Erlent

Sameinuðu þjóðirnar fá á baukinn

Sameinuðu þjóðirnar fá á baukinn í nýrri rannsóknarskýrslu sem birtist nú síðdegis um olíusöluáætlunina sem var við lýði þegar Saddam Hussein var við völd í Írak. Samkvæmt skýrslunni var framkvæmd áætlunarinnar gölluð og spilling þreifst meðal þeirra embættismanna Sameinuðu þjóðanna sem sáu um málið. Þessi áætlun miðaði að því að selja olíu Íraka og kaupa mat fyrir sveltandi landsmenn fyrir ágóðann. Yfirmaður olíusölunnar fær sérstaka áminningu. Enn er beðið eftir skýrslu rannsóknarhóps sem fjallar um það hvort Kofi Annan og sonur hans, Kojo, hafi á einhvern hátt tengst þessum spillingarmálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×