Lögreglumenn fá ekki skaðabætur 28. janúar 2005 00:01 MYND/Páll Hæstiréttur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu tveggja lögregluþjóna sem slösuðust í íþróttakappleikjum lögreglumanna. Samkvæmt kjarasamningi lögreglumanna töldust þó báðir vera að störfum þegar þeir slösuðust. Annar lögregluþjónanna slasaðist í fótboltaleik í hinni árlegu vaktakeppni Sýslumannsembættisins á Akureyri árið 1999. Hann lenti í samstuði við annan leikmann og við það slitnaði krossband í hné. Hann hlaut 10 prósenta örorku vegna slyssins. Hinn lögregluþjónninn slasaðist árið 2000 á norrænu handboltamóti lögreglumanna í Sandefjord í Noregi. Í ljós kom slit á krossbandi og var maðurinn úrskurðaður 12 prósent öryrki vegna slyssins. Tryggingastofnun ríkisins hafnaði bótakröfu beggja manna, annar vegar þar sem slysið hefði orðið utan vinnutíma og hins vegar vegna þess að Íþróttafélag lögreglumanna væri ekki hefðbundið íþróttafélag. Þeir höfðuðu mál á sínum tíma gegn Tryggingastofnun en töpuðu því. Þeir fengu síðar bætur úr slysatryggingu launþega og frá tryggingafélagi, annar 800 þúsund krónur og hinn milljón, en telja ríkið skaðabótaskylt þar sem þeir eigi samningsbundinn rétt til bóta vegna slysanna. Mennirnir vísa til kjarasamnings fjármálaráðherra og Landssambands lögreglumanna þar sem skýrt komi fram að lögreglumenn skuli teljast að störfum þegar þeir stundi lögregluæfingar, íþróttir og kappleiki á vegum félaga lögreglumanna. Hæstiréttur fellst ekki á þau rök mannanna að ríkið þurfi að greiða þeim bætur samkvæmt almannatryggingalögum, eftir að Tryggingastofnun hafnaði kröfunni. Þá er ennfremur bent á að mennirnir hafi fengið bætur úr slysatryggingu launþega og er ríkið því sýknað af kröfu beggja manna. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu tveggja lögregluþjóna sem slösuðust í íþróttakappleikjum lögreglumanna. Samkvæmt kjarasamningi lögreglumanna töldust þó báðir vera að störfum þegar þeir slösuðust. Annar lögregluþjónanna slasaðist í fótboltaleik í hinni árlegu vaktakeppni Sýslumannsembættisins á Akureyri árið 1999. Hann lenti í samstuði við annan leikmann og við það slitnaði krossband í hné. Hann hlaut 10 prósenta örorku vegna slyssins. Hinn lögregluþjónninn slasaðist árið 2000 á norrænu handboltamóti lögreglumanna í Sandefjord í Noregi. Í ljós kom slit á krossbandi og var maðurinn úrskurðaður 12 prósent öryrki vegna slyssins. Tryggingastofnun ríkisins hafnaði bótakröfu beggja manna, annar vegar þar sem slysið hefði orðið utan vinnutíma og hins vegar vegna þess að Íþróttafélag lögreglumanna væri ekki hefðbundið íþróttafélag. Þeir höfðuðu mál á sínum tíma gegn Tryggingastofnun en töpuðu því. Þeir fengu síðar bætur úr slysatryggingu launþega og frá tryggingafélagi, annar 800 þúsund krónur og hinn milljón, en telja ríkið skaðabótaskylt þar sem þeir eigi samningsbundinn rétt til bóta vegna slysanna. Mennirnir vísa til kjarasamnings fjármálaráðherra og Landssambands lögreglumanna þar sem skýrt komi fram að lögreglumenn skuli teljast að störfum þegar þeir stundi lögregluæfingar, íþróttir og kappleiki á vegum félaga lögreglumanna. Hæstiréttur fellst ekki á þau rök mannanna að ríkið þurfi að greiða þeim bætur samkvæmt almannatryggingalögum, eftir að Tryggingastofnun hafnaði kröfunni. Þá er ennfremur bent á að mennirnir hafi fengið bætur úr slysatryggingu launþega og er ríkið því sýknað af kröfu beggja manna.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira