Viðtökur fram úr björtustu vonum 21. desember 2004 00:01 Viðtökur íslensks viðmóts Windows XP stýrikerfisins og Office 2003 skrifstofuhugbúnaðarvöndulsins meðal almennings voru betri en við var búist, að sögn Elvars Steins Þorkelssonar, framkvæmdastjóra Microsoft á Íslandi. "Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum," segir hann, en íslensku útgáfurnar voru fyrst kynntar í haust. Elvar Steinn segir að viðmóti Office hafi verið hlaðið um 6 þúsund sinnum niður af netinu, auk þess sem geisladiskum hafi verið dreift í verslunum og víðar. "Gróflega áætlum við að tvöfaldur þessi fjöldi heimila sé kominn með íslenskt viðmót." Elvar segir hins vegar erfiðara að ráða í hver notkunin er meðal fyrirtækja, en til standi á nýju ári að mæla þá notkun. Hann segist frekar hafa á tilfinningunni að viðtökurnar hafi verið dræmari á fyrirtækjasviðinu, þó svo að vitað sé um nokkur fyrirtæki sem fagnað hafi íslensku útgáfunum. Elvar segist vita til þess að sums staðar hafi tæknimenn lagst gegn breytingunni af ótta við tæknilega örðugleika og telur að þar sé komin fram arfleift fyrri þýðingar á Windows 98 stýrikerfinu sem var mjög misheppnuð. "En þetta byggir á allt öðrum grunni og er laust við vandamálin sem fylgdu Windows 98," segir hann og bætir við að víða hafi íslenskar útgáfur verið teknar upp í skólum og látið vel af, auk þess sem eldra fólk hafi tekið íslenskunni fagnandi. "Svo er fólk jafnvel að uppgötva nýja hluti af því að það skilur valmyndina betur en áður." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Viðtökur íslensks viðmóts Windows XP stýrikerfisins og Office 2003 skrifstofuhugbúnaðarvöndulsins meðal almennings voru betri en við var búist, að sögn Elvars Steins Þorkelssonar, framkvæmdastjóra Microsoft á Íslandi. "Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum," segir hann, en íslensku útgáfurnar voru fyrst kynntar í haust. Elvar Steinn segir að viðmóti Office hafi verið hlaðið um 6 þúsund sinnum niður af netinu, auk þess sem geisladiskum hafi verið dreift í verslunum og víðar. "Gróflega áætlum við að tvöfaldur þessi fjöldi heimila sé kominn með íslenskt viðmót." Elvar segir hins vegar erfiðara að ráða í hver notkunin er meðal fyrirtækja, en til standi á nýju ári að mæla þá notkun. Hann segist frekar hafa á tilfinningunni að viðtökurnar hafi verið dræmari á fyrirtækjasviðinu, þó svo að vitað sé um nokkur fyrirtæki sem fagnað hafi íslensku útgáfunum. Elvar segist vita til þess að sums staðar hafi tæknimenn lagst gegn breytingunni af ótta við tæknilega örðugleika og telur að þar sé komin fram arfleift fyrri þýðingar á Windows 98 stýrikerfinu sem var mjög misheppnuð. "En þetta byggir á allt öðrum grunni og er laust við vandamálin sem fylgdu Windows 98," segir hann og bætir við að víða hafi íslenskar útgáfur verið teknar upp í skólum og látið vel af, auk þess sem eldra fólk hafi tekið íslenskunni fagnandi. "Svo er fólk jafnvel að uppgötva nýja hluti af því að það skilur valmyndina betur en áður."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira