Risasamningur Flugleiða 26. janúar 2005 00:01 Flugleiðir undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupasamning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 vélar fyrir 40 milljarða króna. Samningurinn markar einnig þau tímamót að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur banki fjármagnar slík kaup. KB banki fjármagnar einn samninginn og hljóðar inngreiðslan upp á ellefu milljarða króna. Samningnum við Boeing fylgir kaupréttur á fimm vélum til viðbótar og yrði heildarkaupverðið því 60 milljarðar verði hann nýttur. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða segir það hversu hratt menn unnu hafi ráðið úrslitum um að Flugleiðir keyptu vélarnar. Verðið er hagstætt að hans mati og viðskiptin þannig til komin að flugfélag afpantaði vélarnar og Flugleiðum ásamt fleirum bauðst að kaupa. "Það hversu fljótt við gátum brugðist við og hversu hratt við og KB banki gátum unnið réði úrslitum." Við kaupin myndast þegar aukin verðmæti í Flugleiðum þar sem verðið er hagstætt og vélarnar eftirsóttar á eftirmarkaði. Þær eru uppseldar fram í tímann og meta stjórnendur Flugleiða að dulin verðmæti vegna samningsins nemi 6,5 milljörðum króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagði samninginn einkar ánægjulegan. "Flugleiðir og KB banki eiga það sameiginlegt að vera alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Samningurinn er skýrt dæmi um hvernig alþjóðavæðing bankans skilar sér í virðisauka leiðandi íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi." Fleiri bitust um bankaviðskiptin, meðal annars erlendir bankar. Valið í lokin stóð á milli Landsbankans og KB banka sem höfðu fram yfir erlenda banka að geta gengið hraðar frá viðskiptunum. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að óhugsandi hefði verið fyrir íslenskan banka að ráða við samning af þessari stærð. Mark Norris, fulltrúi Boeing, sagði Flugleiðir og Boeing-verksmiðjurnar eiga langa og farsæla sögu í viðskiptum og hann teldi kaupin hárrétt tímasett fyrir Flugleiðir og að þau myndu skila félaginu góðum árangri. Samhliða þessu stofna Flugleiðir nýtt dótturfélag sem sinnir flugvélaviðskiptum. Vélarnar verða leigðar áfram og á félagið í samningaviðræðum við flugvélaleigufyrirtækið Sunrock um markaðssetningu vélanna. Hannes Smárason segir mikla eftirspurn eftir þessum vélum. Flugleiðir hafa að undanförnu keypt einir eða í félagi við aðra sextán flugvélar, en til samanburðar eru tólf vélar sem sinna millilandaflugi félagsins. Viðskipti Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Flugleiðir undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupasamning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 vélar fyrir 40 milljarða króna. Samningurinn markar einnig þau tímamót að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur banki fjármagnar slík kaup. KB banki fjármagnar einn samninginn og hljóðar inngreiðslan upp á ellefu milljarða króna. Samningnum við Boeing fylgir kaupréttur á fimm vélum til viðbótar og yrði heildarkaupverðið því 60 milljarðar verði hann nýttur. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða segir það hversu hratt menn unnu hafi ráðið úrslitum um að Flugleiðir keyptu vélarnar. Verðið er hagstætt að hans mati og viðskiptin þannig til komin að flugfélag afpantaði vélarnar og Flugleiðum ásamt fleirum bauðst að kaupa. "Það hversu fljótt við gátum brugðist við og hversu hratt við og KB banki gátum unnið réði úrslitum." Við kaupin myndast þegar aukin verðmæti í Flugleiðum þar sem verðið er hagstætt og vélarnar eftirsóttar á eftirmarkaði. Þær eru uppseldar fram í tímann og meta stjórnendur Flugleiða að dulin verðmæti vegna samningsins nemi 6,5 milljörðum króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagði samninginn einkar ánægjulegan. "Flugleiðir og KB banki eiga það sameiginlegt að vera alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Samningurinn er skýrt dæmi um hvernig alþjóðavæðing bankans skilar sér í virðisauka leiðandi íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi." Fleiri bitust um bankaviðskiptin, meðal annars erlendir bankar. Valið í lokin stóð á milli Landsbankans og KB banka sem höfðu fram yfir erlenda banka að geta gengið hraðar frá viðskiptunum. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að óhugsandi hefði verið fyrir íslenskan banka að ráða við samning af þessari stærð. Mark Norris, fulltrúi Boeing, sagði Flugleiðir og Boeing-verksmiðjurnar eiga langa og farsæla sögu í viðskiptum og hann teldi kaupin hárrétt tímasett fyrir Flugleiðir og að þau myndu skila félaginu góðum árangri. Samhliða þessu stofna Flugleiðir nýtt dótturfélag sem sinnir flugvélaviðskiptum. Vélarnar verða leigðar áfram og á félagið í samningaviðræðum við flugvélaleigufyrirtækið Sunrock um markaðssetningu vélanna. Hannes Smárason segir mikla eftirspurn eftir þessum vélum. Flugleiðir hafa að undanförnu keypt einir eða í félagi við aðra sextán flugvélar, en til samanburðar eru tólf vélar sem sinna millilandaflugi félagsins.
Viðskipti Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira