Lítið forrit lækkar símreikninginn 23. janúar 2005 00:01 Eitt lítið tölvuforrit getur lækkað símreikning fólks um þúsundir króna á mánuði. Tugir milljóna manna nota þetta forrit nú þegar og þeim fer fjölgandi með degi hverjum. Tölvusérfræðingur segir að þetta kollvarpi símamarkaðnum. Hvaða tölvunotandi sem er getur hlaðið tölvuforritinu Skype inn á tölvuna sína á örfáum mínútum. Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri spurl.net, segir að forritið geri fólk kleift að hringja úr tölvu í annað fólk sem einnig sé með Skype eða jafnvel í síma í hinu almenna símkerfi, hvort sem er farsíma eða heimilissíma. Það eina sem viðkomandi þarf að eiga er tölva og heyrnartól með hljóðnema og þá er hægt að spara stórfé. Hjálmar segir að þetta hafi það í för með sér að fólk geti fengið mjög ódýr eða jafnvel ókeypis símtöl. Ef það hringi í notanda sem sé með Skype-forritið í tölvunni hjá sér sé símtalið ókeypis, óháð því hvar það sé statt í heiminum. Ef hringt sé í einhvern í hinu almenna símkerfi, sérstaklega í landlínusíma, sé verðið fyrir símtal miklu lægra en í hinu almenna kerfi. Sparnaðurinn getur hlaupið á þúsundum króna, sérstaklega ef fólk tali mikið við vini og vandamenn í útlöndum. Hjálmar segir að símtöl til flestra landa Evrópu, Bandaríkjanna og Ástralíu, þeirra landa sem Íslendingar eigi mest samskipti við, kosti um eina og hálfa til tvær krónur mínútan en í almenna símkerfinu kosti mínútan á milli 10 og 15 krónur. Nú þegar nota nálægt 40 milljónir manna þetta kerfi og þeim fjölgar hratt með degi hverjum. Hjálmar spáir því að þetta muni kollvarpa símamarkaðnum því það séu ekki bara tölvunördar sem noti þetta heldur geti og muni almenningur notað þetta í auknum mæli í náinni framtíð. Hér á landi sé fólk sem eigi ættingja erlendis, til dæmis foreldrar sem eigi börn í erlendum skólum, farið að nota Skype. Og þegar þetta sé komið út fyrir þann nördahóp sem tileinki sér allt um leið sé hægt að segja að mikil breyting sé í vændum á símamarkaði. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Eitt lítið tölvuforrit getur lækkað símreikning fólks um þúsundir króna á mánuði. Tugir milljóna manna nota þetta forrit nú þegar og þeim fer fjölgandi með degi hverjum. Tölvusérfræðingur segir að þetta kollvarpi símamarkaðnum. Hvaða tölvunotandi sem er getur hlaðið tölvuforritinu Skype inn á tölvuna sína á örfáum mínútum. Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri spurl.net, segir að forritið geri fólk kleift að hringja úr tölvu í annað fólk sem einnig sé með Skype eða jafnvel í síma í hinu almenna símkerfi, hvort sem er farsíma eða heimilissíma. Það eina sem viðkomandi þarf að eiga er tölva og heyrnartól með hljóðnema og þá er hægt að spara stórfé. Hjálmar segir að þetta hafi það í för með sér að fólk geti fengið mjög ódýr eða jafnvel ókeypis símtöl. Ef það hringi í notanda sem sé með Skype-forritið í tölvunni hjá sér sé símtalið ókeypis, óháð því hvar það sé statt í heiminum. Ef hringt sé í einhvern í hinu almenna símkerfi, sérstaklega í landlínusíma, sé verðið fyrir símtal miklu lægra en í hinu almenna kerfi. Sparnaðurinn getur hlaupið á þúsundum króna, sérstaklega ef fólk tali mikið við vini og vandamenn í útlöndum. Hjálmar segir að símtöl til flestra landa Evrópu, Bandaríkjanna og Ástralíu, þeirra landa sem Íslendingar eigi mest samskipti við, kosti um eina og hálfa til tvær krónur mínútan en í almenna símkerfinu kosti mínútan á milli 10 og 15 krónur. Nú þegar nota nálægt 40 milljónir manna þetta kerfi og þeim fjölgar hratt með degi hverjum. Hjálmar spáir því að þetta muni kollvarpa símamarkaðnum því það séu ekki bara tölvunördar sem noti þetta heldur geti og muni almenningur notað þetta í auknum mæli í náinni framtíð. Hér á landi sé fólk sem eigi ættingja erlendis, til dæmis foreldrar sem eigi börn í erlendum skólum, farið að nota Skype. Og þegar þetta sé komið út fyrir þann nördahóp sem tileinki sér allt um leið sé hægt að segja að mikil breyting sé í vændum á símamarkaði.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira