Styrkir vegna kennaraverkfallsins

Reykjanesbær hefur samþykkt að veita 250.000 króna styrk úr Manngildissjóði til hvers grunnskóla í bæjarfélaginu vegna áhrifa sem kennaraverkfallið í haust hafði á námsframvindu nemenda samkvæmt vef Víkurfrétta í dag. Beinist styrkurinn einkum að stuðningi í íslensku og stærðfræði fyrir nemendur í 10. bekk. Verkefninu verður stjórnað af skólastjórum og hafa þeir misjafnar útfærslur í huga. Sem dæmi um útfærslu er aðstoð við að mynda námshópa í samvinnu við foreldra.