Er þjóðin í afneitun? 10. febrúar 2005 00:01 Í nýjasta tölublaði Birtu er viðtal við Helgu Björnsdóttur mannfræðing sem varði þremur árum í félagsskap heimilislausra. Hún skrifaði svo mastersritgerð um málefnið. Þar kemur margt athyglisvert fram og greinilegt að heimilislausir eru hópur sem þjóðfélagið hefur gefist upp á. Kannski af því að þeir hafa tilhneigingu til að gefast upp sjálfir og lenda aftur í sama farinu eftir að hafa fengið það sem nánast er hægt að kalla fyrstu hjálp. Þeir hafa nefnilega yfirleitt ekki að neinu að hverfa þegar meðferð lýkur. Umræðan um alkólhólisma hefur tekið margar u-beygjur á undanförnum árum og margir sem eiga erfitt með að sætta sig við sjúkdómshugtakið. Viðhorfið er að "allt sé gert fyrir þetta lið, þessa bölvuðu aumingja sem geta svo ekki rifið sig upp á rassgatinu og orðið eins og fólk." Staðreyndin er hins vegar sú að sáralítið er gert fyrir þetta fólk. Það er nánast afskrifað, bæði af stjórnvöldum og samborgurunum. Þjóðfélagið hefur breyst og fyrir nokkrum árum þótti okkur vænt um rónana okkar. Þetta voru mest góðlátlegir karlar sem voru engum til vandræða, þáðu eina og eina rettu og 100 kall fyrir kogara. Fóru svo með ættjarðarljóð og grétu svolítið meðan þeir yljuðu sér við gamlar minningar. Reykvíkingar þekktu utangarðsmennina sína og báru umhyggju fyrir þeim. Nú er allt með öðrum brag. Heimilislausum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við fjölgun borgarbúa og fólk er ýmist smeykt við þá eða vill ekkert af þeim vita. Best er að þeir séu sem ósýnilegastir því þá er hægt að telja sér trú um að allt sé í himnalagi. Og auðvitað eiga þeir ekki að vera ranglandi um Austurvöll þar sem búið er að setja upp fína myndlistarsýningu fyrir útlendinga. Hrein torg-fögur borg slagorðið hefur fengið nýja merkingu. Það er líka athyglisvert að konum fjölgar stöðugt í hópi heimilislausra þó þær séu enn miklu færri en karlarnir. Þessar konur lifa við ömurlegar aðstæður, selja sig fyrir áfengi og dópi og þvælast um í hörmulegu ástandi. Þær mæta fyrirlitningu hvar sem þær koma og sjálfsvirðingin er löngu farin veg allrar veraldar. Stundum er það eina sem þær kunna að rífa kjaft. Samt eiga þær svo bágt, svo bágt. Í nóvember síðastliðnum var efnt til söfnunar fyrir Konukot sem er fyrsta athvarfið í Reykjavík fyrir heimilislausar konur. Það söfnuðust 90 þúsund krónur. Skömmu síðar sameinaðist þjóðin í söfnunarátaki fyrir fórnarlömb flóðanna í Asíu. Þar söfnuðust tugir milljóna. Það er fínt mál að við kunnum að sýna samúð í verki þegar fólk úti í heimi á um sárt að binda. Og sorglegt að á sama tíma nennum við ekki að huga að okkar eigin bágstadda fólki og afskrifum fárveikt fólk sem aumingja. Edda Jóhannsdóttir -edda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Jóhannsdóttir Í brennidepli Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjasta tölublaði Birtu er viðtal við Helgu Björnsdóttur mannfræðing sem varði þremur árum í félagsskap heimilislausra. Hún skrifaði svo mastersritgerð um málefnið. Þar kemur margt athyglisvert fram og greinilegt að heimilislausir eru hópur sem þjóðfélagið hefur gefist upp á. Kannski af því að þeir hafa tilhneigingu til að gefast upp sjálfir og lenda aftur í sama farinu eftir að hafa fengið það sem nánast er hægt að kalla fyrstu hjálp. Þeir hafa nefnilega yfirleitt ekki að neinu að hverfa þegar meðferð lýkur. Umræðan um alkólhólisma hefur tekið margar u-beygjur á undanförnum árum og margir sem eiga erfitt með að sætta sig við sjúkdómshugtakið. Viðhorfið er að "allt sé gert fyrir þetta lið, þessa bölvuðu aumingja sem geta svo ekki rifið sig upp á rassgatinu og orðið eins og fólk." Staðreyndin er hins vegar sú að sáralítið er gert fyrir þetta fólk. Það er nánast afskrifað, bæði af stjórnvöldum og samborgurunum. Þjóðfélagið hefur breyst og fyrir nokkrum árum þótti okkur vænt um rónana okkar. Þetta voru mest góðlátlegir karlar sem voru engum til vandræða, þáðu eina og eina rettu og 100 kall fyrir kogara. Fóru svo með ættjarðarljóð og grétu svolítið meðan þeir yljuðu sér við gamlar minningar. Reykvíkingar þekktu utangarðsmennina sína og báru umhyggju fyrir þeim. Nú er allt með öðrum brag. Heimilislausum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við fjölgun borgarbúa og fólk er ýmist smeykt við þá eða vill ekkert af þeim vita. Best er að þeir séu sem ósýnilegastir því þá er hægt að telja sér trú um að allt sé í himnalagi. Og auðvitað eiga þeir ekki að vera ranglandi um Austurvöll þar sem búið er að setja upp fína myndlistarsýningu fyrir útlendinga. Hrein torg-fögur borg slagorðið hefur fengið nýja merkingu. Það er líka athyglisvert að konum fjölgar stöðugt í hópi heimilislausra þó þær séu enn miklu færri en karlarnir. Þessar konur lifa við ömurlegar aðstæður, selja sig fyrir áfengi og dópi og þvælast um í hörmulegu ástandi. Þær mæta fyrirlitningu hvar sem þær koma og sjálfsvirðingin er löngu farin veg allrar veraldar. Stundum er það eina sem þær kunna að rífa kjaft. Samt eiga þær svo bágt, svo bágt. Í nóvember síðastliðnum var efnt til söfnunar fyrir Konukot sem er fyrsta athvarfið í Reykjavík fyrir heimilislausar konur. Það söfnuðust 90 þúsund krónur. Skömmu síðar sameinaðist þjóðin í söfnunarátaki fyrir fórnarlömb flóðanna í Asíu. Þar söfnuðust tugir milljóna. Það er fínt mál að við kunnum að sýna samúð í verki þegar fólk úti í heimi á um sárt að binda. Og sorglegt að á sama tíma nennum við ekki að huga að okkar eigin bágstadda fólki og afskrifum fárveikt fólk sem aumingja. Edda Jóhannsdóttir -edda@frettabladid.is
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun