Fleira í boði en Hvannadalshnúkur 19. janúar 2005 00:01 "Algengasta ferðin sem ég fer með hópa eru stuttar göngur um skriðjökulinn með smá ísklifri," segir Einar Rúnar Sigurðsson fjallaleiðsögumaður í Skaftafelli. Einar Rúnar býður upp á allskyns ferðir um jöklana sem hann segir ægi fagra á þessum tíma. "Í dag eru þeir fallega bláir og því mjög sleipir. Á sumrin eru þeir hins vegar hvítir og skítugir en afar fallegir líka en svo verða þeir grænleitir þegar líður á haustið," segir Einar Rúnar. Ferðin um skriðjökulinn er farin á broddum en samkvæmt Einari geta nánast allir farið í þessa ferð. "Svo lengi sem fólk er ekki í hjólastól eða með mjög lítil börn. Við erum með skó og brodda á alla nema handa smábörnum. Á þessum tíma getur jökullinn verið alveg ofboðslega sleipur þannig að ég tek ekki nema tvo með mér í hverja ferð, miðað við 20 á sumrin. Við setjum náttúrulega öryggið í fyrsta sæti og ef einhver dettur eins og jökulllinn er núna rennur hann eins og á rennibraut niður í næstu sprungu." Einar og eiginkona hans, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir, bjóða einnig upp ýmsa aðra þjónustu við ferðamenn á veturna en samkvæmt Einari eru Íslendingar alltaf að verða duglegri að notfæra sér aðstöðuna. "Útlendingar eru stór hluti viðskiptamanna okkar en Íslendingar eru farnir að líta á fleiri staði en hinn nauðsynlega Hvannadalshnjúk sem allir þurfa að komast upp á. Það er til svo margt annað og skemmtilegt í boði og nú loksins er fólk farið að spá í þessu sem afþreyingu." Lestu ítarlegra viðtal í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Ferðalög Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Algengasta ferðin sem ég fer með hópa eru stuttar göngur um skriðjökulinn með smá ísklifri," segir Einar Rúnar Sigurðsson fjallaleiðsögumaður í Skaftafelli. Einar Rúnar býður upp á allskyns ferðir um jöklana sem hann segir ægi fagra á þessum tíma. "Í dag eru þeir fallega bláir og því mjög sleipir. Á sumrin eru þeir hins vegar hvítir og skítugir en afar fallegir líka en svo verða þeir grænleitir þegar líður á haustið," segir Einar Rúnar. Ferðin um skriðjökulinn er farin á broddum en samkvæmt Einari geta nánast allir farið í þessa ferð. "Svo lengi sem fólk er ekki í hjólastól eða með mjög lítil börn. Við erum með skó og brodda á alla nema handa smábörnum. Á þessum tíma getur jökullinn verið alveg ofboðslega sleipur þannig að ég tek ekki nema tvo með mér í hverja ferð, miðað við 20 á sumrin. Við setjum náttúrulega öryggið í fyrsta sæti og ef einhver dettur eins og jökulllinn er núna rennur hann eins og á rennibraut niður í næstu sprungu." Einar og eiginkona hans, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir, bjóða einnig upp ýmsa aðra þjónustu við ferðamenn á veturna en samkvæmt Einari eru Íslendingar alltaf að verða duglegri að notfæra sér aðstöðuna. "Útlendingar eru stór hluti viðskiptamanna okkar en Íslendingar eru farnir að líta á fleiri staði en hinn nauðsynlega Hvannadalshnjúk sem allir þurfa að komast upp á. Það er til svo margt annað og skemmtilegt í boði og nú loksins er fólk farið að spá í þessu sem afþreyingu." Lestu ítarlegra viðtal í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Ferðalög Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira