Mikill hagvöxtur en ekki ofhitnun 25. janúar 2005 00:01 Fjármálaráðuneytið telur ekki að hagkerfið ofhitni þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Alþjóðavæðingin og aukinn sveigjanleiki í hagkerfinu eru helstu ástæður þess að verðbólga fer ekki úr böndunum þrátt fyrir uppsveifluna. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins var kynnt í gær. Í henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,5 prósent í ár og 4,7 prósent á næsta ári. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir hagvöxtinn fyrst og fremst kominn til vegna stóriðjuframkvæmda og aukinnar einkaneyslu. "Það sem útskýrir meiri hagvöxt en við gerðum ráð fyrir er annars vegar að stækkun Norðuráls fór af stað fyrr og er meiri en gert var ráð fyrir og hápunktur framkvæmdanna fyrir austan verður í ár og á næsta ári," segir hann. Hann segir að viðskiptahallinn aukist vegna þessa en að úr honum dragi árið 2007 en þá er einnig gert ráð fyrir minni hagvexti. Þorsteinn segir að nýjustu tölur bendi til að vöxtur í útflutningi sé kröftugri en gert var ráð fyrir og að nýjustu tölur um þáttttatekjur, sem mæla tekjur af eignum og vinnu Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi, séu hagstæðari en ráð var gert fyrir. Þorsteinn segir að margt í hagkerfinu glæði vonir um að kröftugur hagvöxtur valdi ekki ofhitnun og verðbólgu. Hann nefnir breytt fyrirkomulag á gjaldeyrismarkaði frá síðustu uppsveiflu. Nú er gengið ákvarðað á markaði en ekki beint af Seðlabankanum, sem eykur sveigjanleika hagkerfisins til þess að bregðast við misvægi. Þorsteinn nefnir einnig aukna alþjóðavæðingu í þessu samhengi. "Hún leiðir til þess að þegar það er þensla hér heima er auðveldara að ná í vinnuafl og aðföng frá útlöndum og það dempar verðbólguþrýstinginn," segir hann. Ráðuneytið spáir því að verðbólgan í ár verði 3,2 prósent en á næsta ári 3,5 prósent. "Það eru margir með hugann við verðbólguspá Seðlabankans frá í desember en síðan hefur bankinn unnið markvisst að því að úrelda þá spá með hækkun stýrivaxta," segir Þorsteinn. Hann nefnir að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti um tæp þrjú prósentustig á síðasta ári og áfram megi gera ráð fyrir vaxtahækkunum. "Hið opinbera hefur líka verið með virkt aðhald. Það birtist meðal annars í því að vexti samneyslu er haldið við tvö prósent á ári og fjárfestingar ríkissjóðs drógust í fyrra saman um sautján prósent og gert er ráð fyrir að samdrátturinn þar verði fjögur prósent í ár. Þetta skilar sér í því að afkoma ríkissjóðs batnar milli ársins 2003 og 2005 um sem nemur þremur prósentum af landsframleiðslu, sem dregur úr framleiðsluspennu," segir hann. Viðskipti Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Fjármálaráðuneytið telur ekki að hagkerfið ofhitni þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Alþjóðavæðingin og aukinn sveigjanleiki í hagkerfinu eru helstu ástæður þess að verðbólga fer ekki úr böndunum þrátt fyrir uppsveifluna. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins var kynnt í gær. Í henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,5 prósent í ár og 4,7 prósent á næsta ári. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir hagvöxtinn fyrst og fremst kominn til vegna stóriðjuframkvæmda og aukinnar einkaneyslu. "Það sem útskýrir meiri hagvöxt en við gerðum ráð fyrir er annars vegar að stækkun Norðuráls fór af stað fyrr og er meiri en gert var ráð fyrir og hápunktur framkvæmdanna fyrir austan verður í ár og á næsta ári," segir hann. Hann segir að viðskiptahallinn aukist vegna þessa en að úr honum dragi árið 2007 en þá er einnig gert ráð fyrir minni hagvexti. Þorsteinn segir að nýjustu tölur bendi til að vöxtur í útflutningi sé kröftugri en gert var ráð fyrir og að nýjustu tölur um þáttttatekjur, sem mæla tekjur af eignum og vinnu Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi, séu hagstæðari en ráð var gert fyrir. Þorsteinn segir að margt í hagkerfinu glæði vonir um að kröftugur hagvöxtur valdi ekki ofhitnun og verðbólgu. Hann nefnir breytt fyrirkomulag á gjaldeyrismarkaði frá síðustu uppsveiflu. Nú er gengið ákvarðað á markaði en ekki beint af Seðlabankanum, sem eykur sveigjanleika hagkerfisins til þess að bregðast við misvægi. Þorsteinn nefnir einnig aukna alþjóðavæðingu í þessu samhengi. "Hún leiðir til þess að þegar það er þensla hér heima er auðveldara að ná í vinnuafl og aðföng frá útlöndum og það dempar verðbólguþrýstinginn," segir hann. Ráðuneytið spáir því að verðbólgan í ár verði 3,2 prósent en á næsta ári 3,5 prósent. "Það eru margir með hugann við verðbólguspá Seðlabankans frá í desember en síðan hefur bankinn unnið markvisst að því að úrelda þá spá með hækkun stýrivaxta," segir Þorsteinn. Hann nefnir að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti um tæp þrjú prósentustig á síðasta ári og áfram megi gera ráð fyrir vaxtahækkunum. "Hið opinbera hefur líka verið með virkt aðhald. Það birtist meðal annars í því að vexti samneyslu er haldið við tvö prósent á ári og fjárfestingar ríkissjóðs drógust í fyrra saman um sautján prósent og gert er ráð fyrir að samdrátturinn þar verði fjögur prósent í ár. Þetta skilar sér í því að afkoma ríkissjóðs batnar milli ársins 2003 og 2005 um sem nemur þremur prósentum af landsframleiðslu, sem dregur úr framleiðsluspennu," segir hann.
Viðskipti Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira