Fleira í boði en Hvannadalshnúkur 19. janúar 2005 00:01 "Algengasta ferðin sem ég fer með hópa eru stuttar göngur um skriðjökulinn með smá ísklifri," segir Einar Rúnar Sigurðsson fjallaleiðsögumaður í Skaftafelli. Einar Rúnar býður upp á allskyns ferðir um jöklana sem hann segir ægi fagra á þessum tíma. "Í dag eru þeir fallega bláir og því mjög sleipir. Á sumrin eru þeir hins vegar hvítir og skítugir en afar fallegir líka en svo verða þeir grænleitir þegar líður á haustið," segir Einar Rúnar. Ferðin um skriðjökulinn er farin á broddum en samkvæmt Einari geta nánast allir farið í þessa ferð. "Svo lengi sem fólk er ekki í hjólastól eða með mjög lítil börn. Við erum með skó og brodda á alla nema handa smábörnum. Á þessum tíma getur jökullinn verið alveg ofboðslega sleipur þannig að ég tek ekki nema tvo með mér í hverja ferð, miðað við 20 á sumrin. Við setjum náttúrulega öryggið í fyrsta sæti og ef einhver dettur eins og jökulllinn er núna rennur hann eins og á rennibraut niður í næstu sprungu." Einar og eiginkona hans, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir, bjóða einnig upp ýmsa aðra þjónustu við ferðamenn á veturna en samkvæmt Einari eru Íslendingar alltaf að verða duglegri að notfæra sér aðstöðuna. "Útlendingar eru stór hluti viðskiptamanna okkar en Íslendingar eru farnir að líta á fleiri staði en hinn nauðsynlega Hvannadalshnjúk sem allir þurfa að komast upp á. Það er til svo margt annað og skemmtilegt í boði og nú loksins er fólk farið að spá í þessu sem afþreyingu." Lestu ítarlegra viðtal í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Ferðalög Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Algengasta ferðin sem ég fer með hópa eru stuttar göngur um skriðjökulinn með smá ísklifri," segir Einar Rúnar Sigurðsson fjallaleiðsögumaður í Skaftafelli. Einar Rúnar býður upp á allskyns ferðir um jöklana sem hann segir ægi fagra á þessum tíma. "Í dag eru þeir fallega bláir og því mjög sleipir. Á sumrin eru þeir hins vegar hvítir og skítugir en afar fallegir líka en svo verða þeir grænleitir þegar líður á haustið," segir Einar Rúnar. Ferðin um skriðjökulinn er farin á broddum en samkvæmt Einari geta nánast allir farið í þessa ferð. "Svo lengi sem fólk er ekki í hjólastól eða með mjög lítil börn. Við erum með skó og brodda á alla nema handa smábörnum. Á þessum tíma getur jökullinn verið alveg ofboðslega sleipur þannig að ég tek ekki nema tvo með mér í hverja ferð, miðað við 20 á sumrin. Við setjum náttúrulega öryggið í fyrsta sæti og ef einhver dettur eins og jökulllinn er núna rennur hann eins og á rennibraut niður í næstu sprungu." Einar og eiginkona hans, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir, bjóða einnig upp ýmsa aðra þjónustu við ferðamenn á veturna en samkvæmt Einari eru Íslendingar alltaf að verða duglegri að notfæra sér aðstöðuna. "Útlendingar eru stór hluti viðskiptamanna okkar en Íslendingar eru farnir að líta á fleiri staði en hinn nauðsynlega Hvannadalshnjúk sem allir þurfa að komast upp á. Það er til svo margt annað og skemmtilegt í boði og nú loksins er fólk farið að spá í þessu sem afþreyingu." Lestu ítarlegra viðtal í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Ferðalög Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira