Hörð valdabarátta innan Framsóknar 28. janúar 2005 00:01 Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í gær. Innanbúðarmenn segja að í stjórnarkjöri kvenfélagsins kristallist hörð valdabarátta innan flokksins. Félagið Freyja í Kópavogi er elsta kvenfélag Framsóknarflokksins og það félag sem stutt hefur hvað ötullegast við Siv Friðleifsdóttur. Siv skrifar um aðalfund Freyju á heimasíðu sinni og segir hann hafa verið afar merkilegan fyrir þær sakir að í upphafi fundar var borin fram tillaga um 43 konur til skráningar í félagið sem Aðalheiður Sigursveinsdóttir, kona Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, hafði komið með á flokksskrifstofuna sama dag og aðalfundur var haldinn. Þá sér Siv ástæðu til að tiltaka sérstaklega að auk Aðalheiðar hafi eiginkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og bróðir Páls mætt á fundinn. Lögmæti fundarins var dregið í efa en þó var kosið í stjórn. Tvær voru felldar úr stjórn, önnur þeirra er Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar. Innan Framsóknarflokksins heyrast þær raddir að það að Aðalheiður, eiginkona Páls og svilkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, komist í stjórn sé einmitt liður í valdatafli sem miði að því að koma þeim bræðrum fram fyrir Siv á næsta flokksþingi. Aðalheiður segir það alls ekki vera rétt og segir að með því að halda því fram sé verið að tala niður til kvenna. Konurnar hafi gengið til liðs við félagið til að styðja Sigurbjörgu Vilmundardóttur til stjórnarsetu. Á fundinum dró Sigurbjörg framboð sitt til baka en þó má ljóst vera að einhver verða eftirmálin. Laganefnd Framsóknarflokksins fær málið inn á sitt borð og mun þá væntanlega kanna lögmæti þeirrar smölunar sem fram fór fyrir aðalfundinn. Aðalheiður segir að svona komi konur inn í stjórnmál, þ.e. þegar þær eru hvattar til að taka þátt, og það sé grátlegt að sjá Siv bregðast við með þessum hætti. Siv vildi ekki ræða aðalfund Freyjunnar við fréttastofuna í dag. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í gær. Innanbúðarmenn segja að í stjórnarkjöri kvenfélagsins kristallist hörð valdabarátta innan flokksins. Félagið Freyja í Kópavogi er elsta kvenfélag Framsóknarflokksins og það félag sem stutt hefur hvað ötullegast við Siv Friðleifsdóttur. Siv skrifar um aðalfund Freyju á heimasíðu sinni og segir hann hafa verið afar merkilegan fyrir þær sakir að í upphafi fundar var borin fram tillaga um 43 konur til skráningar í félagið sem Aðalheiður Sigursveinsdóttir, kona Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, hafði komið með á flokksskrifstofuna sama dag og aðalfundur var haldinn. Þá sér Siv ástæðu til að tiltaka sérstaklega að auk Aðalheiðar hafi eiginkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og bróðir Páls mætt á fundinn. Lögmæti fundarins var dregið í efa en þó var kosið í stjórn. Tvær voru felldar úr stjórn, önnur þeirra er Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar. Innan Framsóknarflokksins heyrast þær raddir að það að Aðalheiður, eiginkona Páls og svilkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, komist í stjórn sé einmitt liður í valdatafli sem miði að því að koma þeim bræðrum fram fyrir Siv á næsta flokksþingi. Aðalheiður segir það alls ekki vera rétt og segir að með því að halda því fram sé verið að tala niður til kvenna. Konurnar hafi gengið til liðs við félagið til að styðja Sigurbjörgu Vilmundardóttur til stjórnarsetu. Á fundinum dró Sigurbjörg framboð sitt til baka en þó má ljóst vera að einhver verða eftirmálin. Laganefnd Framsóknarflokksins fær málið inn á sitt borð og mun þá væntanlega kanna lögmæti þeirrar smölunar sem fram fór fyrir aðalfundinn. Aðalheiður segir að svona komi konur inn í stjórnmál, þ.e. þegar þær eru hvattar til að taka þátt, og það sé grátlegt að sjá Siv bregðast við með þessum hætti. Siv vildi ekki ræða aðalfund Freyjunnar við fréttastofuna í dag.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira