Ætti að banna reykingar með öllu? 21. desember 2004 00:01 Smáríkið Bútan í Himalayafjöllum hefur riðið á vaðið og fyrst allra landa í heiminum bannað tóbaksreykingar. Fólki er þó heimilt að reykja á heimilum sínum en tóbakið verður það sjálft að flytja inn frá útlöndum og greiða 100% skatt á innflutningsverðið til ríkisins. Ekki er talið að þessi einstæða ákvörðun muni valda miklu uppnámi. Aðeins um 1% af um 700 þúsund íbúum Bútan reykja þannig að það er fámennur minnihluti sem finnur fyrir banninu. Er líklegt að þetta eigi eftir að smita út frá sér? Önnur ríki eigi eftir að fylgja þessu fordæmi? Það má vel vera. En það verður líklega ekki alveg í bráð. Til þess eru tóbaksreykingar enn of útbreiddar víðast hvar og of miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Aftur á móti hefur markvisst verið þrengt að reykingamönnum á undanförnum árum, sérstaklega á Vesturlöndum. Það þekkjum við Íslendingar vel. Okkur er nú til dæmis bannað að fjalla opinberlega um tóbak nema hallmæla því og reykingar eru ekki leyfðar innandyra í opinberum stofnunum. Fjölmörg einkafyrirtæki hafa fylgt því fordæmi. Enginn dregur lengur í efa óhollustu tóbaksreykinga. Landlæknir hefur fullyrt að á degi hverjum látist einn maður hér á landi af völdum sjúkdóms sem rekja megi til reykinga.Og sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því að óbeinar reykingar skaði fólk einnig, það er að segja að reykur frá tóbaki hafi vond áhrif og jafnvel hættuleg á fólk sem ekki reykir. Þetta síðast nefnda hefur aukið mjög stuðning við hugmyndir um að útrýma reykingum sem víðast á almannafæri og þar sem fólk kemur saman.Írar voru einna fyrstir til að banna reykingar á veitingahúsum. Norðmenn fylgdu á eftir í sumar sem leið og nú eru Svíar og Belgar að fara sömu leið. Á næsta ári hyggjast þessar þjóðir banna reykingar á öllum veitingastöðum í löndum sínum. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa fylgst grannt með þessum hræringum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur lýst áhuga á að setja löggjöf sem bannar eða takmarkar verulega reykingar á skemmtistöðum og veitingahúsum hér á landi. Upplýst hefur verið að frumvarp um það efni sé í smíðum í ráðuneyti hans og ef til vill er það þegar tilbúið. Talað var um að leggja það fram á haustþinginu en af því varð ekki. Kannski kemur það fram eftir áramót.Ekki eru allir sannfærðir um að þetta verði rétt skref, ef stigið verður. Sumir óttast fjárhagslegar afleiðingar fyrir veitingastaði. Bent hefur verið á að hluti veitingastarfseminnar muni í kjölfarið færast inn í einkaklúbba sem ekki muni lúta lögunum og um leið skapist grundvöllur fyrir "svartari" veitingastarfsemi en nú er við lýði. Yfirlýstur tilgangur bannsins er ekki síst að vernda starfsfólk veitingastaða fyrir áhrifum óbeinu reykinganna, en það er helstu fórnarlömb þeirra. En þversögnin er sú að bannið getur leitt til fækkunar veitingahúsa og þar með atvinnumissis fjölda starfsmanna. Svo eru ýmsir sem vilja líta á málið út frá hreinum pólitískum sjónarmiðum, finnst reykingabann vera af ætt forsjárhyggju og blása á rökin bak við það. Þeir segja að á sama hátt og hver og einni megi reykja heima hjá sér á eigin ábyrgð og bjóða öðrum að gera hið sama, ætti veitingahúsamönnum að vera leyfilegt að bjóða fólki að reykja á eigin ábyrgð á veitingastöðum sínum. Þeir sem eru andvígir tóbaksreykingum, finnst reykurinn óþægilegur og lyktin vond eða óttast um heilsu sína geti bara setið heima. Enginn neyði þetta fólk til að koma á reykfyllta veitinga- og skemmtistaði. Á móti þessu tefla heilbrigðisyfirvöld röksemdum um að stundum verði hið opinbera að hafa vit fyrir fólki í heilbrigðismálum, t.d. unglingum. Og bent er á að reykingar valdi samfélaginu miklum kostnaði við heilbrigðisþjónustu og ekki sé sjálfgefið að fólki eigi að vera leyfilegt að stofna til útgjalda fyrir ríki og skattborgara með ábyrgðarlausri neyslu og hegðun. En kannski ætti bara að stíga skrefið til fulls, hætta þessari vitleysu sem reykingar eru og banna þær að fullu? Fara að fordæmi Bútanmanna í Himalayfjöllum? Um það þarf ekki að deila að reykingar eru óhollar, dýrar og frekar sóðalegar. Stafa þá ekki andmælin gegn slíkri ráðstöfun, þegar allt kemur til alls, eingöngu af þröngum peningahagsmunum eða óheilbrigðri fíkn sem fólk hefur ánetjast og nær ekki að brjótast út úr? Verða fíklarnir ekki á endanum þakklátir fyrir frelsið úr viðjum tóbaksins? Og eru ekki næg tækifæri í atvinnu- og viðskiptalífinu fyrir uppbyggilegri starfsemi en tóbakssölu þegar hún hefur verið bönnuð? Hvað segja lesendur Vísis? Nú er boltinn hjá þeim. Orðið er laust.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Smáríkið Bútan í Himalayafjöllum hefur riðið á vaðið og fyrst allra landa í heiminum bannað tóbaksreykingar. Fólki er þó heimilt að reykja á heimilum sínum en tóbakið verður það sjálft að flytja inn frá útlöndum og greiða 100% skatt á innflutningsverðið til ríkisins. Ekki er talið að þessi einstæða ákvörðun muni valda miklu uppnámi. Aðeins um 1% af um 700 þúsund íbúum Bútan reykja þannig að það er fámennur minnihluti sem finnur fyrir banninu. Er líklegt að þetta eigi eftir að smita út frá sér? Önnur ríki eigi eftir að fylgja þessu fordæmi? Það má vel vera. En það verður líklega ekki alveg í bráð. Til þess eru tóbaksreykingar enn of útbreiddar víðast hvar og of miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Aftur á móti hefur markvisst verið þrengt að reykingamönnum á undanförnum árum, sérstaklega á Vesturlöndum. Það þekkjum við Íslendingar vel. Okkur er nú til dæmis bannað að fjalla opinberlega um tóbak nema hallmæla því og reykingar eru ekki leyfðar innandyra í opinberum stofnunum. Fjölmörg einkafyrirtæki hafa fylgt því fordæmi. Enginn dregur lengur í efa óhollustu tóbaksreykinga. Landlæknir hefur fullyrt að á degi hverjum látist einn maður hér á landi af völdum sjúkdóms sem rekja megi til reykinga.Og sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því að óbeinar reykingar skaði fólk einnig, það er að segja að reykur frá tóbaki hafi vond áhrif og jafnvel hættuleg á fólk sem ekki reykir. Þetta síðast nefnda hefur aukið mjög stuðning við hugmyndir um að útrýma reykingum sem víðast á almannafæri og þar sem fólk kemur saman.Írar voru einna fyrstir til að banna reykingar á veitingahúsum. Norðmenn fylgdu á eftir í sumar sem leið og nú eru Svíar og Belgar að fara sömu leið. Á næsta ári hyggjast þessar þjóðir banna reykingar á öllum veitingastöðum í löndum sínum. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa fylgst grannt með þessum hræringum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur lýst áhuga á að setja löggjöf sem bannar eða takmarkar verulega reykingar á skemmtistöðum og veitingahúsum hér á landi. Upplýst hefur verið að frumvarp um það efni sé í smíðum í ráðuneyti hans og ef til vill er það þegar tilbúið. Talað var um að leggja það fram á haustþinginu en af því varð ekki. Kannski kemur það fram eftir áramót.Ekki eru allir sannfærðir um að þetta verði rétt skref, ef stigið verður. Sumir óttast fjárhagslegar afleiðingar fyrir veitingastaði. Bent hefur verið á að hluti veitingastarfseminnar muni í kjölfarið færast inn í einkaklúbba sem ekki muni lúta lögunum og um leið skapist grundvöllur fyrir "svartari" veitingastarfsemi en nú er við lýði. Yfirlýstur tilgangur bannsins er ekki síst að vernda starfsfólk veitingastaða fyrir áhrifum óbeinu reykinganna, en það er helstu fórnarlömb þeirra. En þversögnin er sú að bannið getur leitt til fækkunar veitingahúsa og þar með atvinnumissis fjölda starfsmanna. Svo eru ýmsir sem vilja líta á málið út frá hreinum pólitískum sjónarmiðum, finnst reykingabann vera af ætt forsjárhyggju og blása á rökin bak við það. Þeir segja að á sama hátt og hver og einni megi reykja heima hjá sér á eigin ábyrgð og bjóða öðrum að gera hið sama, ætti veitingahúsamönnum að vera leyfilegt að bjóða fólki að reykja á eigin ábyrgð á veitingastöðum sínum. Þeir sem eru andvígir tóbaksreykingum, finnst reykurinn óþægilegur og lyktin vond eða óttast um heilsu sína geti bara setið heima. Enginn neyði þetta fólk til að koma á reykfyllta veitinga- og skemmtistaði. Á móti þessu tefla heilbrigðisyfirvöld röksemdum um að stundum verði hið opinbera að hafa vit fyrir fólki í heilbrigðismálum, t.d. unglingum. Og bent er á að reykingar valdi samfélaginu miklum kostnaði við heilbrigðisþjónustu og ekki sé sjálfgefið að fólki eigi að vera leyfilegt að stofna til útgjalda fyrir ríki og skattborgara með ábyrgðarlausri neyslu og hegðun. En kannski ætti bara að stíga skrefið til fulls, hætta þessari vitleysu sem reykingar eru og banna þær að fullu? Fara að fordæmi Bútanmanna í Himalayfjöllum? Um það þarf ekki að deila að reykingar eru óhollar, dýrar og frekar sóðalegar. Stafa þá ekki andmælin gegn slíkri ráðstöfun, þegar allt kemur til alls, eingöngu af þröngum peningahagsmunum eða óheilbrigðri fíkn sem fólk hefur ánetjast og nær ekki að brjótast út úr? Verða fíklarnir ekki á endanum þakklátir fyrir frelsið úr viðjum tóbaksins? Og eru ekki næg tækifæri í atvinnu- og viðskiptalífinu fyrir uppbyggilegri starfsemi en tóbakssölu þegar hún hefur verið bönnuð? Hvað segja lesendur Vísis? Nú er boltinn hjá þeim. Orðið er laust.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun