Er ný tónlist einhvers virði? 13. október 2005 15:31 Þegar Mozart var og hét, var hann fyrir öðru tónskáldi, Salieri. Því annars ágæta tónskáldi þótti súrt að vera á sömu þúfu og snillingurinn. Samt hafði Salieri allt, stöðu, peninga og ilminn úr handarkrika aðalsins. Hann var í stöðu til þess að úthrópa tónlist Mozarts í sinni sveit. Það kom þó ekki í veg fyrir að tónlist Mozarts yrði ódauðleg - og hann er eitt fyrsta tónskáldið sem hvert barn í hinum vestræna heimi lærir að þekkja. Mér verður oft hugsað til þessara sérkennilegu örlaga þessa dagana. Hér á landi stendur yfir gríðarmikil hátíð, Myrkir músíkdagar, þar sem tækifæri gefst til þess að hlýða á það sem tónskáldin okkar eru að skapa - hér og nú. Það má kannski segja að heiti hátíðarinnar sé nokkuð óheppilegt, einkum vegna þess að við höfum tilhneigingu til þess að tengja myrkrið tónlist hátíðarinnar en ekki þeim árstíma sem hún er haldin. Ástæðan er líklega sú að gervöll alþýða manna hefur sýnt nýsmíðum í tónlist allt frá tómlæti, yfir í fjandskap. Þjóðin vill ekki láta skapa nein læti á sinni þúfu. Vissulega hafa mörg nútímatónverk verið ómstríð - en bara sum. Frá því að Myrkir músíkdagar hófust fyrir 25 árum, hefur tónskáldum fjölgað til muna; tónskáldum sem hafa ólíka tilfinninga- og vitsmunainnréttingu, hafa ólíkan bakgrunn og mismunandi afstöðu til lífsins - og skapa því afar ólík verk. Tónskáldiin hafa líka orðið óhræddari við að feta nýjar slóðir, vinna verk undir áhrifum frá rokki, poppi, djass, hugleiðslutónlist og þannig mætti lengi telja. Sum hafa verið að semja ákaflega falleg kórverk, önnur skemmtilega flókin og áheyrileg kammerverk og enn önnur stórbrotin verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Það er verið að semja fyrir allar hljóðfærasamsetningar og verk tónskáldanna eru svo ólík að það er ekki hægt að afgreiða þau með því eina pennastriki sem kallað hefur verið "hávaði". Það er bjart yfir þeim Myrku músíkdögum sem núna standa yfir. Næstum tuttugu tónleikar víðs vegar um bæinn og í boði eru barnaópera, sinfónía, gítarverk, píanóverk, kórverk, rafverk, kammerverk, eftir yngri og eldri tónskáld, konur og karla. Auðvitað eru þau verk sem samin eru í dag ekki neitt svipuð þeim verkum sem við þekkjum frá Händel, Bach, Mozart, Beethoven eða Chopin. Það er búið að semja þau verk - og við lifum hvorki á barokk-tíma né rómantískum. Þau verk sem samin eru í dag endurspegla þann heim sem við lifum í. Eitt af ógleymanlegustu verkum sem ég hef hlýtt á var óperan Kullervo eftir finnska tónskáldið Sallinen. Hann byggir óperuna á sögu úr þeim mikla sagnabálki, Kalevala, sem fjallar um bræðravíg. Óperan er samin á þeim tíma þegar stríðið í Bosníu var í algleymingi. Þar bárust bræður á banaspjótum - eins og gerist í öllum stríðum á öllum tímum og það eru alltaf stríð einhvers staðar. Til þess að endurspegla þennan óhugnað í tónlistarformi, sótti Sallinen eitt og annað í þungarokkið. Áhrifin létu ekki á sér standa og á eftir var ekki hægt að afgreiða þungarokk sem pirrandi tónlist. Enn einn fordómaveggurinn fallinn, sjóndeildarhringurinn hafði stækkað. Það er ótrúlega gaman að upplifa frumflutning á nýju tónverki. Það þarf ekki endilega að falla að smekk hvers áheyranda, frekar en önnur tónverk hafa gert í gegnum aldirnar. Hins vegar vitum við aldrei hvað af þeirri tónlist sem við hlýðum á í dag á eftir að standa af sér tímann og verða klassískt. Það getur allt eins hent íslenskt tónverk eins og þýskt, austurrískt, ítalskt, franskt eða slavneskt. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál. Njótum þess. Hlýðum á þá nýsköpun sem á sér stað allt í kringum okkur og dæmum sjálf hvað okkur líkar og hvað ekki - eftir að við höfum heyrt það. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Mozart var og hét, var hann fyrir öðru tónskáldi, Salieri. Því annars ágæta tónskáldi þótti súrt að vera á sömu þúfu og snillingurinn. Samt hafði Salieri allt, stöðu, peninga og ilminn úr handarkrika aðalsins. Hann var í stöðu til þess að úthrópa tónlist Mozarts í sinni sveit. Það kom þó ekki í veg fyrir að tónlist Mozarts yrði ódauðleg - og hann er eitt fyrsta tónskáldið sem hvert barn í hinum vestræna heimi lærir að þekkja. Mér verður oft hugsað til þessara sérkennilegu örlaga þessa dagana. Hér á landi stendur yfir gríðarmikil hátíð, Myrkir músíkdagar, þar sem tækifæri gefst til þess að hlýða á það sem tónskáldin okkar eru að skapa - hér og nú. Það má kannski segja að heiti hátíðarinnar sé nokkuð óheppilegt, einkum vegna þess að við höfum tilhneigingu til þess að tengja myrkrið tónlist hátíðarinnar en ekki þeim árstíma sem hún er haldin. Ástæðan er líklega sú að gervöll alþýða manna hefur sýnt nýsmíðum í tónlist allt frá tómlæti, yfir í fjandskap. Þjóðin vill ekki láta skapa nein læti á sinni þúfu. Vissulega hafa mörg nútímatónverk verið ómstríð - en bara sum. Frá því að Myrkir músíkdagar hófust fyrir 25 árum, hefur tónskáldum fjölgað til muna; tónskáldum sem hafa ólíka tilfinninga- og vitsmunainnréttingu, hafa ólíkan bakgrunn og mismunandi afstöðu til lífsins - og skapa því afar ólík verk. Tónskáldiin hafa líka orðið óhræddari við að feta nýjar slóðir, vinna verk undir áhrifum frá rokki, poppi, djass, hugleiðslutónlist og þannig mætti lengi telja. Sum hafa verið að semja ákaflega falleg kórverk, önnur skemmtilega flókin og áheyrileg kammerverk og enn önnur stórbrotin verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Það er verið að semja fyrir allar hljóðfærasamsetningar og verk tónskáldanna eru svo ólík að það er ekki hægt að afgreiða þau með því eina pennastriki sem kallað hefur verið "hávaði". Það er bjart yfir þeim Myrku músíkdögum sem núna standa yfir. Næstum tuttugu tónleikar víðs vegar um bæinn og í boði eru barnaópera, sinfónía, gítarverk, píanóverk, kórverk, rafverk, kammerverk, eftir yngri og eldri tónskáld, konur og karla. Auðvitað eru þau verk sem samin eru í dag ekki neitt svipuð þeim verkum sem við þekkjum frá Händel, Bach, Mozart, Beethoven eða Chopin. Það er búið að semja þau verk - og við lifum hvorki á barokk-tíma né rómantískum. Þau verk sem samin eru í dag endurspegla þann heim sem við lifum í. Eitt af ógleymanlegustu verkum sem ég hef hlýtt á var óperan Kullervo eftir finnska tónskáldið Sallinen. Hann byggir óperuna á sögu úr þeim mikla sagnabálki, Kalevala, sem fjallar um bræðravíg. Óperan er samin á þeim tíma þegar stríðið í Bosníu var í algleymingi. Þar bárust bræður á banaspjótum - eins og gerist í öllum stríðum á öllum tímum og það eru alltaf stríð einhvers staðar. Til þess að endurspegla þennan óhugnað í tónlistarformi, sótti Sallinen eitt og annað í þungarokkið. Áhrifin létu ekki á sér standa og á eftir var ekki hægt að afgreiða þungarokk sem pirrandi tónlist. Enn einn fordómaveggurinn fallinn, sjóndeildarhringurinn hafði stækkað. Það er ótrúlega gaman að upplifa frumflutning á nýju tónverki. Það þarf ekki endilega að falla að smekk hvers áheyranda, frekar en önnur tónverk hafa gert í gegnum aldirnar. Hins vegar vitum við aldrei hvað af þeirri tónlist sem við hlýðum á í dag á eftir að standa af sér tímann og verða klassískt. Það getur allt eins hent íslenskt tónverk eins og þýskt, austurrískt, ítalskt, franskt eða slavneskt. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál. Njótum þess. Hlýðum á þá nýsköpun sem á sér stað allt í kringum okkur og dæmum sjálf hvað okkur líkar og hvað ekki - eftir að við höfum heyrt það. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar