Dómur áhrif á gerð kjarasamninga 26. janúar 2005 00:01 "Niðurstaða Hæstaréttar í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ markar tímamót varðandi launamun kynjanna," segir Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Guðrúnar. Hæstiréttur staðfesti að starf Guðrúnar, sem deildarstjóra á félagsmálastofnun Akureyrarbæjar, væri jafnverðmætt og starf deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi og því ættu laun þeirra að vera sambærileg. Að sögn Sifjar staðfestir hann dóm Hæstaréttar frá 2000 þar Akureyrarbæ var gert að leiðrétta kynbundinn launamismun hjá kvenkyns jafnréttisfulltrúa bæjarins og karlkyns atvinnumálafulltrúa, en gengur jafnframt skrefi lengra því dómurinn nú varðar störf á gjörólíkum sviðum. Hún bendir á að með dómnum sé einnig gengið lengra en kærunefnd jafnréttismála hefur viljað gera hingað til. Dómurinn grundvallast á starfsmati sem Akureyrarbær lét gera um störf á vegum bæjarins 1995. "Dómurinn gæti hugsanlega haft á kjarasamninga háskólastétta, en í málinu voru stjórnunarstöður sem krefjast háskólamenntunar annars vegar á sviði félagsvísinda og hins vegar tæknifræði, talin jafnverðmæt," segir Sif. "Hins vegar er erfitt fyrir konur að fá samanburð á störfum og því erfitt að ná fram leiðréttingu á kjörum hefðbundinna kvennastétta miðað við hefðbundin karlastörf," bendir Sif á. Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, tekur undir þetta og segir að staðfestur launamunur sé milli kynjanna. "Almennt skortir aðferðafræði við að bera saman ólík störf. Í þessum dómi var aðferðafræðin til staðar og vildi ég óska þess að svo væri víðar svo stórar hefðbundnar kvennastéttir háskólamenntaðs fólks gæti borið kjör sín saman við það sem þær teldu sambærilegt," segir Gísli. "Ég er á því að hækka eigi laun hefðbundinna kvennastétta innan BHM sérstaklega. Þeir sem semja um kjör hafa rétt og skyldu til þess að koma í veg fyrir að kjarasamningar feli í sér kerfisbundinn launamun kynja eins og mig grunar að þeir geri," segir hann. Hann segir það umdeilanlegt hversu mikil áhrif á sjálfstæðan samningsrétt þessi dómur hefur. "Vonandi hefur þó enginn þá stefnu að viðhalda í kjarasamningum kerfisbundnum launamun. Það hvílir frekar á vinnuveitendum að leiðrétta þann launamun sem allir sjá að er til staðar milli hefðbundinna kvenna- og karlastétta," segir Gísli. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
"Niðurstaða Hæstaréttar í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ markar tímamót varðandi launamun kynjanna," segir Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Guðrúnar. Hæstiréttur staðfesti að starf Guðrúnar, sem deildarstjóra á félagsmálastofnun Akureyrarbæjar, væri jafnverðmætt og starf deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi og því ættu laun þeirra að vera sambærileg. Að sögn Sifjar staðfestir hann dóm Hæstaréttar frá 2000 þar Akureyrarbæ var gert að leiðrétta kynbundinn launamismun hjá kvenkyns jafnréttisfulltrúa bæjarins og karlkyns atvinnumálafulltrúa, en gengur jafnframt skrefi lengra því dómurinn nú varðar störf á gjörólíkum sviðum. Hún bendir á að með dómnum sé einnig gengið lengra en kærunefnd jafnréttismála hefur viljað gera hingað til. Dómurinn grundvallast á starfsmati sem Akureyrarbær lét gera um störf á vegum bæjarins 1995. "Dómurinn gæti hugsanlega haft á kjarasamninga háskólastétta, en í málinu voru stjórnunarstöður sem krefjast háskólamenntunar annars vegar á sviði félagsvísinda og hins vegar tæknifræði, talin jafnverðmæt," segir Sif. "Hins vegar er erfitt fyrir konur að fá samanburð á störfum og því erfitt að ná fram leiðréttingu á kjörum hefðbundinna kvennastétta miðað við hefðbundin karlastörf," bendir Sif á. Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, tekur undir þetta og segir að staðfestur launamunur sé milli kynjanna. "Almennt skortir aðferðafræði við að bera saman ólík störf. Í þessum dómi var aðferðafræðin til staðar og vildi ég óska þess að svo væri víðar svo stórar hefðbundnar kvennastéttir háskólamenntaðs fólks gæti borið kjör sín saman við það sem þær teldu sambærilegt," segir Gísli. "Ég er á því að hækka eigi laun hefðbundinna kvennastétta innan BHM sérstaklega. Þeir sem semja um kjör hafa rétt og skyldu til þess að koma í veg fyrir að kjarasamningar feli í sér kerfisbundinn launamun kynja eins og mig grunar að þeir geri," segir hann. Hann segir það umdeilanlegt hversu mikil áhrif á sjálfstæðan samningsrétt þessi dómur hefur. "Vonandi hefur þó enginn þá stefnu að viðhalda í kjarasamningum kerfisbundnum launamun. Það hvílir frekar á vinnuveitendum að leiðrétta þann launamun sem allir sjá að er til staðar milli hefðbundinna kvenna- og karlastétta," segir Gísli.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira