Guðni segir slag óheppilegan 15. janúar 2005 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki þurfa á átökum að halda á flokksþingi sem haldið verður í lok næsta mánaðar. "Margir eru að gæla við þá hugsun að það komi mótframboð. Oft er það þannig þegar flokkar eiga á brattann að sækja að þá sé best að skipta um varaformann! Ég á nú ekki von á mótframboði og þótt það kæmi hræðist ég það ekki. Ég hef búið við þá gæfu síðustu árin - af því ég tek mark á Gallupkönnunum - að staða mín er mjög sterk meðal framsóknarmanna í landinu. Ánægja með mín störf hefur verið frá 83 prósentum og upp í 94 prósent," segir Guðni. "Ég vil halda áfram að vera stýrimaður um borð á miklu aflaskipi Framsóknarflokksins og dreg mig ekki í hlé á meðan flokksmenn treysta mér. Átök við mig á þessu stigi væru mjög óheppileg, eins og staðan er núna. Við þurfum miklu frekar að standa saman á þessu þingi þar sem við ræðum málefni og mótum framtíð næstu ára, frekar en takast á við hvern annan innbyrðis." Guðni neitar því þó ekki að oft sé talað um einn af vélstjórunum í flokknum, Árna Magnússon félagsmálaráðherra, sem erfðaprins flokksins. "Það er allt annað mál. Við eigum ungt og efnilegt fólk í Framsóknarflokknum, þar á meðal vin minn Árna Magnússon, sem ég hef mikla trú á og bind miklar vonir við sem stjórnmálamann. Ég er ekkert að hugsa lengra en varaformanninum ber um þessar mundir og líður vel í því embætti, svo og í pólitík. Ég get vel hugsað mér að verða formaður flokksins ef svo ber undir, en bind ekki mína drauma við það. Árni Magnússon hefur gott af því að öðlast þroska eins og aðrir og lenda í stórsjó með reyndum mönnum áður en lengra er haldið. Það kann vel að vera að hann sé erfðaprins, en allir flokkar þurfa að eiga sér erfðaprinsa eða -prinsessur. Framsóknarflokkurinn býr vel hvað það varðar." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki þurfa á átökum að halda á flokksþingi sem haldið verður í lok næsta mánaðar. "Margir eru að gæla við þá hugsun að það komi mótframboð. Oft er það þannig þegar flokkar eiga á brattann að sækja að þá sé best að skipta um varaformann! Ég á nú ekki von á mótframboði og þótt það kæmi hræðist ég það ekki. Ég hef búið við þá gæfu síðustu árin - af því ég tek mark á Gallupkönnunum - að staða mín er mjög sterk meðal framsóknarmanna í landinu. Ánægja með mín störf hefur verið frá 83 prósentum og upp í 94 prósent," segir Guðni. "Ég vil halda áfram að vera stýrimaður um borð á miklu aflaskipi Framsóknarflokksins og dreg mig ekki í hlé á meðan flokksmenn treysta mér. Átök við mig á þessu stigi væru mjög óheppileg, eins og staðan er núna. Við þurfum miklu frekar að standa saman á þessu þingi þar sem við ræðum málefni og mótum framtíð næstu ára, frekar en takast á við hvern annan innbyrðis." Guðni neitar því þó ekki að oft sé talað um einn af vélstjórunum í flokknum, Árna Magnússon félagsmálaráðherra, sem erfðaprins flokksins. "Það er allt annað mál. Við eigum ungt og efnilegt fólk í Framsóknarflokknum, þar á meðal vin minn Árna Magnússon, sem ég hef mikla trú á og bind miklar vonir við sem stjórnmálamann. Ég er ekkert að hugsa lengra en varaformanninum ber um þessar mundir og líður vel í því embætti, svo og í pólitík. Ég get vel hugsað mér að verða formaður flokksins ef svo ber undir, en bind ekki mína drauma við það. Árni Magnússon hefur gott af því að öðlast þroska eins og aðrir og lenda í stórsjó með reyndum mönnum áður en lengra er haldið. Það kann vel að vera að hann sé erfðaprins, en allir flokkar þurfa að eiga sér erfðaprinsa eða -prinsessur. Framsóknarflokkurinn býr vel hvað það varðar."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira