Framsóknarmenn ræna kvenfélögum 29. janúar 2005 00:01 Framsóknarkonur saka hver aðra um baktjaldamakk og karlar innan flokksins eru sagðir ræna kvenfélögum í valdabrölti sínu. Það vantar upp á að flokksforystan styðji við bakið á konum, segir jafnréttisfulltrúi flokksins. Konur í Landssambandi framsóknarkvenna ræddu jafnréttismál á fundi í dag og búa sig undir flokksþing. Það kom hitnaði verulega í kolunum þegar aðalfundur kvenfélags flokksins í Kópavogi, Freyjunnar, var tekinn til umræðu; meðal annars það að komið hafi verið aftan að sitjandi stjórn félagins með skráningu 40 nýrra meðlima sem kusu nýja stjórn. Þeirra á meðal er Aðalheiður Sigursveinsdóttur. Hún sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona kæmu konur inn í stjórnmál. Bryndís Bjarnason, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að ekki aðeins konur þurfi að olnboga sig áfram í stjórnmálum heldur karlarnir líka. Hins vegar sé vissulega erfitt að fá margar konur til að taka þátt í stjórnmálum. Innanbúðarmenn fullyrða að stjórnarskiptin í Freyju séu liður í valdatafli bræðranna Páls og Árna Magnússonar félagsmálaráðherra en Aðalheiður er kona Páls. Bræðurnir hafi einfaldlega rænt kvenfélaginu til að komast fram fyrir Siv Friðleifsdóttur í goggunarröðinni innan flokksins. Bryndís vill ekki segja hvort þetta sé rétt en vissulega hafi þetta verið rætt á fundinum. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem konur innan Framsóknarflokksins kvarta yfir stöðu sinni, t.d. er ekki langt síðan Siv var vikið úr ráðherrastóli. Bryndís segir ekki réttlátt að framsóknarkonur eigi aðeins eina konu í ríkisstjórn og að hennar sögn hefur forystan ekki stutt við bakið á þeim. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Framsóknarkonur saka hver aðra um baktjaldamakk og karlar innan flokksins eru sagðir ræna kvenfélögum í valdabrölti sínu. Það vantar upp á að flokksforystan styðji við bakið á konum, segir jafnréttisfulltrúi flokksins. Konur í Landssambandi framsóknarkvenna ræddu jafnréttismál á fundi í dag og búa sig undir flokksþing. Það kom hitnaði verulega í kolunum þegar aðalfundur kvenfélags flokksins í Kópavogi, Freyjunnar, var tekinn til umræðu; meðal annars það að komið hafi verið aftan að sitjandi stjórn félagins með skráningu 40 nýrra meðlima sem kusu nýja stjórn. Þeirra á meðal er Aðalheiður Sigursveinsdóttur. Hún sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona kæmu konur inn í stjórnmál. Bryndís Bjarnason, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að ekki aðeins konur þurfi að olnboga sig áfram í stjórnmálum heldur karlarnir líka. Hins vegar sé vissulega erfitt að fá margar konur til að taka þátt í stjórnmálum. Innanbúðarmenn fullyrða að stjórnarskiptin í Freyju séu liður í valdatafli bræðranna Páls og Árna Magnússonar félagsmálaráðherra en Aðalheiður er kona Páls. Bræðurnir hafi einfaldlega rænt kvenfélaginu til að komast fram fyrir Siv Friðleifsdóttur í goggunarröðinni innan flokksins. Bryndís vill ekki segja hvort þetta sé rétt en vissulega hafi þetta verið rætt á fundinum. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem konur innan Framsóknarflokksins kvarta yfir stöðu sinni, t.d. er ekki langt síðan Siv var vikið úr ráðherrastóli. Bryndís segir ekki réttlátt að framsóknarkonur eigi aðeins eina konu í ríkisstjórn og að hennar sögn hefur forystan ekki stutt við bakið á þeim.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira