Ólíkar skilgreiningar 3. nóvember 2005 06:00 Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðiseturs á Bifröst sagði í fréttum Stöðvar tvö 29. október að Halldór Ásgrímsson hefði haldið því fram fyrir tveimur árum að 80 prósent af löggjöf ESB væri leidd í lög á Íslandi. Nýlega hafi Davíð Oddsson sagt að aðeins um 6,5 prósent af heildarfjölda ESB-gerða hafi verið teknar inn í EES-samninginn. Í kaldhæðnislegum tón spyr Eiríkur hvort verið sé að bera saman sitt hvorn hlutinn og svarar því svo sjálfur neitandi. Eina skýringin geti verið ólík pólitísk afstaða utanríkisráðherranna fyrrverandi. Eiríkur gengur langt með þessari ályktun því miðað við þekkingu hans og fyrri skrif þá veit hann vel að hér eru Davíð og Halldór að nota ólíkar skilgreiningar á skammstöfuninni ESB. Því verður ályktun Eiríks ekki til annars en rugla flókna umræðu enn frekar. Það er vonandi ekki markmið fræðasetursins sem hann stýrir. Fyrir okkur sem leitum sannleikans er líklegasta skýringin á þessum mismun sú að Halldór eigi við 80 prósent af löggjöf sem byggir á fjórfrelsi Rómarsáttmálans og tengist EES-samningnum. Davíð á hins vegar örugglega við 6,5 prósent af heildarfjölda reglugerða og tilskipana ESB og inni í því eru reglugerðir um landbúnað, sjávarútveg, utanríkismál, tollastefnu og fleira sem Ísland er ekki aðili að samkvæmt EES-samningum. Eiríkur hefur sjálfur að minnsta kosti tvívegis haldið því fram í greinum sínum að Ísland yfirtaki 80 prósent af löggjöf ESB. Þetta er röng fullyrðing samkvæmt orðanna hljóðan en flestir lesendur hafa væntanlega talið að Eiríkur, líkt og Halldór, ætti ekki við ESB í heild sinni heldur aðeins þann hluta sem snýr að innri markaði. EES-samningurinn tengist bara einni stoð hjá ESB, nánar tiltekið ákvæðum um fjórfrelsi sem eru í Rómarsáttmálanum frá 1957. Allar tilskipanir og reglugerðir sem við tökum yfir eru bara nánari útfærslur á þessum örfáu ákvæðum og markmiðum er varða innri markað. Enn fremur höfum við samið um að EES-samningurinn nái ekki yfir sum svið, til dæmis landbúnað og sjávarútveg. Miðað við þetta er ekki ólíklegt að Ísland yfirtaki um 80 prósent af þeim reglugerðum sem fjalla um innri markað og fjórfrelsið líkt og Halldór hélt fram. Hins vegar eru þúsundir annarra reglugerða og tilskipana sem Ísland varðar ekki. Nýlegar tölur segja að á tíu ára tímabili hafi Ísland innleitt um 2.500 tilskipanir og reglugerðir vegna EES-samningsins. Heildarfjöldi tilskipana og reglugerða ESB var hins vegar um 39 þúsund á sama tímabili. Þó skal tekið fram að Ísland tekur þátt í öðru samstarfi í gegnum Schengen, en það er ekki hluti af EES-samningnum. Miðað við þessar tölur höfðu innan við 7 prósent þeirra ákvarðana sem teknar voru af ESB áhrif hér á landi í gegnum EES-samninginn og því hefur Davíð einnig rétt fyrir sér. Nú ætti að vera ljóst hver munurinn er á tölum Davíðs og Halldórs enda áttu þeir að öllum líkindum ekki við sama hlutinn. Að lokum tökum við dæmi um Kanada, sem hefur einmitt gert nokkuð svipaðan fríverslunarsamning við Bandaríkin. Segjum að Bandaríkin myndu alfarið sjá um nánari framkvæmd og útfærslu þeirra atriða sem ríkin sömdu um í fríverslunarsamningnum. Dettur einhverjum í hug að við það sé Kanada í raun bara orðið fylki í Bandaríkjunum og ætti því bara að hætta að þykjast vera sjálfstætt ríki? Það sjá vonandi flestir að Kanada verður ennþá sjálfstæð þjóð með eigin lög, landsvæði, íbúa og menningu þótt þeir geri fríverslunarsamning við Bandaríkin. Það sama á við um Ísland, sérstaklega í ljósi þess að innan við 7 prósent af ákvörðununum ESB berast til okkar í gegnum EES-samninginn og sú tala fer lækkandi eftir því sem ESB vex. Höfundur er viðskiptafræðingur og gjaldkeri Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðiseturs á Bifröst sagði í fréttum Stöðvar tvö 29. október að Halldór Ásgrímsson hefði haldið því fram fyrir tveimur árum að 80 prósent af löggjöf ESB væri leidd í lög á Íslandi. Nýlega hafi Davíð Oddsson sagt að aðeins um 6,5 prósent af heildarfjölda ESB-gerða hafi verið teknar inn í EES-samninginn. Í kaldhæðnislegum tón spyr Eiríkur hvort verið sé að bera saman sitt hvorn hlutinn og svarar því svo sjálfur neitandi. Eina skýringin geti verið ólík pólitísk afstaða utanríkisráðherranna fyrrverandi. Eiríkur gengur langt með þessari ályktun því miðað við þekkingu hans og fyrri skrif þá veit hann vel að hér eru Davíð og Halldór að nota ólíkar skilgreiningar á skammstöfuninni ESB. Því verður ályktun Eiríks ekki til annars en rugla flókna umræðu enn frekar. Það er vonandi ekki markmið fræðasetursins sem hann stýrir. Fyrir okkur sem leitum sannleikans er líklegasta skýringin á þessum mismun sú að Halldór eigi við 80 prósent af löggjöf sem byggir á fjórfrelsi Rómarsáttmálans og tengist EES-samningnum. Davíð á hins vegar örugglega við 6,5 prósent af heildarfjölda reglugerða og tilskipana ESB og inni í því eru reglugerðir um landbúnað, sjávarútveg, utanríkismál, tollastefnu og fleira sem Ísland er ekki aðili að samkvæmt EES-samningum. Eiríkur hefur sjálfur að minnsta kosti tvívegis haldið því fram í greinum sínum að Ísland yfirtaki 80 prósent af löggjöf ESB. Þetta er röng fullyrðing samkvæmt orðanna hljóðan en flestir lesendur hafa væntanlega talið að Eiríkur, líkt og Halldór, ætti ekki við ESB í heild sinni heldur aðeins þann hluta sem snýr að innri markaði. EES-samningurinn tengist bara einni stoð hjá ESB, nánar tiltekið ákvæðum um fjórfrelsi sem eru í Rómarsáttmálanum frá 1957. Allar tilskipanir og reglugerðir sem við tökum yfir eru bara nánari útfærslur á þessum örfáu ákvæðum og markmiðum er varða innri markað. Enn fremur höfum við samið um að EES-samningurinn nái ekki yfir sum svið, til dæmis landbúnað og sjávarútveg. Miðað við þetta er ekki ólíklegt að Ísland yfirtaki um 80 prósent af þeim reglugerðum sem fjalla um innri markað og fjórfrelsið líkt og Halldór hélt fram. Hins vegar eru þúsundir annarra reglugerða og tilskipana sem Ísland varðar ekki. Nýlegar tölur segja að á tíu ára tímabili hafi Ísland innleitt um 2.500 tilskipanir og reglugerðir vegna EES-samningsins. Heildarfjöldi tilskipana og reglugerða ESB var hins vegar um 39 þúsund á sama tímabili. Þó skal tekið fram að Ísland tekur þátt í öðru samstarfi í gegnum Schengen, en það er ekki hluti af EES-samningnum. Miðað við þessar tölur höfðu innan við 7 prósent þeirra ákvarðana sem teknar voru af ESB áhrif hér á landi í gegnum EES-samninginn og því hefur Davíð einnig rétt fyrir sér. Nú ætti að vera ljóst hver munurinn er á tölum Davíðs og Halldórs enda áttu þeir að öllum líkindum ekki við sama hlutinn. Að lokum tökum við dæmi um Kanada, sem hefur einmitt gert nokkuð svipaðan fríverslunarsamning við Bandaríkin. Segjum að Bandaríkin myndu alfarið sjá um nánari framkvæmd og útfærslu þeirra atriða sem ríkin sömdu um í fríverslunarsamningnum. Dettur einhverjum í hug að við það sé Kanada í raun bara orðið fylki í Bandaríkjunum og ætti því bara að hætta að þykjast vera sjálfstætt ríki? Það sjá vonandi flestir að Kanada verður ennþá sjálfstæð þjóð með eigin lög, landsvæði, íbúa og menningu þótt þeir geri fríverslunarsamning við Bandaríkin. Það sama á við um Ísland, sérstaklega í ljósi þess að innan við 7 prósent af ákvörðununum ESB berast til okkar í gegnum EES-samninginn og sú tala fer lækkandi eftir því sem ESB vex. Höfundur er viðskiptafræðingur og gjaldkeri Frjálshyggjufélagsins.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun