að fá inn Dönu sem er auðvitað nýliði en kemur mjög fersk inn. Ég er mjög spennt að sjá þær á þessu móti,“ segir Arnar. Reynslumeiri leikmenn koma einnig inn í hópinn. Rut Jónsdóttir er í hópnum en hún lék með Íslandi á EM 2010 og 2012 og þá spilar Steinunn Björnsdóttir á sínu fyrsta stórmóti. „Báðar miklir karakterar og leiðtogar sem þekkja leikinn mjög vel. Það eru góð ára yfir þeim báðum, þær gefa mikið og gott af sér svo það er mjög sterkt að hafa þær þarna inni,“ segir Arnar. Elín Klara fær tækifæri á stóra sviðinu eftir grátleg örlög fyrir ári síðan.Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir er þá í leikmannahópnum en hún missti af HM í fyrra við grátlegar aðstæður þegar hún meiddist illa rétt fyrir mót. „Við fáum Elínu Klöru inn sem var ekki með á síðasta móti. Ég er bara spenntur fyrir því að takast á við þetta mót með þessum hópi sem ég er með í höndunum. Við getum horft til dæmis til miðjustöðunnar þar sem við erum með Elínu Klöru og Elínu Rósu sem hafa verið að stíga upp sem bestu leikmenn í deildinni hérna heima. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Blaðamannafundur vegna leikmannahópsins átti upprunalega að fara fram í gær en var svo frestað með skömmum fyrirvara. Arnar segir frestunina ekki hafa með leikmannahópinn að gera og engar breytingar hafi orðið á honum á síðustu 24 tímum. „Þetta var ekki vandamál sem sneri að því. Nei, nei það urðu engar breytingar.“ Ísland er í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu á EM. Riðill Íslendinga verður leikinn í Innsbruck í Austurríki. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla. Líkt og ávallt er komast ekki allir að og getur verið strembið að velja og hafna í hópinn. Því fylgja líka erfið símtöl til þeirra sem komast ekki með út. „Manni þykir vænt um þessar stelpur sem maður hefur unnið með í mörg ár. Þær vilja allar taka þátt í þessu og vera með. Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta. Að sama skapi getur maður fagnað því að samkeppnin er að verða meiri og meiri,“ segir Arnar. Klippa: „Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta“ Sandra Erlingsdóttir er ekki í hópnum en hún er nýbyrjuð að spila eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í sumar. „Við kölluðum hana auðvitað heim í síðasta verkefni og hún lítur undravel út eftir ekki lengri tíma en þetta og er á mjög góðri leið. Hún hefði þurft kannski aðeins lengri tíma til að ná þessu og verður því eftir heima, því miður,“ segir Arnar. Dana Björg Guðmundsdóttir, vinstri hornamaður Volda í Noregi, er í hópnum en hún lék sína fyrstu landsleiki þegar Ísland vann Pólland í tvígang í síðasta mánuði. Sömu sögu er að segja af Katrínu Önnu Ásmundsdóttur, hægri hornamanni, en þær koma inn í stað Lilju Ágústsdóttur og Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur frá HM í fyrra. „Við fáum þarna inn Katrínu Önnu sem hefur verið að gera mjög góða hluti með yngri landsliðum Íslands undanfarin mót. Hinu megin erum við að fá inn Dönu sem er auðvitað nýliði en kemur mjög fersk inn. Ég er mjög spennt að sjá þær á þessu móti,“ segir Arnar. Reynslumeiri leikmenn koma einnig inn í hópinn. Rut Jónsdóttir er í hópnum en hún lék með Íslandi á EM 2010 og 2012 og þá spilar Steinunn Björnsdóttir á sínu fyrsta stórmóti. „Báðar miklir karakterar og leiðtogar sem þekkja leikinn mjög vel. Það eru góð ára yfir þeim báðum, þær gefa mikið og gott af sér svo það er mjög sterkt að hafa þær þarna inni,“ segir Arnar. Elín Klara fær tækifæri á stóra sviðinu eftir grátleg örlög fyrir ári síðan.Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir er þá í leikmannahópnum en hún missti af HM í fyrra við grátlegar aðstæður þegar hún meiddist illa rétt fyrir mót. „Við fáum Elínu Klöru inn sem var ekki með á síðasta móti. Ég er bara spenntur fyrir því að takast á við þetta mót með þessum hópi sem ég er með í höndunum. Við getum horft til dæmis til miðjustöðunnar þar sem við erum með Elínu Klöru og Elínu Rósu sem hafa verið að stíga upp sem bestu leikmenn í deildinni hérna heima. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira