Kostar ekkert í lyftur og frí skíðakennsla 10. nóvember 2005 07:15 Skíðamenn í Hlíðarfjalli. Elstu menn fyrir norðan muna vart betri byrjun á skíðavertíð en þá sem þeir urðu vitni að síðustu helgi. Skíðaáhugamenn á Norðurlandi una hag sínum hið besta um þessar mundir. Þar er skíðafærið víða gott og á Siglufirði er frítt í lyftur meðan Skagfirðingar bjóða uppá fría skíðakennslu. "Nú er komið að því að kenna Skagfirðingum og Húnvetningum að renna á skíðum enda nóg komið af hestamennsku í bili," segir Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastól í Skagafirði. Þar verður boðið upp á ókeypis skíðakennslu næsta laugardag. "Hér er nú meiri snjór en nokkurn tíman í fyrra og útlit fyrir góða skíðahelgi," segir Viggó kátur í bragði. Skíða- og brettaleiga er á svæðinu og kostar leigan 4.200 krónur fyrir daginn en 1.750 fyrir börn. "Svo eigum við einhverja tíu hjálma en þá lánum við bara. Svo getur fólk komið með útreiðarhjálmana, það er bara vel séð hér á þessum slóðum," bætir Viggó við. Siglfirðingar opnuðu skíðasvæði sitt um síðustu helgi og eru menn þar einnig ánægðir með færð og aðsókn skíðafólks en þar er frítt í lyfturnar um þessar mundir. Enn hefur ekki verið opnað á skíðasvæðið í Tungudal á Ísafirði þó snjór sé í fjöllum. "Það vantar svona herslumuninn og það er alveg ljóst að það breytist ekkert um helgina," segir Jóhann K. Torfason umsjónarmaður og krossleggur fingur. Í Seljalandsdal, sem er við Tungudal, eru þó einhverjir farnir að renna um á gönguskíðum. Í Hlíðarfjalli var opnað um síðustu helgi og segir Guðmundur Karl Jónsson að elstu menn muni vart betri byrjun á skíðavertíð. Þar verður opið aftur um næstu helgi og svo á miðvikudag og fjölgar dögunum smátt og smátt sem opið er. Guðmundur segir að mikil aðsókn sé í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli. "Þetta er sú þróun sem á sér stað hér sem og annars staðar enda er dýrt að koma sér upp öllum skíðabúnaði. Dagarnir eru kannski ekki svo margir sem menn nota hann þannig að það er mjög þægilegt að leigja þetta enda eru leigurnar alltaf með nýjustu og bestu gerðir," bætir hann við. Innlent Lífið Menning Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Skíðaáhugamenn á Norðurlandi una hag sínum hið besta um þessar mundir. Þar er skíðafærið víða gott og á Siglufirði er frítt í lyftur meðan Skagfirðingar bjóða uppá fría skíðakennslu. "Nú er komið að því að kenna Skagfirðingum og Húnvetningum að renna á skíðum enda nóg komið af hestamennsku í bili," segir Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastól í Skagafirði. Þar verður boðið upp á ókeypis skíðakennslu næsta laugardag. "Hér er nú meiri snjór en nokkurn tíman í fyrra og útlit fyrir góða skíðahelgi," segir Viggó kátur í bragði. Skíða- og brettaleiga er á svæðinu og kostar leigan 4.200 krónur fyrir daginn en 1.750 fyrir börn. "Svo eigum við einhverja tíu hjálma en þá lánum við bara. Svo getur fólk komið með útreiðarhjálmana, það er bara vel séð hér á þessum slóðum," bætir Viggó við. Siglfirðingar opnuðu skíðasvæði sitt um síðustu helgi og eru menn þar einnig ánægðir með færð og aðsókn skíðafólks en þar er frítt í lyfturnar um þessar mundir. Enn hefur ekki verið opnað á skíðasvæðið í Tungudal á Ísafirði þó snjór sé í fjöllum. "Það vantar svona herslumuninn og það er alveg ljóst að það breytist ekkert um helgina," segir Jóhann K. Torfason umsjónarmaður og krossleggur fingur. Í Seljalandsdal, sem er við Tungudal, eru þó einhverjir farnir að renna um á gönguskíðum. Í Hlíðarfjalli var opnað um síðustu helgi og segir Guðmundur Karl Jónsson að elstu menn muni vart betri byrjun á skíðavertíð. Þar verður opið aftur um næstu helgi og svo á miðvikudag og fjölgar dögunum smátt og smátt sem opið er. Guðmundur segir að mikil aðsókn sé í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli. "Þetta er sú þróun sem á sér stað hér sem og annars staðar enda er dýrt að koma sér upp öllum skíðabúnaði. Dagarnir eru kannski ekki svo margir sem menn nota hann þannig að það er mjög þægilegt að leigja þetta enda eru leigurnar alltaf með nýjustu og bestu gerðir," bætir hann við.
Innlent Lífið Menning Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira