Asinn á Íslandi kemur á óvart 23. nóvember 2005 08:45 "Það hefur verið gaman að vera á Íslandi, þó það hafi gengið svona upp og ofan í handboltanum. Það er svolítið sláandi hversu mikill hraði er í íslensku samfélagi," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, en hann leikur nú með liði Aftureldingar í DHL-deildinni og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, eftir að hafa búið erlendis um árabil. Guðmundur segir deildarkeppnina hér á Íslandi ekki vera eins sterka eins og hún var árið 1999, þegar Guðmundur hélt í atvinnumennsku. "Mér finnst, svona heilt yfir, deildarkeppnin ekki vera eins sterk núna og hún var þegar ég lék hér á landi síðast. Það eru hins vegar fleiri efnilegir leikmenn í deildinni núna heldur en þá, sem er náttúrlega mjög jákvætt." Afturelding er með einstaklega ungan leikmannahóp en Guðmundur gæti hæglega verið faðir nokkurra leikmanna í liðinu, svo mikill er aldursmunurinn. Hann segist þokkalega sáttur við sína frammistöðu en vonast til þess að ná meiri stöðugleika þegar líður á keppnistímabilið. "Ég hef átt ágæta leiki, en svo líka ekkert sérstaklega góða leiki. Vonandi næ ég að finna jafnvægið í næstu leikjum. Það hefur skort svolítið upp á að hafa stöðugleikann en vonandi tekst okkur ná honum og bæta leik okkar þannig. Það eru margir efnilegir strákar í liðinu sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni." Guðmundur hefur mikla trú á landsliði Íslands og vonast til þess að liðið nái góðum árangri á næsta stórmóti. "Það hefur vantað herslumuninn upp á að liðið nái viðunandi árangri á síðustu stórmótum, en ég er sannfærður um að getan er fyrir hendi. Leikmannahópurinn er sterkur og ég hef fulla trú á því að góður árangur náist í framtíðinni." Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
"Það hefur verið gaman að vera á Íslandi, þó það hafi gengið svona upp og ofan í handboltanum. Það er svolítið sláandi hversu mikill hraði er í íslensku samfélagi," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, en hann leikur nú með liði Aftureldingar í DHL-deildinni og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, eftir að hafa búið erlendis um árabil. Guðmundur segir deildarkeppnina hér á Íslandi ekki vera eins sterka eins og hún var árið 1999, þegar Guðmundur hélt í atvinnumennsku. "Mér finnst, svona heilt yfir, deildarkeppnin ekki vera eins sterk núna og hún var þegar ég lék hér á landi síðast. Það eru hins vegar fleiri efnilegir leikmenn í deildinni núna heldur en þá, sem er náttúrlega mjög jákvætt." Afturelding er með einstaklega ungan leikmannahóp en Guðmundur gæti hæglega verið faðir nokkurra leikmanna í liðinu, svo mikill er aldursmunurinn. Hann segist þokkalega sáttur við sína frammistöðu en vonast til þess að ná meiri stöðugleika þegar líður á keppnistímabilið. "Ég hef átt ágæta leiki, en svo líka ekkert sérstaklega góða leiki. Vonandi næ ég að finna jafnvægið í næstu leikjum. Það hefur skort svolítið upp á að hafa stöðugleikann en vonandi tekst okkur ná honum og bæta leik okkar þannig. Það eru margir efnilegir strákar í liðinu sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni." Guðmundur hefur mikla trú á landsliði Íslands og vonast til þess að liðið nái góðum árangri á næsta stórmóti. "Það hefur vantað herslumuninn upp á að liðið nái viðunandi árangri á síðustu stórmótum, en ég er sannfærður um að getan er fyrir hendi. Leikmannahópurinn er sterkur og ég hef fulla trú á því að góður árangur náist í framtíðinni."
Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira