Má fólk ekki bara hlæja? 14. janúar 2005 00:01 Eitt er það mál sem skekið hefur "listaheiminn" öðrum fremur þetta misserið, Það er Sigmundsmálið svokallaða, þar sem forsætisráðherra landsins tók ákvörðun um að festa kaup á skopmyndasafni Sigmunds sem teiknað hefur fyrir Morgunblaðið í áratugi. Ekki batnaði ergelsi manna við þær fréttir að í fyllingu tímans yrði reist hús yfir safnið í Vestmannaeyjum. Mörgum finnst þetta svo vond hugmynd að þeir halda vart líkamsvessum. Mér finnst hún góð. Menn tína til ýmsar ástæður fyrir vondleika hugmyndarinnar. Sumir vilja meina að þetta sé pólitísk ákvörðun. Sem ég vona að þetta sé, því þetta er góð pólitísk ákvörðun - aldrei slíku vant. Ef pólitíkusar gerðu ekki verri hluti af sér en að kaupa heildarhöfundarverk myndlistarmanna og reisa þeim söfn byggjum við í paradís. Enn aðrir vilja meina að Sigmund sé ekki þess virði, hann hafi ekki nógu listrænan stíl, efnið er ekki flokkað sem góðviljuð kímni sem borin er upp af háttvísi og siðfágun og svo framvegis, og svo framvegis. Í grein sem nýlega birtist í Morgunblaðinu er Sigmund borinn saman við Hans Bendix og Bo Böyesen og Storm P. í Danmörku og því lýst yfir að hann standist ekki samanburð við þá; ekki heldur við Tryggva Magnússon og Halldór Pétursson sem voru góðir íslenskir teiknarar á sinni tíð. Bíðum nú við... Hvað menn eru þessir Hans og Bo og Storm? Hvað koma þeir okkur við? Eigum við að reisa safn yfir þeirra verk? Og hvað þá ágætu ágætu menn Tryggva og Halldór varðar, þá er eiginlega leitt til þess að vita að forsætisráðherrar þeirra tíðar hafi ekki haft rænu á að byggja safn utan um kúnst þeirra. Það hefði verið gaman fyrir okkur sem nú höfum gagn og gleði af því að skoða alls kyns spegla á sögu okkar og menningu, líka spéspegla. En þótt þessum tveimur mönnum hafi enn ekki verið reist safn og til séu útlendingar sem eru góðir teiknarar, þýðir það ekki að ekki megi byrja einhvers staðar. Og hvers vegna ekki á Sigmund - sem er með aðgengilegt safn NÚNA. Það sparar ómælda vinnu í öflun efnis og heimilda sem til þyrfti þegar safnið er komið út og suður, austur/vestur, norður og niður. Það má vel vera að sigldir menn líti niður á höfundarverk Sigmunds. Engu að síður eru myndir hans spéspegill á sögu þjóðarinnar í áratugi. Það má vel vera að kímni hans sé ekki alltaf góðviljuð - enda er hann oftar en ekki að bregðast við síður en svo góðum atburðum í myndum sínum. Það er ekki eins og við búum í algóðum heimi. Gagnrýni hans hefur oftar en ekki verið beitt - og glöggt er hans Vestmannaeyja-auga. Við sem höfum getað gengið að myndum Sigmunds allan okkar blaðalestursaldur lítum á hann sem okkar teiknara og finnst hann oft skemmtilegur og sniðugur. Ég vona svo sannarlega að safn um myndir Sigmunds rísi í Vestmannaeyjum - og það sem fyrst. Jafnvel þótt hlegið verði enn meira að okkur í útlöndum en þegar er orðið. Það held ég að fólk megi hlæja. Skítt með það. Það er öllum holt að hlæja - líka útlendingum. Í myndum Sigmunds er horft á sögu okkar og arfleifð í öðru ljósi en gengur og gerist - og það megum við alveg varðveita okkur til gleði og skemmtunar. Við berum enga ábyrgð á því að brestir komi í yfirlætislegan fýlusvip einhverra útlendinga sem koma við í Eyjum, þótt ég hafi enga trú á því þar sem ég efast um að þeir þekki allir Hans og Bo og Storm. Margir þeirra skilja hvort eð er ekki Sigmund vegna þess að þeir hafa ekki lifað á Íslandi þá áratugi sem hann hefur teiknað. Safnið verður því helst fyrir okkur Íslendinga. Sigmund teiknaði myndirnar svo við mættum hlæja og við höldum því bara áfram. Honum er örugglega sama. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eitt er það mál sem skekið hefur "listaheiminn" öðrum fremur þetta misserið, Það er Sigmundsmálið svokallaða, þar sem forsætisráðherra landsins tók ákvörðun um að festa kaup á skopmyndasafni Sigmunds sem teiknað hefur fyrir Morgunblaðið í áratugi. Ekki batnaði ergelsi manna við þær fréttir að í fyllingu tímans yrði reist hús yfir safnið í Vestmannaeyjum. Mörgum finnst þetta svo vond hugmynd að þeir halda vart líkamsvessum. Mér finnst hún góð. Menn tína til ýmsar ástæður fyrir vondleika hugmyndarinnar. Sumir vilja meina að þetta sé pólitísk ákvörðun. Sem ég vona að þetta sé, því þetta er góð pólitísk ákvörðun - aldrei slíku vant. Ef pólitíkusar gerðu ekki verri hluti af sér en að kaupa heildarhöfundarverk myndlistarmanna og reisa þeim söfn byggjum við í paradís. Enn aðrir vilja meina að Sigmund sé ekki þess virði, hann hafi ekki nógu listrænan stíl, efnið er ekki flokkað sem góðviljuð kímni sem borin er upp af háttvísi og siðfágun og svo framvegis, og svo framvegis. Í grein sem nýlega birtist í Morgunblaðinu er Sigmund borinn saman við Hans Bendix og Bo Böyesen og Storm P. í Danmörku og því lýst yfir að hann standist ekki samanburð við þá; ekki heldur við Tryggva Magnússon og Halldór Pétursson sem voru góðir íslenskir teiknarar á sinni tíð. Bíðum nú við... Hvað menn eru þessir Hans og Bo og Storm? Hvað koma þeir okkur við? Eigum við að reisa safn yfir þeirra verk? Og hvað þá ágætu ágætu menn Tryggva og Halldór varðar, þá er eiginlega leitt til þess að vita að forsætisráðherrar þeirra tíðar hafi ekki haft rænu á að byggja safn utan um kúnst þeirra. Það hefði verið gaman fyrir okkur sem nú höfum gagn og gleði af því að skoða alls kyns spegla á sögu okkar og menningu, líka spéspegla. En þótt þessum tveimur mönnum hafi enn ekki verið reist safn og til séu útlendingar sem eru góðir teiknarar, þýðir það ekki að ekki megi byrja einhvers staðar. Og hvers vegna ekki á Sigmund - sem er með aðgengilegt safn NÚNA. Það sparar ómælda vinnu í öflun efnis og heimilda sem til þyrfti þegar safnið er komið út og suður, austur/vestur, norður og niður. Það má vel vera að sigldir menn líti niður á höfundarverk Sigmunds. Engu að síður eru myndir hans spéspegill á sögu þjóðarinnar í áratugi. Það má vel vera að kímni hans sé ekki alltaf góðviljuð - enda er hann oftar en ekki að bregðast við síður en svo góðum atburðum í myndum sínum. Það er ekki eins og við búum í algóðum heimi. Gagnrýni hans hefur oftar en ekki verið beitt - og glöggt er hans Vestmannaeyja-auga. Við sem höfum getað gengið að myndum Sigmunds allan okkar blaðalestursaldur lítum á hann sem okkar teiknara og finnst hann oft skemmtilegur og sniðugur. Ég vona svo sannarlega að safn um myndir Sigmunds rísi í Vestmannaeyjum - og það sem fyrst. Jafnvel þótt hlegið verði enn meira að okkur í útlöndum en þegar er orðið. Það held ég að fólk megi hlæja. Skítt með það. Það er öllum holt að hlæja - líka útlendingum. Í myndum Sigmunds er horft á sögu okkar og arfleifð í öðru ljósi en gengur og gerist - og það megum við alveg varðveita okkur til gleði og skemmtunar. Við berum enga ábyrgð á því að brestir komi í yfirlætislegan fýlusvip einhverra útlendinga sem koma við í Eyjum, þótt ég hafi enga trú á því þar sem ég efast um að þeir þekki allir Hans og Bo og Storm. Margir þeirra skilja hvort eð er ekki Sigmund vegna þess að þeir hafa ekki lifað á Íslandi þá áratugi sem hann hefur teiknað. Safnið verður því helst fyrir okkur Íslendinga. Sigmund teiknaði myndirnar svo við mættum hlæja og við höldum því bara áfram. Honum er örugglega sama. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun