Söfnuður stýri ekki Framsókn 9. janúar 2005 00:01 Það þurfa nýir frambjóðendur að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum ef árangur á að nást að mati Gests Gestssonar, formanns Framsóknarfélags Reykjavíkur-norður. Hann segir persónulega hagsmuni Alfreðs Þorsteinssonar innan Orkuveitu Reykjavíkur tekna fram yfir hagsmuni borgarbúa og Framsóknarflokksins í Reykjavík. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna innan Reykjavíkurlistans, segir eðlilegt að einstaklingar í flokkum geti haft sínar skoðanir. Hann sé hins vegar ósammála Gesti. "Ég efast um að hann tali fyrir hönd almennra framsóknarmanna í Reykjavík því ég hef ekki orðið var við að hann haldi fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur-norður. Annars skilst mér að Gestur sé einhver angi af Hvítasunnusöfnuðinum og það eru hreinar línur að söfnuðurinn stjórnar ekki Framsóknarflokknum í Reykjavík." Gestur Gestsson segir ummæli Alfreðs séu sérlega ósmekkleg. Það lýsi vel fátækri málefnastöðu Alfreðs að aðalatriðið í málflutningi hans sé í hvaða trúfélagi menn séu. "Það er víst trúfrelsi á Íslandi," segir Gestur. Hann segir það ekki rétt hjá Alfreð að fundir séu ekki haldnir hjá félaginu því síðasti félagsfundur hafi farið fram í október en á hann hafi Alfreð hins vegar ekki mætt. "Borgarfulltrúar flokksins njóta ekki trúverðugleika borgarbúa og fylgi við þá talar sínu máli," segir Gestur. "Það fer alltaf neðar og neðar og það segir mér að það sé ekki rétt fólk við stjórnvölinn. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn er nánast ekki til í huga borgarbúa." Framsóknarflokkurinn í borgarstjórn mældist með tæplega fimm prósenta fylgi í í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var fyrir sjálfstæðismenn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Það þurfa nýir frambjóðendur að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum ef árangur á að nást að mati Gests Gestssonar, formanns Framsóknarfélags Reykjavíkur-norður. Hann segir persónulega hagsmuni Alfreðs Þorsteinssonar innan Orkuveitu Reykjavíkur tekna fram yfir hagsmuni borgarbúa og Framsóknarflokksins í Reykjavík. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna innan Reykjavíkurlistans, segir eðlilegt að einstaklingar í flokkum geti haft sínar skoðanir. Hann sé hins vegar ósammála Gesti. "Ég efast um að hann tali fyrir hönd almennra framsóknarmanna í Reykjavík því ég hef ekki orðið var við að hann haldi fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur-norður. Annars skilst mér að Gestur sé einhver angi af Hvítasunnusöfnuðinum og það eru hreinar línur að söfnuðurinn stjórnar ekki Framsóknarflokknum í Reykjavík." Gestur Gestsson segir ummæli Alfreðs séu sérlega ósmekkleg. Það lýsi vel fátækri málefnastöðu Alfreðs að aðalatriðið í málflutningi hans sé í hvaða trúfélagi menn séu. "Það er víst trúfrelsi á Íslandi," segir Gestur. Hann segir það ekki rétt hjá Alfreð að fundir séu ekki haldnir hjá félaginu því síðasti félagsfundur hafi farið fram í október en á hann hafi Alfreð hins vegar ekki mætt. "Borgarfulltrúar flokksins njóta ekki trúverðugleika borgarbúa og fylgi við þá talar sínu máli," segir Gestur. "Það fer alltaf neðar og neðar og það segir mér að það sé ekki rétt fólk við stjórnvölinn. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn er nánast ekki til í huga borgarbúa." Framsóknarflokkurinn í borgarstjórn mældist með tæplega fimm prósenta fylgi í í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var fyrir sjálfstæðismenn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira