Innlent

Áhyggjur af lokun Sorpu

Umhverfisráð Reykjavíkur samþykkti í gær einróma bókun þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna lokunar endurvinnslustöðvar Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi. Um síðustu áramót var endurvinnslustöðinni lokað í sparnaðarskyni. Á fundinum lagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fram tillögu um leita leiða til að opna að nýju endursvinnslustöðina. Segir hann skjóta skökku við loka stöðinni á sama tíma og borgarbúar séu sérstaklega hvattir til að auka skil til endurvinnslustöðva. Afgreiðslu tillögunnar var frestað til næsta fundar að ósk fulltrúa R-listans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×