Áfram í Hvíta húsinu? Guðmundur Magnússon skrifar 16. janúar 2005 00:01 George W. Bush sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í annað sinn á fimmtudaginn. Þeir eru ekki margir sem staðið hafa í hans sporum að þessu leyti. Og ekki geta margir státað af því að eiga föður sem líka var forseti. En það eru takmörk fyrir öllu. Bandaríska stjórnarskráin bannar mönnum að gegna forsetaembætti lengur en tvö kjörtímabil. Þess vegna er ljóst að Bush á aðeins fjögur ár eftir í Hvíta húsinu. Algengt er að fyrrverandi varaforsetar nái kjöri sem forsetar. Það stafar meðal annars af því hve þekktir þeir verða í embætti. Nöfn og heiti skipta ekki minna máli í stjórnmálum en í vöruheimi viðskiptalífsins. Það ákveður enginn upp úr þurru að fara í forsetaframboð þar vestra. Frambjóðendur þurfa að hafa látið að sér kveða um árabil - og hafa aðgang að miklum fjármunum - ef þeir vilja eiga nokkra möguleika. Varaforsetinn Bush er Dick Cheney. Hann er ekkert unglamb og hefur að auki fengið hjartaáfall fjórum sínum á stuttum tíma. Ekki hvarflar að nokkrum manni að hann muni verða valinn næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins né að hann muni sækjast eftir því.Demókratar eru þegar farnir að velta því fyrir sér hvern þeir eigi að bjóða fram eftir fjögur ár. Við fjölluðum um það á Vísi í nóvember í fyrra eins og hér má lesa. Sumum finnst slíkar vangaveltur ótímabærar þegar nýtt fjögurra ára kjörtímabil forseta er rétt að hefjast. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svona nokkuð þarfnast langs undirbúnings. Og satt að segja eru repúblikanar líka að velta þessum málum fyrir sér. Þeir geta vel hugsað sér að halda völdum í Hvíta húsinu í tólf ár samfleytt, helst lengur! En hvert beina þeir sjónum sínum? Meðal þeirra manna sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur flokksins árið 2008 eru hinn vinsæli borgarstjóri í New York, Rudy Giuliani, en vikuritið Economist, sem fjallar um þessi mál í nýjasta tölublaði, segir að einnig hafi heyrst nöfn manna eins og George Pataki, Mitt Romney, Rick Santorum og Bill Owens. Ólíklegt er að margir lesendur hafa heyrt þau nöfn. En svo er eitt nafn enn segir Economist og telur að þar geti leynst sigurvegari næstu forsetakosninga. Þar er um að ræða yngri bróður núverandi forseta, Jeb Bush, ríkisstjóra í Flórída. Kjörtímabil hans lýkur eftir eitt ár. Hann er þjóðkunnur maður, vinsæll á heimaslóðum og hefur að að auki ýmsa eiginleika sem gætu hjálpað honum í baráttu við frambjóðendur demókrata. Til að mynda er eiginkona hans fædd í Mexíkó og börn þeirra þrjú eru frekar dökk á hörund. Þá hefur hann snúist til rómversk-kaþólskrar trúar. Hann þykir meiri hugsuður en stóri bróðir og hefur orðið vel ágengt í embætti að hrinda í framkvæmd ýmsum stefnumálum sem repúblikönum eru hjartfólgin. Ekki eru allir í fjölskyldunni þeirrar skoðunar að Jeb eigi að taka slaginn. Móðir hans, Barbara, hefur sagt að nóg sé komið - í bili að minnsta kosti. Kannski merkir það að Jeb ætti að reyna fyrir sér árið 2012. Nema gamla konan sé eins og ýmsir fleiri með hugann við sonarson sinn, George P. Bush, sem er sonur ríkisstjórans. Margir telja sig sjá í honum nýtt leiðtogaefni. Einu sinni var Kennedy það nafn sem mestur ljómi lék um í bandarískum stjórnmálum og þjóðlífi. Kennedy-bræður áttu glæsilegan en einnig harmsögulegan feril. Bush-fjölskyldan hefur átt meira láni að fagna. Kannski á hún eftir að fara í sögubækurnar sem sigursælasta fjölskyldan í bandarískri stjórnmálasögu síðari alda.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
George W. Bush sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í annað sinn á fimmtudaginn. Þeir eru ekki margir sem staðið hafa í hans sporum að þessu leyti. Og ekki geta margir státað af því að eiga föður sem líka var forseti. En það eru takmörk fyrir öllu. Bandaríska stjórnarskráin bannar mönnum að gegna forsetaembætti lengur en tvö kjörtímabil. Þess vegna er ljóst að Bush á aðeins fjögur ár eftir í Hvíta húsinu. Algengt er að fyrrverandi varaforsetar nái kjöri sem forsetar. Það stafar meðal annars af því hve þekktir þeir verða í embætti. Nöfn og heiti skipta ekki minna máli í stjórnmálum en í vöruheimi viðskiptalífsins. Það ákveður enginn upp úr þurru að fara í forsetaframboð þar vestra. Frambjóðendur þurfa að hafa látið að sér kveða um árabil - og hafa aðgang að miklum fjármunum - ef þeir vilja eiga nokkra möguleika. Varaforsetinn Bush er Dick Cheney. Hann er ekkert unglamb og hefur að auki fengið hjartaáfall fjórum sínum á stuttum tíma. Ekki hvarflar að nokkrum manni að hann muni verða valinn næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins né að hann muni sækjast eftir því.Demókratar eru þegar farnir að velta því fyrir sér hvern þeir eigi að bjóða fram eftir fjögur ár. Við fjölluðum um það á Vísi í nóvember í fyrra eins og hér má lesa. Sumum finnst slíkar vangaveltur ótímabærar þegar nýtt fjögurra ára kjörtímabil forseta er rétt að hefjast. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svona nokkuð þarfnast langs undirbúnings. Og satt að segja eru repúblikanar líka að velta þessum málum fyrir sér. Þeir geta vel hugsað sér að halda völdum í Hvíta húsinu í tólf ár samfleytt, helst lengur! En hvert beina þeir sjónum sínum? Meðal þeirra manna sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur flokksins árið 2008 eru hinn vinsæli borgarstjóri í New York, Rudy Giuliani, en vikuritið Economist, sem fjallar um þessi mál í nýjasta tölublaði, segir að einnig hafi heyrst nöfn manna eins og George Pataki, Mitt Romney, Rick Santorum og Bill Owens. Ólíklegt er að margir lesendur hafa heyrt þau nöfn. En svo er eitt nafn enn segir Economist og telur að þar geti leynst sigurvegari næstu forsetakosninga. Þar er um að ræða yngri bróður núverandi forseta, Jeb Bush, ríkisstjóra í Flórída. Kjörtímabil hans lýkur eftir eitt ár. Hann er þjóðkunnur maður, vinsæll á heimaslóðum og hefur að að auki ýmsa eiginleika sem gætu hjálpað honum í baráttu við frambjóðendur demókrata. Til að mynda er eiginkona hans fædd í Mexíkó og börn þeirra þrjú eru frekar dökk á hörund. Þá hefur hann snúist til rómversk-kaþólskrar trúar. Hann þykir meiri hugsuður en stóri bróðir og hefur orðið vel ágengt í embætti að hrinda í framkvæmd ýmsum stefnumálum sem repúblikönum eru hjartfólgin. Ekki eru allir í fjölskyldunni þeirrar skoðunar að Jeb eigi að taka slaginn. Móðir hans, Barbara, hefur sagt að nóg sé komið - í bili að minnsta kosti. Kannski merkir það að Jeb ætti að reyna fyrir sér árið 2012. Nema gamla konan sé eins og ýmsir fleiri með hugann við sonarson sinn, George P. Bush, sem er sonur ríkisstjórans. Margir telja sig sjá í honum nýtt leiðtogaefni. Einu sinni var Kennedy það nafn sem mestur ljómi lék um í bandarískum stjórnmálum og þjóðlífi. Kennedy-bræður áttu glæsilegan en einnig harmsögulegan feril. Bush-fjölskyldan hefur átt meira láni að fagna. Kannski á hún eftir að fara í sögubækurnar sem sigursælasta fjölskyldan í bandarískri stjórnmálasögu síðari alda.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun