Innlent

Haraldur Ólason í fyrsta sæti

Haraldur Ólason
Haraldur Ólason

Allt útlit var fyrir að Haraldur Þór Ólason myndi hafa betur í slagnum við Valgerði Sigurðardóttur um fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði í vor, með 505 atkvæði á bak við sig í sætið þegar fyrstu tölur voru birtar.

Í öðru sæti á listanum var Valgerður Sigurðardóttir með 453 atkvæði í fyrsta til annað sæti og í þriðja sæti Almar Grímsson með 432 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Í næstu sæti þar fyrir neðan raðast svo Rósa Guðbjartsdóttir, María Kristín Gylfadóttir, Bergur Ólafsson, Skarphéðinn Orri Björnsson, og Guðrún Jónsdóttir í áttunda sæti.

Þátttaka í prófkjörinu, sem fram fór í gær, var mun meiri en búist var við, að sögn Þór­odds Skapta­sonar, formanns full­trúa­ráðs sjálfstæðisfélaganna þar. "Við bjuggumst við um þúsund manns, en um 1.800 kusu," segir hann og kvað þátttökuna hafa far­ið verulega fram úr björtustu von­um. Búið var að telja rúm þúsund atkvæði þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Þá segir Þóroddur að hátt í þúsund manns hafi gengið í flokkinn síðustu vikur. "Það voru 2.100 í flokk­num en eru um 3.000 núna. Annars eru þessar tölur svolítið á reiki ennþá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×