Er málfrelsi á netinu takmarkað? Guðmundur Magnússon skrifar 27. janúar 2005 00:01 Árið sem leið var "ár bloggsins" að mati bandaríska vikuritsins Time. Það stafar af því hve bloggiðkun hefur breiðst hratt út vestanhafs en þó ekki síður hinu hve blogg hefur komið með afdrifaríkum hætti við sögu bandarískra þjóðmála, Íraksstríðsins og forsetkosninganna. Blogg er áfram í sviðsljósinu þar vestra. Nú er spurt hvort til tíðinda dragi á þessu ári hvað varðar tjáningarfrelsi á netinu. Ástæðan er sú að hið öfluga stórfyrirtæki Apple hefur stefnt bloggara fyrir dómstól í Kaliforníu fyrir að birta á netinu staðreyndir sem skaðlegar hafa verið fyrir rekstur fyrirtækisins. Hér kann að vera í uppsiglingu prófmál um það hvað bloggarar mega og hvað þeir mega ekki. Það kann að hafa áhrif utan Bandaríkjanna. Málið snúst um vefsíðuna thinksecret.com sem nítján ára gamall piltur, Nick Clarelli, heldur úti. Hann hefur getið sér orð fyrir að birta framleiðsluleyndarmál Apple tölvufyrirtækisins áður en þau verða opinber. Clarelli, sem byrjaði á netinu fyrir fermingu, hefur margsinnis birt upplýsingar um tölvumál Apple sem af viðskiptaástæðum eiga að fara leynt. Einhver eða einhverjir innan fyrirtækisins koma reglulega boðum til hans með leynd, annað hvort með því að senda honum tölvupóst eða lesa inn á símsvara. Á forsíðu vefsíðunnar eru lesendur hvattir til að taka þátt í slíkum leik með áberandi pósttengli "Got Dirt?" og þar um streyma upplýsingar allan sólarhringinn. Lögfræðingar Apple segja að Clarelli sé markvisst og af ásetningi að misnota iðnaðarleyndarmál fyrirtækisins. Honum sé fullkunnugt um að allir starfsmenn Apple skrifi undir þagnarheit og með upplýsingunum sé einhver að rjúfa þetta heit fyrir hvatningu Clarellis og þannig skaða fyrirtækið. Ákvæði eru í lögum í Kaliforníu sem banna slíka iðju. Lögmenn Clarellis segja á móti að ekkert banni honum að birta gögn sem hann fái á lögmætan hátt. Og bloggið hans segja þeir blaðamennsku og Clarelli blaðamann og það stríði gegn stjórnarskrárbundnum réttindum að knýja hann til að veita upplýsingar um heimildarmenn sína. Málið snýst með öðrum orðum um það hvort allir bloggarar séu blaðamenn og njóti sams konar verndar og þeir. Er blogg fjölmiðill sem njóta á réttinda í samræmi við það? Þá má segja að blaðamannastéttin teljist allfjölmenn. Kannanir benda til þess að 8 milljónir Bandaríkjamanna haldi úti bloggsíðum og þær séu reglulega lesnar af 32 milljónum manna. Lögfræðingar eru ósammála um möguleika Apple á að fá Clarelli dæmdan til að hætta iðju sinni en allir eru sammála um að málið hafi þýðingu fyrir netið og skilgreiningar á þeirri starfsemi sem þar fer fram. Fyrst og fremst sýni málið þó að blogg sé búið að marka sér sess í vitund manna sem sem alvöru iðja samhliða annarri tegund fjölmiðlunar.gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið sem leið var "ár bloggsins" að mati bandaríska vikuritsins Time. Það stafar af því hve bloggiðkun hefur breiðst hratt út vestanhafs en þó ekki síður hinu hve blogg hefur komið með afdrifaríkum hætti við sögu bandarískra þjóðmála, Íraksstríðsins og forsetkosninganna. Blogg er áfram í sviðsljósinu þar vestra. Nú er spurt hvort til tíðinda dragi á þessu ári hvað varðar tjáningarfrelsi á netinu. Ástæðan er sú að hið öfluga stórfyrirtæki Apple hefur stefnt bloggara fyrir dómstól í Kaliforníu fyrir að birta á netinu staðreyndir sem skaðlegar hafa verið fyrir rekstur fyrirtækisins. Hér kann að vera í uppsiglingu prófmál um það hvað bloggarar mega og hvað þeir mega ekki. Það kann að hafa áhrif utan Bandaríkjanna. Málið snúst um vefsíðuna thinksecret.com sem nítján ára gamall piltur, Nick Clarelli, heldur úti. Hann hefur getið sér orð fyrir að birta framleiðsluleyndarmál Apple tölvufyrirtækisins áður en þau verða opinber. Clarelli, sem byrjaði á netinu fyrir fermingu, hefur margsinnis birt upplýsingar um tölvumál Apple sem af viðskiptaástæðum eiga að fara leynt. Einhver eða einhverjir innan fyrirtækisins koma reglulega boðum til hans með leynd, annað hvort með því að senda honum tölvupóst eða lesa inn á símsvara. Á forsíðu vefsíðunnar eru lesendur hvattir til að taka þátt í slíkum leik með áberandi pósttengli "Got Dirt?" og þar um streyma upplýsingar allan sólarhringinn. Lögfræðingar Apple segja að Clarelli sé markvisst og af ásetningi að misnota iðnaðarleyndarmál fyrirtækisins. Honum sé fullkunnugt um að allir starfsmenn Apple skrifi undir þagnarheit og með upplýsingunum sé einhver að rjúfa þetta heit fyrir hvatningu Clarellis og þannig skaða fyrirtækið. Ákvæði eru í lögum í Kaliforníu sem banna slíka iðju. Lögmenn Clarellis segja á móti að ekkert banni honum að birta gögn sem hann fái á lögmætan hátt. Og bloggið hans segja þeir blaðamennsku og Clarelli blaðamann og það stríði gegn stjórnarskrárbundnum réttindum að knýja hann til að veita upplýsingar um heimildarmenn sína. Málið snýst með öðrum orðum um það hvort allir bloggarar séu blaðamenn og njóti sams konar verndar og þeir. Er blogg fjölmiðill sem njóta á réttinda í samræmi við það? Þá má segja að blaðamannastéttin teljist allfjölmenn. Kannanir benda til þess að 8 milljónir Bandaríkjamanna haldi úti bloggsíðum og þær séu reglulega lesnar af 32 milljónum manna. Lögfræðingar eru ósammála um möguleika Apple á að fá Clarelli dæmdan til að hætta iðju sinni en allir eru sammála um að málið hafi þýðingu fyrir netið og skilgreiningar á þeirri starfsemi sem þar fer fram. Fyrst og fremst sýni málið þó að blogg sé búið að marka sér sess í vitund manna sem sem alvöru iðja samhliða annarri tegund fjölmiðlunar.gm@frettabladid.is
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar