Hvað segir Jesús núna? 3. desember 2005 05:15 Undanfarna daga hafa birst í blöðum greinargerðir eftir nokkra kraftmikla kirkjuleiðtoga sem hafa andmælt hjónavígslu samkynhneigðra para og hafa áhyggjur af afleiðingum þeirrar gjörðar. Á meðal presta og guðfræðinga Þjóðkirkjunnar eru einnig miklar og heitar umræður um þetta málefni, miklu meiri en birtast á opinberum vettvangi. Meginágreiningurinn, á milli þeirra sem eru annars vegar jákvæðir í garð hjónavígslu samkynhneigðra para og hinna sem eru neikvæðir, felst í því hvernig við túlkum Biblíuna sem Guðs orð. Þeir sem eru jákvæðir, og meðal þeirra er undirritaður, vilja hlusta á þau skilaboð Guðs sem eru óbreytanleg í tíma og rúmi, eru hafin yfir tíma og menningu, eru nokkurn veginn algild. Þeir sem eru neikvæðari í afstöðu sinni byggja rök sín á forsendum eins og: "...samkvæmt skýrum orðum Jesú Krists og postula hans er hjónaband á milli karls og konu en ekki tveggja einstaklinga af sama kyni" (Friðrik Schram, Mbl. 23. nóv. 2005). Mér finnst að þeir sem andmæla kirkjulegri hjónavígslu samkynhneigðra þurfi að staldra við um stund og íhuga stöðu sína. Kennisetningar kirkjunnar og guðfræði byggjast nú þegar öll á túlkun Biblíunnar, a.m.k. í lúterskri kirkju. Ólíkt því sem margir trúa, þá kveður Biblían ekki skýrt á um að hjónaband verði að vera milli karls og konu. Sú hugmynd tilheyrir kennisetningu sem túlkuð er út frá Biblíunni, ekki biblíutextanum sjálfum. Ef við leitum þá finnum við orð sem Páll postuli segir: "Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég. En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband, því betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd." (1. Kor.6.). Við fyrsta lestur virðist sem Páll postuli sé að segja okkur að það sé best fyrir okkur að giftast alls ekki, en þegar við lærum um og skiljum sögu og menningu þeirra tíma sem Páll var uppi á og þeirra sem Biblían er skrifuð á fá orð hans dýpri merkingu og rétta þýðingu. En að sjálfsögðu vita andmælendur af atriðum eins og þessum. Þeir eru ekki bókstaflegir trúmenn. Þeir kjósa hins vegar að túlka Biblíuna í samræmi við eigin hugmyndaheim, sem er skiljanlegt en ekki endilega réttlætanlegt. Kjarni málsins snýst nefnilega ekki um orðalag Biblíunnar heldur er það ímynd andmælendanna um "hið góða kristilega siðgæði", sem þeim var kennt og þeir vilja halda á lofti. Og samkynhneigð hjón virðast hjá þeim falla utan við ramma "hinna góðu kristilega gilda". Ég veit að það er erfitt fyrir okkur öll að hreyfa við viðteknum venjum, hefðum og gildum. Það er samt hægt ef við (ég segi það um kristið fólk) trúum á Jesú og setjum æðstu gildi lífsins í hendur Jesú og íhugum hvað hann vill segja við okkur í dag. Við megum ekki láta hefðbundna menningu eða aðrar hefðir villa okkur sýn. Kraftur Jesú og náð virkar til að frelsa okkur frá sjálfsdýrkun, sjálfsgirni, áhugaleysi gagnvart náunganum og kúgun, en veitir okkur aldrei rétt til þess að kúga eða mismuna. Íhugum því hvað frelsarinn segir við okkur í dag. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa birst í blöðum greinargerðir eftir nokkra kraftmikla kirkjuleiðtoga sem hafa andmælt hjónavígslu samkynhneigðra para og hafa áhyggjur af afleiðingum þeirrar gjörðar. Á meðal presta og guðfræðinga Þjóðkirkjunnar eru einnig miklar og heitar umræður um þetta málefni, miklu meiri en birtast á opinberum vettvangi. Meginágreiningurinn, á milli þeirra sem eru annars vegar jákvæðir í garð hjónavígslu samkynhneigðra para og hinna sem eru neikvæðir, felst í því hvernig við túlkum Biblíuna sem Guðs orð. Þeir sem eru jákvæðir, og meðal þeirra er undirritaður, vilja hlusta á þau skilaboð Guðs sem eru óbreytanleg í tíma og rúmi, eru hafin yfir tíma og menningu, eru nokkurn veginn algild. Þeir sem eru neikvæðari í afstöðu sinni byggja rök sín á forsendum eins og: "...samkvæmt skýrum orðum Jesú Krists og postula hans er hjónaband á milli karls og konu en ekki tveggja einstaklinga af sama kyni" (Friðrik Schram, Mbl. 23. nóv. 2005). Mér finnst að þeir sem andmæla kirkjulegri hjónavígslu samkynhneigðra þurfi að staldra við um stund og íhuga stöðu sína. Kennisetningar kirkjunnar og guðfræði byggjast nú þegar öll á túlkun Biblíunnar, a.m.k. í lúterskri kirkju. Ólíkt því sem margir trúa, þá kveður Biblían ekki skýrt á um að hjónaband verði að vera milli karls og konu. Sú hugmynd tilheyrir kennisetningu sem túlkuð er út frá Biblíunni, ekki biblíutextanum sjálfum. Ef við leitum þá finnum við orð sem Páll postuli segir: "Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég. En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband, því betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd." (1. Kor.6.). Við fyrsta lestur virðist sem Páll postuli sé að segja okkur að það sé best fyrir okkur að giftast alls ekki, en þegar við lærum um og skiljum sögu og menningu þeirra tíma sem Páll var uppi á og þeirra sem Biblían er skrifuð á fá orð hans dýpri merkingu og rétta þýðingu. En að sjálfsögðu vita andmælendur af atriðum eins og þessum. Þeir eru ekki bókstaflegir trúmenn. Þeir kjósa hins vegar að túlka Biblíuna í samræmi við eigin hugmyndaheim, sem er skiljanlegt en ekki endilega réttlætanlegt. Kjarni málsins snýst nefnilega ekki um orðalag Biblíunnar heldur er það ímynd andmælendanna um "hið góða kristilega siðgæði", sem þeim var kennt og þeir vilja halda á lofti. Og samkynhneigð hjón virðast hjá þeim falla utan við ramma "hinna góðu kristilega gilda". Ég veit að það er erfitt fyrir okkur öll að hreyfa við viðteknum venjum, hefðum og gildum. Það er samt hægt ef við (ég segi það um kristið fólk) trúum á Jesú og setjum æðstu gildi lífsins í hendur Jesú og íhugum hvað hann vill segja við okkur í dag. Við megum ekki láta hefðbundna menningu eða aðrar hefðir villa okkur sýn. Kraftur Jesú og náð virkar til að frelsa okkur frá sjálfsdýrkun, sjálfsgirni, áhugaleysi gagnvart náunganum og kúgun, en veitir okkur aldrei rétt til þess að kúga eða mismuna. Íhugum því hvað frelsarinn segir við okkur í dag. Höfundur er prestur innflytjenda.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar