„Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Hinrik Wöhler skrifar 13. nóvember 2024 21:20 Arnar Pétursson, þjálfari Fram, var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Arnar Pétursson, þjálfari Fram, landaði sigri á móti Haukum í 9. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar en Fram var ekki vandræðum með Hafnfirðinga í kvöld og endaði leikurinn 28-20. Arnar var fyrst og fremst feginn með að allir leikmenn sluppu heilir úr leiknum. „Við spiluðum mjög góðan leik á öllum sviðum og ég er mjög sáttur með að fara héðan með stigin en er enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn fór fjörlega af stað og það var mikið skorað í upphafi leiks. Fljótlega fjaraði undan sóknarleik Hauka og tóku gestirnir yfir leikinn með hröðum sóknum og skipulögðum varnarleik. „Mér fannst við fyrstu sjö eða átta mínúturnar frekar flatar og buðum þeim í þau færi sem þær vilja komast í. Eftir það tókum við frumkvæðið varnarlega og komum með meiri hæð og þá gjörbreytist leikurinn í raun og veru. Hröðu upphlaupin og fengum í kjölfarið sjálfstraust til að keyra á þær og spila öruggari sóknarleik,“ sagði Arnar. Arnar bætir við að liðið hafi lagt upp með hröðum leik og það hafi gengið eftir. „Við lögðum klárlega upp með það að nýta okkur hraða, góðan varnarleik og markvörslu og það gekk mjög vel í dag, engin spurning.“ Varnarleikur Fram var mjög öflugur lengst af í leiknum og áttu leikmenn Hauka í mestum vandræðum með að finna glufur á vörn Fram. „Varnarleikurinn var frábær og við vorum með góða hæð, einnig var góð vinnsla og frumkvæði. Þannig viljum við hafa það og þannig verðum við góðar sem við vorum í dag,“ sagði Arnar um varnarleik liðsins. Í nógu að snúast hjá Arnari Það hefur nóg að gera hjá Arnari undanfarna daga en hann er einnig landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Fyrr í dag þá tilkynnti Arnar þá átján leikmenn sem fara á lokamót EM í lok nóvember. „Það var erfitt eins og ég kom inn á í dag. Það er alltaf erfitt að skilja einhverjar eftir en ég er ánægður að velja þennan góða hóp sem er að fara á EM. Ég hlakka til að takast á við það verkefni núna í kjölfarið á þessu. EM-fararnir Steinunn Björnsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir fagna sigri í kvöld.Vísir/Anton Brink Í liði Fram eru þrír leikmenn sem tilheyra EM-hóp Arnars en Berglind Þorsteinsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir halda til Austurríkis með landsliðinu á EM síðar í mánuðinum. Hefði Arnar viljað taka fleiri leikmenn Fram með sér? „Auðvitað, Alfa [Brá Hagalín] hefur verið með okkur og er frábær leikmaður. Hún er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Hún er standby og er tilbúin ef eitthvað kemur upp á og sýndi það í dag hversu öflug hún er,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Arnar var fyrst og fremst feginn með að allir leikmenn sluppu heilir úr leiknum. „Við spiluðum mjög góðan leik á öllum sviðum og ég er mjög sáttur með að fara héðan með stigin en er enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn fór fjörlega af stað og það var mikið skorað í upphafi leiks. Fljótlega fjaraði undan sóknarleik Hauka og tóku gestirnir yfir leikinn með hröðum sóknum og skipulögðum varnarleik. „Mér fannst við fyrstu sjö eða átta mínúturnar frekar flatar og buðum þeim í þau færi sem þær vilja komast í. Eftir það tókum við frumkvæðið varnarlega og komum með meiri hæð og þá gjörbreytist leikurinn í raun og veru. Hröðu upphlaupin og fengum í kjölfarið sjálfstraust til að keyra á þær og spila öruggari sóknarleik,“ sagði Arnar. Arnar bætir við að liðið hafi lagt upp með hröðum leik og það hafi gengið eftir. „Við lögðum klárlega upp með það að nýta okkur hraða, góðan varnarleik og markvörslu og það gekk mjög vel í dag, engin spurning.“ Varnarleikur Fram var mjög öflugur lengst af í leiknum og áttu leikmenn Hauka í mestum vandræðum með að finna glufur á vörn Fram. „Varnarleikurinn var frábær og við vorum með góða hæð, einnig var góð vinnsla og frumkvæði. Þannig viljum við hafa það og þannig verðum við góðar sem við vorum í dag,“ sagði Arnar um varnarleik liðsins. Í nógu að snúast hjá Arnari Það hefur nóg að gera hjá Arnari undanfarna daga en hann er einnig landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Fyrr í dag þá tilkynnti Arnar þá átján leikmenn sem fara á lokamót EM í lok nóvember. „Það var erfitt eins og ég kom inn á í dag. Það er alltaf erfitt að skilja einhverjar eftir en ég er ánægður að velja þennan góða hóp sem er að fara á EM. Ég hlakka til að takast á við það verkefni núna í kjölfarið á þessu. EM-fararnir Steinunn Björnsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir fagna sigri í kvöld.Vísir/Anton Brink Í liði Fram eru þrír leikmenn sem tilheyra EM-hóp Arnars en Berglind Þorsteinsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir halda til Austurríkis með landsliðinu á EM síðar í mánuðinum. Hefði Arnar viljað taka fleiri leikmenn Fram með sér? „Auðvitað, Alfa [Brá Hagalín] hefur verið með okkur og er frábær leikmaður. Hún er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Hún er standby og er tilbúin ef eitthvað kemur upp á og sýndi það í dag hversu öflug hún er,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti