Komst með baráttu í gegnum úrtökumót á spáni 7. nóvember 2005 06:00 Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi er búinn að tryggja sér þáttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en tæpt stóð það. Birgir lenti nefnilega í kröppum dansi á úrtökumóti í Katalóníu um helgina og hann var tveim höggum frá því að komast áfram fyrir síðasta daginn. Það var því lítið annað í spilunum hjá Birgi en að spila ákveðið golf síðasta daginn og það gerði hann. Með mikilli baráttu tókst Birgi Leifi að tryggja sér umspil ásamt átta öðrum kylfingum en fjórir af þeim komust síðan áfram. Birgir Leifur fór fyrstu holuna í umspilinu á einu undir pari og hann var því kominn áfram en hann fór annars lokahringinn á 72 höggum eða á sléttu pari. "Þetta var svakaleg dramatík og það var gaman að takast á við það. Sérstaklega þar sem þetta fór allt svona vel í lokin. Þetta var vissulega góð reynsla fyrir mig," sagði Birgir Leifur í samtali við Fréttablaðið frá flugvellinum í Barcelona í gær. Hann heldur næst til Malaga þar sem síðasta úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina hefst á fimmtudag en á því móti hefur Birgir Leifur ansi oft komist nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. "Þetta er síðasta tækifæri fyrir kylfinga til að komast inn á Evróputúrinn," sagði Birgir Leifur en þrjátíu kylfingar munu ganga frá mótinu um næstu helgi með farmiða á Evróputúrinn en rúmlega 160 kylfingar taka þátt í mótinu þannig að það verður án vafa við ramman reip að draga. "Það verður hart barist en ég tel mig eiga ágæta möguleika. Það er hið fræga dagsform sem ræður því hvort maður komist áfram. Ég er í þokkalegu formi og mæti fullur sjálfstrausts á mótið," sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Golf Íþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira
Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi er búinn að tryggja sér þáttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en tæpt stóð það. Birgir lenti nefnilega í kröppum dansi á úrtökumóti í Katalóníu um helgina og hann var tveim höggum frá því að komast áfram fyrir síðasta daginn. Það var því lítið annað í spilunum hjá Birgi en að spila ákveðið golf síðasta daginn og það gerði hann. Með mikilli baráttu tókst Birgi Leifi að tryggja sér umspil ásamt átta öðrum kylfingum en fjórir af þeim komust síðan áfram. Birgir Leifur fór fyrstu holuna í umspilinu á einu undir pari og hann var því kominn áfram en hann fór annars lokahringinn á 72 höggum eða á sléttu pari. "Þetta var svakaleg dramatík og það var gaman að takast á við það. Sérstaklega þar sem þetta fór allt svona vel í lokin. Þetta var vissulega góð reynsla fyrir mig," sagði Birgir Leifur í samtali við Fréttablaðið frá flugvellinum í Barcelona í gær. Hann heldur næst til Malaga þar sem síðasta úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina hefst á fimmtudag en á því móti hefur Birgir Leifur ansi oft komist nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. "Þetta er síðasta tækifæri fyrir kylfinga til að komast inn á Evróputúrinn," sagði Birgir Leifur en þrjátíu kylfingar munu ganga frá mótinu um næstu helgi með farmiða á Evróputúrinn en rúmlega 160 kylfingar taka þátt í mótinu þannig að það verður án vafa við ramman reip að draga. "Það verður hart barist en ég tel mig eiga ágæta möguleika. Það er hið fræga dagsform sem ræður því hvort maður komist áfram. Ég er í þokkalegu formi og mæti fullur sjálfstrausts á mótið," sagði Birgir Leifur Hafþórsson.
Golf Íþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira