Lekinn fordæmdur 28. janúar 2005 00:01 "Allir nefndarmenn utanríkismálanefndar voru sammála því að fordæma þennan leka og líta hann mjög alvarlegum augum," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Utanríkismálanefnd samþykkti á fundi sínum í gær að hætt yrði að dreifa fundargerðum nefndarinnar heldur yrðu þær einungis aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar. Ástæðan er sögð vera fréttaskýring í Fréttablaðinu föstudaginn 21. janúar síðastliðinn þar sem skýrt var frá orðaskiptum á fundum nefndarinnar 19. febrúar og 21. mars 2003. "Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem upp hafa komið tilvik sem varða meðferð trúnaðarupplýsinga. Því er ástæða fyrir utanríkismálanefnd að taka þessi mál mjög föstum tökum," segir í bókun frá utanríkismálanefnd í gær. Samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis og áralangri venju um þagnarskyldu nefndarinnar er allt það sem fram fer á fundum nefndarinnar trúnaðarmál nema annað sé tekið fram. "Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum og brýni fyrir þeim þau lagaákvæði sem um meðferð trúnaðargagna gilda og nauðsyn þess að virða trúnað. Að gefnu tilefni bendir utanríkismálanefnd á að brot af þessu tagi getur varðað refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum," segir í bókuninni. Stjórnarandstaðan lagði fram formlega beiðni um það á fundinum í gær að trúnaði af ummælum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í utanríkismálanefnd er vörðuðu Íraksmálið yrði aflétt. "Við höfum jafnframt áhuga á að ræða við Eirík Tómasson lagaprófessor, sem vann greinargerð fyrir ríkisstjórnina um lögmæti ákvörðunarinnar um stuðninginn við Íraksstríðið. Við viljum vita hvort ríkisstjórnin hafi sýnt honum meiri gögn en utanríkismálanefnd fær aðgang að í málinu. Þá hef ég sérstakan áhuga á að ræða við hann um hvernig hann getur tjáð sig um samráðsskyldu við utanríkismálanefnd án þess að hafa fundargerðir undir höndum," segir Steingrímur. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
"Allir nefndarmenn utanríkismálanefndar voru sammála því að fordæma þennan leka og líta hann mjög alvarlegum augum," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Utanríkismálanefnd samþykkti á fundi sínum í gær að hætt yrði að dreifa fundargerðum nefndarinnar heldur yrðu þær einungis aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar. Ástæðan er sögð vera fréttaskýring í Fréttablaðinu föstudaginn 21. janúar síðastliðinn þar sem skýrt var frá orðaskiptum á fundum nefndarinnar 19. febrúar og 21. mars 2003. "Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem upp hafa komið tilvik sem varða meðferð trúnaðarupplýsinga. Því er ástæða fyrir utanríkismálanefnd að taka þessi mál mjög föstum tökum," segir í bókun frá utanríkismálanefnd í gær. Samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis og áralangri venju um þagnarskyldu nefndarinnar er allt það sem fram fer á fundum nefndarinnar trúnaðarmál nema annað sé tekið fram. "Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum og brýni fyrir þeim þau lagaákvæði sem um meðferð trúnaðargagna gilda og nauðsyn þess að virða trúnað. Að gefnu tilefni bendir utanríkismálanefnd á að brot af þessu tagi getur varðað refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum," segir í bókuninni. Stjórnarandstaðan lagði fram formlega beiðni um það á fundinum í gær að trúnaði af ummælum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í utanríkismálanefnd er vörðuðu Íraksmálið yrði aflétt. "Við höfum jafnframt áhuga á að ræða við Eirík Tómasson lagaprófessor, sem vann greinargerð fyrir ríkisstjórnina um lögmæti ákvörðunarinnar um stuðninginn við Íraksstríðið. Við viljum vita hvort ríkisstjórnin hafi sýnt honum meiri gögn en utanríkismálanefnd fær aðgang að í málinu. Þá hef ég sérstakan áhuga á að ræða við hann um hvernig hann getur tjáð sig um samráðsskyldu við utanríkismálanefnd án þess að hafa fundargerðir undir höndum," segir Steingrímur.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira