Að verðlauna fjölmiðlafólk 14. febrúar 2005 00:01 Á morgun verður mikil uppskeruhátíð hjá íslenskum blaðamönnum, en þá verða veitt Blaðamannaverðlaun Íslands og líka Blaðaljósmyndaverðlaunin. Ljósmyndaverðlaunin eru orðin vel þekkt í landinu enda eiga þau sér nú áralanga sögu, og virðist það samdóma álit ljósmyndara sem starfa við fjölmiðla að þessi verðlaunaveiting hafi verið mönnum mikil fagleg hvatnig. Blaðamannaverðlaunin eru hins vegar nýrri af nálinni, en þau voru veitt í fyrsta sinn í fyrra. Blaðamannaverðlaunin á Íslandi taka mið af sambærilegum verðlaunum sem veitt eru víða um heim og eiga að efla blaðamennsku almennt. Að þessu leyti eru þau því af sama toga og t.d. Calvling-verðlaunin dönsku eða Pulitzer-verðlaunin í Bandaríkjunum. Raunar er til í heiminum gríðarlegur fjöldi blaðamannaverðlauna, sem eru misjaflega þekkt og misjafnlega mikið er látið með. Þó má í grófum dráttum skipta þeim í tvo hópa. Annars vegar eru það verðlaun sem eiga að efla umfjöllun um tiltekna málaflokka, s.s. mannréttindi, jafnrétti eða fíkniefnavarnir. Eru þá verðlaunuð skrif sem þykja hafa skarað framúr á þessum afmörkuðu sviðum. Hins vegar eru það almenn verðlaun, verðlaun sem horfa til blaðamennskunnar sem slíkrar sem sérstaks fags. Í þann flokk falla þau verðlaun sem nefnd eru hér að framan og raunar flest frægustu blaðamannaverðlaun heimsis. Ef horft er til Pulitzer-verðlaunanna sérstaklega, sem að öðrum verðlaunum ólöstuðum eru trúlega þekktustu verðlaun heims, má sjá þær áherslur sem einkenna almenn blaðamannaverðlaun. Þar er mest áhersla lögð á verðlaun fyrir framúrskarandi framlag eða umfjöllun þar sem tæki og aðferðir góðrar blaðamennsku gagnast og bæta umfjöllun um almannaheill (public interest). Þannig er veitt sérstök gullmedalía auk peningaverðlauna í þessum flokki, sem ekki er gert í öðrum flokkum, og ætti það að undirstika þær áherslur sem þarna er verið að leggja. Pulitzerverðlaunin eru einmitt dæmigerð fyrir flest kunnari blaðamannaverðlaun hvað varðar áhersluna á almannahagsmuni eða almannaheill. Íslensku blaðamannaverðlaunin fylgja þessu fordæmi og leggja höfuðáherslu á atriði sem tengjast almannaheill eða fjölmiðlaumfjöllun sem skiptir máli fyrir samfélagslega umræðu og almannahagsmuni. Samhliða er þó verið að skoða tæknilegar aðferðir og fagleg vinnubrögð. Mikilvægi verðlaunanna felst einmitt í því að þau hvetja íslenskt fjölmiðlafólk til þess að hugsa um og leita uppi almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og vanda um leið vinnubrögðin. Þó vissulega hafi alla tíð verið mikil þörf á því að fjölmiðlafólk hafi almannahagsmuni að leiðarljósi (þótt vissulega kunni ekki alltaf að vera augljóst í hverju þeir felast) og ástundi fagleg vinnubrögð, þá má segja að sú þörf hafi sjaldan verið meiri en einmitt í dag. Hlutverk fjölmiðlafólks - m.a. sem varðhunda almennings - verður sífellt mikilvægara á sama tíma og ýmsar kröfur eða tilhneigingar eru uppi sem vinna gegn því að fjölmiðlar standi sig sem slíkir. Þar má nefna hagræðingar- og arðsemiskröfur í fjölmiðlafyrirtækjunum sjálfum, sem hætt er við að bitni á gæðum þess fjölmiðlaefnis sem framleitt er. Þetta er ekki séríslenskt mál, enda hafa alþjóðasamtök blaðamanna farið út í sérstakt átak sem miðar að því að synda gegn þessum straumi og halda uppi gæðum í blaðamennsku. Það má líka nefna að sérhagsmunir hvers konar hafa komið sér upp fagfólki á sviði almannatengsla og markaðs- og kynningarmála, fagfólki sem margt er gríðarlega hæft í sínum störfum. Eðli málsins samkvæmt er brýnt að þeir sem eiga að gæta almannahagsmuna umfram annað reyni að efla og þróa fagmennsku í sínum röðum líka. Loks má einfaldlega benda á að í sífellt flóknara samfélagi verður að gera kröfu til fjölmiðlanna um faglega starfshætti. Það er því full ástæða til að staldra við á morgun og veita verðlaunum blaðamannastéttarinnar athygli. Þetta er ekki sérmál blaðamanna, þetta varðar allt samfélagið. Árið 2004 var afskaplega mikið og fjölbreytt fréttaár og fjölmiðlarnir á Íslandi hafa legið undir mikilli gagnrýni frá ólíklegustu aðilum. Vissulega er einhver hluti þeirrar gagnrýni verðskuldaður, en í heildina virðist fjölmiðlaumfjöllunin vera í góðu lagi. Sumt af því sem vel var gert hefur ratað inn í tilnefningar dómnefndar og á endanum verður einn sigurvegari valinn úr hverjum flokkanna þriggja sem verðlaunað er fyrir: blaðamannaverðlaun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins, og bestu umfjöllun ársins. Eðlilegt er að skoðanir séu skiptar um hvort vel hafi tekist til um valið eða ekki, og vonandi mun sá skoðanamismunur leiða til umræðna. Náist slík umræða fram er sigur unninn - kastljósinu er beint að vinnubrögðum og það sem vel er gert verður að viðmiði í íslenskri fjölmiðlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun
Á morgun verður mikil uppskeruhátíð hjá íslenskum blaðamönnum, en þá verða veitt Blaðamannaverðlaun Íslands og líka Blaðaljósmyndaverðlaunin. Ljósmyndaverðlaunin eru orðin vel þekkt í landinu enda eiga þau sér nú áralanga sögu, og virðist það samdóma álit ljósmyndara sem starfa við fjölmiðla að þessi verðlaunaveiting hafi verið mönnum mikil fagleg hvatnig. Blaðamannaverðlaunin eru hins vegar nýrri af nálinni, en þau voru veitt í fyrsta sinn í fyrra. Blaðamannaverðlaunin á Íslandi taka mið af sambærilegum verðlaunum sem veitt eru víða um heim og eiga að efla blaðamennsku almennt. Að þessu leyti eru þau því af sama toga og t.d. Calvling-verðlaunin dönsku eða Pulitzer-verðlaunin í Bandaríkjunum. Raunar er til í heiminum gríðarlegur fjöldi blaðamannaverðlauna, sem eru misjaflega þekkt og misjafnlega mikið er látið með. Þó má í grófum dráttum skipta þeim í tvo hópa. Annars vegar eru það verðlaun sem eiga að efla umfjöllun um tiltekna málaflokka, s.s. mannréttindi, jafnrétti eða fíkniefnavarnir. Eru þá verðlaunuð skrif sem þykja hafa skarað framúr á þessum afmörkuðu sviðum. Hins vegar eru það almenn verðlaun, verðlaun sem horfa til blaðamennskunnar sem slíkrar sem sérstaks fags. Í þann flokk falla þau verðlaun sem nefnd eru hér að framan og raunar flest frægustu blaðamannaverðlaun heimsis. Ef horft er til Pulitzer-verðlaunanna sérstaklega, sem að öðrum verðlaunum ólöstuðum eru trúlega þekktustu verðlaun heims, má sjá þær áherslur sem einkenna almenn blaðamannaverðlaun. Þar er mest áhersla lögð á verðlaun fyrir framúrskarandi framlag eða umfjöllun þar sem tæki og aðferðir góðrar blaðamennsku gagnast og bæta umfjöllun um almannaheill (public interest). Þannig er veitt sérstök gullmedalía auk peningaverðlauna í þessum flokki, sem ekki er gert í öðrum flokkum, og ætti það að undirstika þær áherslur sem þarna er verið að leggja. Pulitzerverðlaunin eru einmitt dæmigerð fyrir flest kunnari blaðamannaverðlaun hvað varðar áhersluna á almannahagsmuni eða almannaheill. Íslensku blaðamannaverðlaunin fylgja þessu fordæmi og leggja höfuðáherslu á atriði sem tengjast almannaheill eða fjölmiðlaumfjöllun sem skiptir máli fyrir samfélagslega umræðu og almannahagsmuni. Samhliða er þó verið að skoða tæknilegar aðferðir og fagleg vinnubrögð. Mikilvægi verðlaunanna felst einmitt í því að þau hvetja íslenskt fjölmiðlafólk til þess að hugsa um og leita uppi almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og vanda um leið vinnubrögðin. Þó vissulega hafi alla tíð verið mikil þörf á því að fjölmiðlafólk hafi almannahagsmuni að leiðarljósi (þótt vissulega kunni ekki alltaf að vera augljóst í hverju þeir felast) og ástundi fagleg vinnubrögð, þá má segja að sú þörf hafi sjaldan verið meiri en einmitt í dag. Hlutverk fjölmiðlafólks - m.a. sem varðhunda almennings - verður sífellt mikilvægara á sama tíma og ýmsar kröfur eða tilhneigingar eru uppi sem vinna gegn því að fjölmiðlar standi sig sem slíkir. Þar má nefna hagræðingar- og arðsemiskröfur í fjölmiðlafyrirtækjunum sjálfum, sem hætt er við að bitni á gæðum þess fjölmiðlaefnis sem framleitt er. Þetta er ekki séríslenskt mál, enda hafa alþjóðasamtök blaðamanna farið út í sérstakt átak sem miðar að því að synda gegn þessum straumi og halda uppi gæðum í blaðamennsku. Það má líka nefna að sérhagsmunir hvers konar hafa komið sér upp fagfólki á sviði almannatengsla og markaðs- og kynningarmála, fagfólki sem margt er gríðarlega hæft í sínum störfum. Eðli málsins samkvæmt er brýnt að þeir sem eiga að gæta almannahagsmuna umfram annað reyni að efla og þróa fagmennsku í sínum röðum líka. Loks má einfaldlega benda á að í sífellt flóknara samfélagi verður að gera kröfu til fjölmiðlanna um faglega starfshætti. Það er því full ástæða til að staldra við á morgun og veita verðlaunum blaðamannastéttarinnar athygli. Þetta er ekki sérmál blaðamanna, þetta varðar allt samfélagið. Árið 2004 var afskaplega mikið og fjölbreytt fréttaár og fjölmiðlarnir á Íslandi hafa legið undir mikilli gagnrýni frá ólíklegustu aðilum. Vissulega er einhver hluti þeirrar gagnrýni verðskuldaður, en í heildina virðist fjölmiðlaumfjöllunin vera í góðu lagi. Sumt af því sem vel var gert hefur ratað inn í tilnefningar dómnefndar og á endanum verður einn sigurvegari valinn úr hverjum flokkanna þriggja sem verðlaunað er fyrir: blaðamannaverðlaun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins, og bestu umfjöllun ársins. Eðlilegt er að skoðanir séu skiptar um hvort vel hafi tekist til um valið eða ekki, og vonandi mun sá skoðanamismunur leiða til umræðna. Náist slík umræða fram er sigur unninn - kastljósinu er beint að vinnubrögðum og það sem vel er gert verður að viðmiði í íslenskri fjölmiðlun.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun