Norsku leið Símans lokað 22. desember 2004 00:01 Síminn á ekki lengur greiða leið að neti Og Vodafone í gegnum Noreg, segir Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, samsinnir því. Hann segir flutningsleið símtala til landsins takmarkaða og því hafi leiðinni verið lokað: "Þegar aðgerðir Landssímans eru farnar að koma niður á okkar viðskiptavinum bregðumst við við með því að loka fyrir símtöl sem fara þessa leið. Það er áfram opið fyrir símtöl viðskiptavina Landssímans sem fara hefðbundna leið. Það er beint á milli fyrirtækjanna." Síminn hafði nýtt aðgang norska fyrirtækisins Telenor að neti Og Vodafone. Segir Eva það hafa verið gert til að ná fram sparnaði en einnig til að sýna þá stöðu sem sé á fjarskiptamarkaði, að Síminn greiði hærra heildsöluverð að netinu en erlend fjarskiptafyrirtæki. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Póst- og fjarskiptastofnun af ásettu ráði hafa ákveðið að hlutast ekki til um heildsöluverð Og Vodafone til Símans. Símanum hafi jafnframt verið gert að lækka sitt um fimmtán prósent. "Vegna forskots sem gömlu fjarskiptafélögin höfðu í upphafi fjarskiptaþjónustunnar er ekkert óeðlilegt að eftirlitsstofnanir gefi þeim sem koma nýir inn á markaðinn ákveðið ráðrúm til að vaxa og dafna. Annars næst ekki fram markmið fjarskiptalaga um að byggja upp samkeppni á markaðnum. Síminn ber jafnvel enn þann dag í dag ægishjálm yfir aðra á fjarskiptamarkaðinum. Gera þarf öðrum sterkum fjarskiptafyrirtækjum kleift að keppa við Símann." Hrafnkell segir löglegt að fyrirtæki skipti við millilið um aðgang að netum símafyrirtækja. Gæði símtalanna verði hins vegar oft verri. Það fari þó eftir því hvernig tengingin sé. Telenor sé þekkt af tiltölulega góðum gæðum. Hrafnkell segir geta staðist að einungis ákveðinn fjöldi símtala fari milli landa. Sé svö sé það ákvörðun Og Vodafone: "Tæknileg ákvörðun, sem þeir geta hugsanlega fallið frá ef þeir hafa áhuga." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Síminn á ekki lengur greiða leið að neti Og Vodafone í gegnum Noreg, segir Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, samsinnir því. Hann segir flutningsleið símtala til landsins takmarkaða og því hafi leiðinni verið lokað: "Þegar aðgerðir Landssímans eru farnar að koma niður á okkar viðskiptavinum bregðumst við við með því að loka fyrir símtöl sem fara þessa leið. Það er áfram opið fyrir símtöl viðskiptavina Landssímans sem fara hefðbundna leið. Það er beint á milli fyrirtækjanna." Síminn hafði nýtt aðgang norska fyrirtækisins Telenor að neti Og Vodafone. Segir Eva það hafa verið gert til að ná fram sparnaði en einnig til að sýna þá stöðu sem sé á fjarskiptamarkaði, að Síminn greiði hærra heildsöluverð að netinu en erlend fjarskiptafyrirtæki. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Póst- og fjarskiptastofnun af ásettu ráði hafa ákveðið að hlutast ekki til um heildsöluverð Og Vodafone til Símans. Símanum hafi jafnframt verið gert að lækka sitt um fimmtán prósent. "Vegna forskots sem gömlu fjarskiptafélögin höfðu í upphafi fjarskiptaþjónustunnar er ekkert óeðlilegt að eftirlitsstofnanir gefi þeim sem koma nýir inn á markaðinn ákveðið ráðrúm til að vaxa og dafna. Annars næst ekki fram markmið fjarskiptalaga um að byggja upp samkeppni á markaðnum. Síminn ber jafnvel enn þann dag í dag ægishjálm yfir aðra á fjarskiptamarkaðinum. Gera þarf öðrum sterkum fjarskiptafyrirtækjum kleift að keppa við Símann." Hrafnkell segir löglegt að fyrirtæki skipti við millilið um aðgang að netum símafyrirtækja. Gæði símtalanna verði hins vegar oft verri. Það fari þó eftir því hvernig tengingin sé. Telenor sé þekkt af tiltölulega góðum gæðum. Hrafnkell segir geta staðist að einungis ákveðinn fjöldi símtala fari milli landa. Sé svö sé það ákvörðun Og Vodafone: "Tæknileg ákvörðun, sem þeir geta hugsanlega fallið frá ef þeir hafa áhuga."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira