Sjónvarp og sinfóníur 4. janúar 2005 00:01 Þegar Digital Ísland kom inn á heimilið hófst sjónvarpsvæðingin - seint og um síðir. Ég hef horft langmest á sænska og danska ríkissjónvarpið, einkum það sænska - ég held að í mér blundi Svíi. Nokkrir hlutir vekja athygli: Í fyrsta lagi eru engar auglýsingar. Í öðru lagi eru sama og engir bandarískir sápuþættir. Dönsku og sænsku ríkisstöðvarnar taka lítt eða ekki þátt í keppninni um þá. Í þriðja lagi er mikið af tónlistarefni. Það var einkum áberandi yfir hátíðarnar. Ég horfði á Vínartónleika frá Musikverein í Vínarborg í beinni útsendingu, skemmtiþátt um sumartónleikana á Skansinum í Stokkhólmi og jólakonsert fyrir börn frá Kaupmannahöfn. Hlýt svo að bíða eftir því að sýndur verði góður þáttur um sænska söngvarann Snoddas - nei, bara grín... Í danska sjónvarpinu er Radioens Symfonieorkester notuð fram og til baka; þetta er helsta sinfóníuhljómsveitin í Damörku og hún leikur bæði þunga og létta tónlist í sjónvarpi- kemur fram með kórum, einsöngvurum, einleikurum og alls kyns skemmtikröftum. Hér dettur engum í hug að nota Sinfóníuhljómsveit Íslands - hún er bara afgreidd sem baggi á Ríkisútvarpinu. Svo er langt í það að RÚV sé alvöru menningarstofnun. Þegar Markús Örn Antonsson flytur landsmönnum áramótakveðju notar hann hljómsveit áhugafólks að austan - ekki Sinfóníuna. --- --- --- Athyglisverð er sú hugmynd þeirra hjá Íslenska útvarpsfélaginu (eða hvað heitir félagið núna?) að stofna útvarpsstöð sem hefur fengið vinnuheitið Gufan. Maður skyldi ætla að hún eigi að taka mið af Rás eitt og útvarpa fjarskalega vandaðri talmálsdagskrá, jafnvel góðri tónlist líka - kannski ekki "eighties" músík sem er send út á öllum hinum stöðvum félagsins? Með þessu getur ÍÚ náttúrlega áskapað sér ákveðna virðingu - jafnvel staðið fyrir einhvers konar endurreisn í útvarpi. En á hitt er að líta að tekjuöflun í gegnum útvarp er fjarskalega takmörkuð. Rás eitt er náttúrlega ríkisstyrkt í bak og fyrir og ekki ætlast til að neitt þar standi fjárhagslega undir sér. Eru þeir hjá ÍÚ tilbúnir að leggja peninga í batteríið þannig að það verði meira en aðeins vandaðri útgáfa af Útvarpi Sögu? --- --- --- Svo er spurningin hver á að taka við ritstjórn DV að Illuga burthlaupnum - eða verður þetta eins og Mogganum eftir að Matthías fór, enginn ráðinn í staðinn? Er nóg að hafa bara Mikka Torfa við stjórnvölinn? Vill kannski enginn ritstýra þessu umdeilda blaði? Ég segi allavega fyrir sjálfan mig að ekki hefði ég taugar til þess. Reynir Traustason hefði líklega verið ákjósanlegur - hann er kominn á Mannlíf. Eiríkur Jónsson er kannski flottari blaðamaður en ritstjóri. Kristján Guy Burgess er fréttastjóri - það er kannski hægt að fela honum ritstjórnina. Þetta er mjög vænn náungi. Besta hugmyndin sem hefur verið nefnd við mig er samt að gera Ólaf Teit Guðnason að ritstjóra - hefði það ekki keim af sögulegum sáttum? Fjölmiðlamaður sem ég hitti í bænum áðan sagði að það þyrfti einhvern til að "snýta og skeina" ungviðinu sem vinnur á DV. Með fullri virðingu fyrir DV - sem er nota bene fjölmiðill sem ég hef skrifað í síðasta árið. Illugi er óhemju afkastamikill penni, fljótur og sískrifandi. Það verður allavega erfitt að fylla upp í alla pólitísku dálksentímetrana sem hann lætur eftir sig óskrifaða. --- --- --- Ég var í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í gærkvöldi. Ég sé að einhver umræða hefur farið í gang um það á vefnum Málefnin.com. Getur verið að það fyrirbæri megi muna fífil sinn fegurri? Eru svona miklir vitleysingar sem þar skrifa eða er sérstakt sport á vefnum að misskilja allt sem allir segja? Geðheilsa manns er í húfi þegar maður fer þangað inn - "enter at your own risk". Þetta er verra en þjóðarsálin þegar hún sökk hvað dýpst undir stjórn Stefáns Jóns Hafstein á sínum tíma. Ég ætla ekki að endurtaka það sem ég sagði í þættinum - sumt af því hefur birst hér á vefnum í pistlum síðustu tveggja daga, meðal annars það sem ég hef verið að tjá mig um forsætisráðherrann, biskupinn og fjölskyldugildin. En ég nefndi það líka í þættinum að veita mætti viðurkenningu kennurum sem hefðu staðið sig framúrskarandi vel í starfi - svona fyrst verið væri að setja á stofn menntaverðlaun í nafni forsetans. Sagði að kennararnir Herdís Egilsdóttir og Björgvin Jósteinsson væru til dæmis vel að þessu komin. Eftir þáttinn fékk ég svo samviskubit vegna tveggja kennara sem ég gleymdi að nefna: Jens Hallgrímssonar í Vesturbæjarskóla og Jónu Hansen í Hagaskóla. Í mínum huga er þetta fólk allavega stjörnur. --- --- --- Það hefur reynst hið mesta klúður að koma áramótaþættinum á netið. Ég get ekki einu sinni lofað að það takist úr þessu - en við sjáum samt til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Þegar Digital Ísland kom inn á heimilið hófst sjónvarpsvæðingin - seint og um síðir. Ég hef horft langmest á sænska og danska ríkissjónvarpið, einkum það sænska - ég held að í mér blundi Svíi. Nokkrir hlutir vekja athygli: Í fyrsta lagi eru engar auglýsingar. Í öðru lagi eru sama og engir bandarískir sápuþættir. Dönsku og sænsku ríkisstöðvarnar taka lítt eða ekki þátt í keppninni um þá. Í þriðja lagi er mikið af tónlistarefni. Það var einkum áberandi yfir hátíðarnar. Ég horfði á Vínartónleika frá Musikverein í Vínarborg í beinni útsendingu, skemmtiþátt um sumartónleikana á Skansinum í Stokkhólmi og jólakonsert fyrir börn frá Kaupmannahöfn. Hlýt svo að bíða eftir því að sýndur verði góður þáttur um sænska söngvarann Snoddas - nei, bara grín... Í danska sjónvarpinu er Radioens Symfonieorkester notuð fram og til baka; þetta er helsta sinfóníuhljómsveitin í Damörku og hún leikur bæði þunga og létta tónlist í sjónvarpi- kemur fram með kórum, einsöngvurum, einleikurum og alls kyns skemmtikröftum. Hér dettur engum í hug að nota Sinfóníuhljómsveit Íslands - hún er bara afgreidd sem baggi á Ríkisútvarpinu. Svo er langt í það að RÚV sé alvöru menningarstofnun. Þegar Markús Örn Antonsson flytur landsmönnum áramótakveðju notar hann hljómsveit áhugafólks að austan - ekki Sinfóníuna. --- --- --- Athyglisverð er sú hugmynd þeirra hjá Íslenska útvarpsfélaginu (eða hvað heitir félagið núna?) að stofna útvarpsstöð sem hefur fengið vinnuheitið Gufan. Maður skyldi ætla að hún eigi að taka mið af Rás eitt og útvarpa fjarskalega vandaðri talmálsdagskrá, jafnvel góðri tónlist líka - kannski ekki "eighties" músík sem er send út á öllum hinum stöðvum félagsins? Með þessu getur ÍÚ náttúrlega áskapað sér ákveðna virðingu - jafnvel staðið fyrir einhvers konar endurreisn í útvarpi. En á hitt er að líta að tekjuöflun í gegnum útvarp er fjarskalega takmörkuð. Rás eitt er náttúrlega ríkisstyrkt í bak og fyrir og ekki ætlast til að neitt þar standi fjárhagslega undir sér. Eru þeir hjá ÍÚ tilbúnir að leggja peninga í batteríið þannig að það verði meira en aðeins vandaðri útgáfa af Útvarpi Sögu? --- --- --- Svo er spurningin hver á að taka við ritstjórn DV að Illuga burthlaupnum - eða verður þetta eins og Mogganum eftir að Matthías fór, enginn ráðinn í staðinn? Er nóg að hafa bara Mikka Torfa við stjórnvölinn? Vill kannski enginn ritstýra þessu umdeilda blaði? Ég segi allavega fyrir sjálfan mig að ekki hefði ég taugar til þess. Reynir Traustason hefði líklega verið ákjósanlegur - hann er kominn á Mannlíf. Eiríkur Jónsson er kannski flottari blaðamaður en ritstjóri. Kristján Guy Burgess er fréttastjóri - það er kannski hægt að fela honum ritstjórnina. Þetta er mjög vænn náungi. Besta hugmyndin sem hefur verið nefnd við mig er samt að gera Ólaf Teit Guðnason að ritstjóra - hefði það ekki keim af sögulegum sáttum? Fjölmiðlamaður sem ég hitti í bænum áðan sagði að það þyrfti einhvern til að "snýta og skeina" ungviðinu sem vinnur á DV. Með fullri virðingu fyrir DV - sem er nota bene fjölmiðill sem ég hef skrifað í síðasta árið. Illugi er óhemju afkastamikill penni, fljótur og sískrifandi. Það verður allavega erfitt að fylla upp í alla pólitísku dálksentímetrana sem hann lætur eftir sig óskrifaða. --- --- --- Ég var í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í gærkvöldi. Ég sé að einhver umræða hefur farið í gang um það á vefnum Málefnin.com. Getur verið að það fyrirbæri megi muna fífil sinn fegurri? Eru svona miklir vitleysingar sem þar skrifa eða er sérstakt sport á vefnum að misskilja allt sem allir segja? Geðheilsa manns er í húfi þegar maður fer þangað inn - "enter at your own risk". Þetta er verra en þjóðarsálin þegar hún sökk hvað dýpst undir stjórn Stefáns Jóns Hafstein á sínum tíma. Ég ætla ekki að endurtaka það sem ég sagði í þættinum - sumt af því hefur birst hér á vefnum í pistlum síðustu tveggja daga, meðal annars það sem ég hef verið að tjá mig um forsætisráðherrann, biskupinn og fjölskyldugildin. En ég nefndi það líka í þættinum að veita mætti viðurkenningu kennurum sem hefðu staðið sig framúrskarandi vel í starfi - svona fyrst verið væri að setja á stofn menntaverðlaun í nafni forsetans. Sagði að kennararnir Herdís Egilsdóttir og Björgvin Jósteinsson væru til dæmis vel að þessu komin. Eftir þáttinn fékk ég svo samviskubit vegna tveggja kennara sem ég gleymdi að nefna: Jens Hallgrímssonar í Vesturbæjarskóla og Jónu Hansen í Hagaskóla. Í mínum huga er þetta fólk allavega stjörnur. --- --- --- Það hefur reynst hið mesta klúður að koma áramótaþættinum á netið. Ég get ekki einu sinni lofað að það takist úr þessu - en við sjáum samt til.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun