Úr leik þrátt fyrir sigur 14. nóvember 2005 06:00 "Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. "Nú small vörnin en þeir náðu að draga hraðann aðeins niður og við náðum ekki að keyra á þá eins og við vildum. En við unnum leikinn og það er mjög gott. Ég er fyrst og fremstu stoltur af varnarleiknum í dag en við byggjum á þessu og þetta fer beint í reynslubankann. Við stefndum auðvitað á að komast áfram en þrjár umferðir er bara mjög gott í ár og við förum bara lengra á næsta ári og þá vonandi í Meistaradeildinni." sagði Óskar Bjarni brosmildur að lokum. Pálmar Pétursson markmaður Vals varði nítján skot í markinu og átti mjög góðan leik. "Þetta var gott í dag en við klúðruðum þessi með hrikalegum sóknarleik, sérstaklega framan af leik. Vörnin var í topp standi en það var aðallega sóknin sem klikkaði í dag. Þeir kaffærðu okkur í hraðaupphlaupum í byrjun leiks og skoruðu sex mörk en ef við hefðum náð að stoppa það þá hefði þetta komið. Við erum alls ekki lakari en þetta lið. Við klúðruðum þessi úti og töpuðum með sjö mörkum sem var alltof stórt. Þar var sóknarleikurinn líka að klikka Þetta var mjög skemmtilegt í dag og við sýndum að við getum vel unnið þetta lið." sagði Pálmar. Pálmar var besti maður Vals í leiknum en vörnin á þó stærstan hlut í sigrinum en hún hreinlega lokaði á Svíana sem komust oft hvorki lönd né strönd. Sóknarleikur liðsins var þó brothættur og oft á tíðum bar á óskynsemi og fljótfærni sem gerði markmanni gestanna auðvelt fyrir að verja skot Valsmanna. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstu menn Valsara en þeir skoruðu báðir fimm mörk í leiknum. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Sjá meira
"Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. "Nú small vörnin en þeir náðu að draga hraðann aðeins niður og við náðum ekki að keyra á þá eins og við vildum. En við unnum leikinn og það er mjög gott. Ég er fyrst og fremstu stoltur af varnarleiknum í dag en við byggjum á þessu og þetta fer beint í reynslubankann. Við stefndum auðvitað á að komast áfram en þrjár umferðir er bara mjög gott í ár og við förum bara lengra á næsta ári og þá vonandi í Meistaradeildinni." sagði Óskar Bjarni brosmildur að lokum. Pálmar Pétursson markmaður Vals varði nítján skot í markinu og átti mjög góðan leik. "Þetta var gott í dag en við klúðruðum þessi með hrikalegum sóknarleik, sérstaklega framan af leik. Vörnin var í topp standi en það var aðallega sóknin sem klikkaði í dag. Þeir kaffærðu okkur í hraðaupphlaupum í byrjun leiks og skoruðu sex mörk en ef við hefðum náð að stoppa það þá hefði þetta komið. Við erum alls ekki lakari en þetta lið. Við klúðruðum þessi úti og töpuðum með sjö mörkum sem var alltof stórt. Þar var sóknarleikurinn líka að klikka Þetta var mjög skemmtilegt í dag og við sýndum að við getum vel unnið þetta lið." sagði Pálmar. Pálmar var besti maður Vals í leiknum en vörnin á þó stærstan hlut í sigrinum en hún hreinlega lokaði á Svíana sem komust oft hvorki lönd né strönd. Sóknarleikur liðsins var þó brothættur og oft á tíðum bar á óskynsemi og fljótfærni sem gerði markmanni gestanna auðvelt fyrir að verja skot Valsmanna. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstu menn Valsara en þeir skoruðu báðir fimm mörk í leiknum.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Sjá meira