Nánast öll þjóðin á móti 6. janúar 2005 00:01 Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki koma á óvart að nánast öll þjóðin sé á móti því að Íslendingar séu á lista hinna staðföstu þjóða samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir listann ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér. Könnunin er birt í þjóðarpúlsi Gallups en hún var gerð í lok nýliðins árs. Úrtakið var rúmlega tólf hundruð manns og var svarhlutfall 62%. Spurt var: „Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum. 84% þeirra sem svöruðu töldu að Íslendingar ættu ekki að vera á listanum, 14% sögðust vilja að Ísland væri á listanum og 2% töldu það ekki skipta máli. Samkvæmt könnuninni voru þrír af hverjum fjórum körlum andvígir stuðningi Íslands við innrásina í Írak og 93% kvenna voru sömu skoðunar. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir lista hinna staðföstu þjóða ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér, nema kannski siðferðilega hvað varðar stuðning við uppbygginguna í Írak. Hún segir stríð alltaf neyðarbrauð og telur að fréttaflutningur af ástandinu í Írak hafi þarna einhver áhrif, sem og ábyrgðarlaus málflutningu stjórnarandstöðunnar sem Sólveig segir hafa verið með ólíkindum í vetur. Spurð hvort ekki megi túlka niðurstöðuna sem svo að íslenska þjóðin hafi eindregið verið á móti því að vera á listanum segir Sólveig að ákvörðunin um að vera á listanum hafi verið tekin með hliðsjón af ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og því í samræmi við utanríkisstefnu Íslans að standa með sínum bandamönnum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í utanríkismálanefnd þingsins, segir niðurstöðu könnunarinnar ekki koma á óvart. Hann segir þetta fullkomlega í samræmi við þá tilfinningu sem hann hafi haft varðandi afstöðu fólks til þessarar undarlegu ákvörðunar tveggja manna á sínum tíma. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki koma á óvart að nánast öll þjóðin sé á móti því að Íslendingar séu á lista hinna staðföstu þjóða samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir listann ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér. Könnunin er birt í þjóðarpúlsi Gallups en hún var gerð í lok nýliðins árs. Úrtakið var rúmlega tólf hundruð manns og var svarhlutfall 62%. Spurt var: „Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum. 84% þeirra sem svöruðu töldu að Íslendingar ættu ekki að vera á listanum, 14% sögðust vilja að Ísland væri á listanum og 2% töldu það ekki skipta máli. Samkvæmt könnuninni voru þrír af hverjum fjórum körlum andvígir stuðningi Íslands við innrásina í Írak og 93% kvenna voru sömu skoðunar. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir lista hinna staðföstu þjóða ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér, nema kannski siðferðilega hvað varðar stuðning við uppbygginguna í Írak. Hún segir stríð alltaf neyðarbrauð og telur að fréttaflutningur af ástandinu í Írak hafi þarna einhver áhrif, sem og ábyrgðarlaus málflutningu stjórnarandstöðunnar sem Sólveig segir hafa verið með ólíkindum í vetur. Spurð hvort ekki megi túlka niðurstöðuna sem svo að íslenska þjóðin hafi eindregið verið á móti því að vera á listanum segir Sólveig að ákvörðunin um að vera á listanum hafi verið tekin með hliðsjón af ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og því í samræmi við utanríkisstefnu Íslans að standa með sínum bandamönnum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í utanríkismálanefnd þingsins, segir niðurstöðu könnunarinnar ekki koma á óvart. Hann segir þetta fullkomlega í samræmi við þá tilfinningu sem hann hafi haft varðandi afstöðu fólks til þessarar undarlegu ákvörðunar tveggja manna á sínum tíma.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira