Gætu orðið rasssíðir við að smala 19. desember 2004 00:01 "Við kærum, það er engin spurning," segir Stefán Halldórsson, eigandi jarðarinnar Brúar á Jökuldal, en ríkið gerir kröfu um að eignast um 95 prósent þess lands sem fram til þessa hefur tilheyrt Brú. "Ég átti ekki von á þessu og hélt að menn hefðu dregið einhvern lærdóm af dómunum á Suðurlandi." Brú á Jökuldal er ein af stærstu jörðum landsins en Stefán kann ekki að nefna tölur þegar hann er spurður hve stór hún sé. "Ég er ekki með stærðina á hraðbergi en einhvers staðar stendur að jörðin sé á stærð við Færeyjar," segir hann og bendir á að til séu heimildir frá um 1500 þar sem skýrt sé kveðið á um að löndin tilheyri Brú. Stefán hefur vitaskuld farið með jörðina sem sína eigin og meira að segja veitt ríkinu leyfi til að friðlýsa svæði innan hennar. "Ríkið óskaði eftir að fá að friðlýsa hluta landsins og síðar var beðið um að fá að breyta mörkum friðlandsins út af hugsanlegri virkjun. Ég veitti auðvitað þessi leyfi," segir Stefán og finnst heldur öfugsnúið að nú skuli ríkið koma og þykjast eiga jörðina. Laufey Bjarkadóttir býr á Hafrafellstungu I í Öxarfjarðarhreppi og er jafn hlessa á úrskurði Óbyggðanefndar og Stefán á Brú. "Við erum eiginlega orðlaus," segir hún, enda til gömul skjöl með greinilegum landamerkjum sem sýni hvað heyri til Hafrafellstungu og hvað ekki. "Ég hélt að við myndum fá að halda þessu landi því þetta er svo sem ekki þannig svæði að menn séu mikið að ferðast um það," svarar hún spurð hverju hún hafi búist við af hálfu ríkisins. "Þetta eru bara stór heiðalönd. Ég skil að ríkið vilji það land sem liggur að Jökulsá á Fjöllum, Hólsfjöllin, Dettifoss og fleira. Ég skil hins vegar ómögulega að ríkið vilji landið mitt hér uppi á heiði þar sem ekkert er nema fljúgandi fugl og ær á beit." Landeigendum ber, lögum samkvæmt, að smala lönd sín hvort sem þeir eiga kindur eða ekki. Ríkið þyrfti að axla þær skyldur ef gengið yrði að kröfum þess. Þrjá daga tekur að smala heiðar Hafrafellstungu. "Ja, þeir gætu orðið rasssíðir við að smala," segir Laufey og hlær. Dómsmál Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira
"Við kærum, það er engin spurning," segir Stefán Halldórsson, eigandi jarðarinnar Brúar á Jökuldal, en ríkið gerir kröfu um að eignast um 95 prósent þess lands sem fram til þessa hefur tilheyrt Brú. "Ég átti ekki von á þessu og hélt að menn hefðu dregið einhvern lærdóm af dómunum á Suðurlandi." Brú á Jökuldal er ein af stærstu jörðum landsins en Stefán kann ekki að nefna tölur þegar hann er spurður hve stór hún sé. "Ég er ekki með stærðina á hraðbergi en einhvers staðar stendur að jörðin sé á stærð við Færeyjar," segir hann og bendir á að til séu heimildir frá um 1500 þar sem skýrt sé kveðið á um að löndin tilheyri Brú. Stefán hefur vitaskuld farið með jörðina sem sína eigin og meira að segja veitt ríkinu leyfi til að friðlýsa svæði innan hennar. "Ríkið óskaði eftir að fá að friðlýsa hluta landsins og síðar var beðið um að fá að breyta mörkum friðlandsins út af hugsanlegri virkjun. Ég veitti auðvitað þessi leyfi," segir Stefán og finnst heldur öfugsnúið að nú skuli ríkið koma og þykjast eiga jörðina. Laufey Bjarkadóttir býr á Hafrafellstungu I í Öxarfjarðarhreppi og er jafn hlessa á úrskurði Óbyggðanefndar og Stefán á Brú. "Við erum eiginlega orðlaus," segir hún, enda til gömul skjöl með greinilegum landamerkjum sem sýni hvað heyri til Hafrafellstungu og hvað ekki. "Ég hélt að við myndum fá að halda þessu landi því þetta er svo sem ekki þannig svæði að menn séu mikið að ferðast um það," svarar hún spurð hverju hún hafi búist við af hálfu ríkisins. "Þetta eru bara stór heiðalönd. Ég skil að ríkið vilji það land sem liggur að Jökulsá á Fjöllum, Hólsfjöllin, Dettifoss og fleira. Ég skil hins vegar ómögulega að ríkið vilji landið mitt hér uppi á heiði þar sem ekkert er nema fljúgandi fugl og ær á beit." Landeigendum ber, lögum samkvæmt, að smala lönd sín hvort sem þeir eiga kindur eða ekki. Ríkið þyrfti að axla þær skyldur ef gengið yrði að kröfum þess. Þrjá daga tekur að smala heiðar Hafrafellstungu. "Ja, þeir gætu orðið rasssíðir við að smala," segir Laufey og hlær.
Dómsmál Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira