Erlent

Bush kvikar hvergi

Helgasta skylda mín er að verja Bandaríkin sagði George Bush þegar hann sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna nú síðdegis. Hann sagðist hvergi mundu kvika við þau skyldustörf. Gríðarlegar öryggisráðstafanir voru gerðar í Washington þegar Bush sór eið sinn sem forseti. Mikill mannfjöldi safnaðist einnig saman framan við þinghúsið þar sem embættistakan fór fram. Forsetinn kom víða við í ræðu sem hann flutti eftir embættistökuna en lagði sérstaklega áherslu á öryggi Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Hann sagði aðeins eitt afl í sögunni geta brotið á bak aftur vald haturs og reiði, flett ofan af sýndarmennsku harðstjóra og uppfyllt vonir hinna góðu og umburðarlyndu. Það væri afl mannlegs frelsis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×