Þegar Bernhöftstorfu var bjargað Guðmundur Magnússon skrifar 15. febrúar 2005 00:01 Bernhöftstorfan svokallaða, húsalengjan í brekkunni á milli Bankastrætis og Amtmannsstígs, er ein helsta prýði miðborgar Reykjavíkur. Þessi fallegu og vel hirtu gömlu hús, sem byggð voru á 19. öld, hafa við sig einhvern þokka sem höfðar sterkt til fólks. En húsin hafa ekki alltaf notið vinsælda í borginni. Um miðja öldina fannst mörgum bæjarbúum þau vera minnismerki um þá tíð þegar Íslendingar voru ósjálfstæðir og fátækir og gátu ekki reist sér vegleg og reisuleg steinhús. Það var á þeim tíma þegar Íslendingar voru nýlega búnir að fá sjálfstæði, voru fullir vanmetakenndar gagnvart umheiminum og skömmuðust sín fyrir fátækt fyrri alda. Þeim var sérstaklega umhugað um að láta útlendinga sjá að hér byggi þjóð sem gæti byggt hús eins og í útlöndum. Hafist var handa um að rífa gömul timburhús og torfhús um land allt. Húsin á Bernhöftstorfunni voru á þessum tíma frekar illa útlítandi, eðlilegu viðhaldi hafði ekki verið sinnt lengi og umgengni um þau var ekki til fyrirmyndar. Stórhuga framkvæmdamenn og stjórnmálamenn vildu losna við þau. Þeir kölluðu þau "fúaspýtur" og "dönsk kofaræksni". Í staðinn vildu þeir fá nýtísku glæsibyggingar á svæðið. Árið 1970 samþykkti ríkistjórnin að húsin skyldu víkja fyrir nýju stórhýsi handa Stjórnarráðinu. En til þess kom ekki. Í kjölfarið urðu mestu deilur sem hér hafa orðið um húsvernd og menningarsögulegar minjar. Dagblöðin birtu greinar um efnið vikum og mánuðum saman. Kappræðufundir og borgarafundir voru haldnir. Málið var rætt á Alþingi og í borgarstjórn. Halldór Laxness tók til varna fyrir húsin. Í frægri grein hans, "Brauð Reykjavíkur", sem birt var í Morgunblaðinu sumarið 1971, sagði skáldið m.a.: "Á Bernhöftstorfunni standa enn fáein heldur lágreist hús. Ef ætti að brúka um þau lýsingarorð dytti manni helst í hug að kalla þau yfirlætislaus vinhlý og prúðmannleg og mundu þær einkunnir ekki vera því fjarri að auðkenna þá menn ýmsa sem í þá daga settu bæjarbraginn í Reykjavík eða jafnvel töluðu fyrir landið og þjóðina. Það væri ágætt ráð að rífa ekki þessi lágu fríðu hús sem tala við okkur kyrrlátlega og kurteislega um þá tíð þegar Ísland var að vakna til kröfu um að íslenska væri töluð í Reykjavík; þá tíð sem var áður en hávaðinn kom og belgíngurinn. Danskir menn komu hér af ýmsum hvötum; þeir komu líka til að baka okkur brauð, vort daglegt brauð. Hér bjó Brauð Reykjavíkur." Með þessum orðum vísaði skáldið til þess að í endahúsinu við Bankastræti stóð lengi frægt bakarí sem húsaröðin dregur nafn sitt af. Árið eftir, 1972, voru Torfusamtökin stofnuð, en þau eru kennd við húsin. Að þeim stóðu ýmsir einstaklingar, samtök listamanna og öll æskulýðsfélög stjórnmálaflokkanna. Markmið samtakanna var að vekja fólk til vitundar um menningarverðmæti og mikilvægi þess að varðveita minjar um húsasögu borgarinnar. Um tvö þúsund manns sóttu útifund við Bernhöftstorfuna á fullveldisdaginn þetta ár og stofnfundur Torfusamtakanna var síðan haldinn í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Húsverndarhreyfingin var þverpólitísk en líklega má segja að hún hafi í upphafi átt sterkastar rætur í 68-kynslóðinni svokölluðu sem reis upp gegn ýmsum hefðbundnum skoðunum og viðmiðunum á þessum árum. Vinstri stjórnin sem sat á þessum tíma var staðráðin í því að hafa kröfurnar um friðun Bernhöftstorfunnar að engu. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sagði að húsin væru engin borgarprýði. En andstaðan við niðurrif þeirra varð víðtækari og almennari með hverju árinu sem leið og stjórnvöld treystu sér ekki til að framfylgja stefnu sinni um niðurrif húsanna. Þau veittu leyfi til þess að húsin yrðu hituð upp og hreinsuð og þannig komið í veg fyrir eyðileggingu þeirra. Þau gerðu heldur ekki athugasemd þegar stór hópur húsverndarfólks birtist óvænt á svæðinu laugardaginn 19. maí 1973 og hóf að mála húsin. Myndin sem fylgir greininni er frá þeim atburði en hann vakti gífurlega athygli í borginni. Árið 1977 brunnu tvö húsanna og er talið að í þeim hafi verið kveikt. Tveimur árum seinna ákvað Ragnar Arnalds þáverandi menntamálaráðherra að fallast á tillögur um friðun þeirra. Það var 7. ágúst 1979. Í kjölfarið var Torfusamtökunum falið að stjórna endurbyggingu og lagfæringu húsanna. Í framhaldinu var síðan hafinn ýmiss konar rekstur þar og þar eru nú tvö vinsæl veitingahús, Lækjarbrekka og Humarhúsið. Líklega eru þeir fáir sem ekki taka undir að húsin í núverandi mynd eru bæjarprýði. Baráttan fyrir björgun Bernhöftstorfunnar markaði þáttaskil í húsvernd hér á landi. Húsafriðunarsjónarmið fengu fótfestu um land allt. Hvarvetna fylgdu menn fordæminu og endurbættu og lagfærðu gömul hús í stað þess að rífa þau umhugsunarlaust. Fyrir vikið eru Íslendingar ríkari þjóð en ella í menningarlegum skilningi. Fyrirhugað niðurrif 25 gamalla húsa við Laugaveg vekur upp þá spurningu hvort húsverndarsjónarmið eigi undir högg að sækja. Athyglisvert er að það eru sömu einstaklingarnir sem nú rísa til varnar Laugaveginum og voru í fararbroddi fyrir björgun Bernhöftstorfunnar. Getur verið að yngri kynslóðir átti sig ekki á mikilvægi húsverndar? Er gamla vanmetakenndin kannski að ganga í endurnýjun lífdaganna? Þetta eru spurningar sem full ástæða er til að hugleiða.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bernhöftstorfan svokallaða, húsalengjan í brekkunni á milli Bankastrætis og Amtmannsstígs, er ein helsta prýði miðborgar Reykjavíkur. Þessi fallegu og vel hirtu gömlu hús, sem byggð voru á 19. öld, hafa við sig einhvern þokka sem höfðar sterkt til fólks. En húsin hafa ekki alltaf notið vinsælda í borginni. Um miðja öldina fannst mörgum bæjarbúum þau vera minnismerki um þá tíð þegar Íslendingar voru ósjálfstæðir og fátækir og gátu ekki reist sér vegleg og reisuleg steinhús. Það var á þeim tíma þegar Íslendingar voru nýlega búnir að fá sjálfstæði, voru fullir vanmetakenndar gagnvart umheiminum og skömmuðust sín fyrir fátækt fyrri alda. Þeim var sérstaklega umhugað um að láta útlendinga sjá að hér byggi þjóð sem gæti byggt hús eins og í útlöndum. Hafist var handa um að rífa gömul timburhús og torfhús um land allt. Húsin á Bernhöftstorfunni voru á þessum tíma frekar illa útlítandi, eðlilegu viðhaldi hafði ekki verið sinnt lengi og umgengni um þau var ekki til fyrirmyndar. Stórhuga framkvæmdamenn og stjórnmálamenn vildu losna við þau. Þeir kölluðu þau "fúaspýtur" og "dönsk kofaræksni". Í staðinn vildu þeir fá nýtísku glæsibyggingar á svæðið. Árið 1970 samþykkti ríkistjórnin að húsin skyldu víkja fyrir nýju stórhýsi handa Stjórnarráðinu. En til þess kom ekki. Í kjölfarið urðu mestu deilur sem hér hafa orðið um húsvernd og menningarsögulegar minjar. Dagblöðin birtu greinar um efnið vikum og mánuðum saman. Kappræðufundir og borgarafundir voru haldnir. Málið var rætt á Alþingi og í borgarstjórn. Halldór Laxness tók til varna fyrir húsin. Í frægri grein hans, "Brauð Reykjavíkur", sem birt var í Morgunblaðinu sumarið 1971, sagði skáldið m.a.: "Á Bernhöftstorfunni standa enn fáein heldur lágreist hús. Ef ætti að brúka um þau lýsingarorð dytti manni helst í hug að kalla þau yfirlætislaus vinhlý og prúðmannleg og mundu þær einkunnir ekki vera því fjarri að auðkenna þá menn ýmsa sem í þá daga settu bæjarbraginn í Reykjavík eða jafnvel töluðu fyrir landið og þjóðina. Það væri ágætt ráð að rífa ekki þessi lágu fríðu hús sem tala við okkur kyrrlátlega og kurteislega um þá tíð þegar Ísland var að vakna til kröfu um að íslenska væri töluð í Reykjavík; þá tíð sem var áður en hávaðinn kom og belgíngurinn. Danskir menn komu hér af ýmsum hvötum; þeir komu líka til að baka okkur brauð, vort daglegt brauð. Hér bjó Brauð Reykjavíkur." Með þessum orðum vísaði skáldið til þess að í endahúsinu við Bankastræti stóð lengi frægt bakarí sem húsaröðin dregur nafn sitt af. Árið eftir, 1972, voru Torfusamtökin stofnuð, en þau eru kennd við húsin. Að þeim stóðu ýmsir einstaklingar, samtök listamanna og öll æskulýðsfélög stjórnmálaflokkanna. Markmið samtakanna var að vekja fólk til vitundar um menningarverðmæti og mikilvægi þess að varðveita minjar um húsasögu borgarinnar. Um tvö þúsund manns sóttu útifund við Bernhöftstorfuna á fullveldisdaginn þetta ár og stofnfundur Torfusamtakanna var síðan haldinn í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Húsverndarhreyfingin var þverpólitísk en líklega má segja að hún hafi í upphafi átt sterkastar rætur í 68-kynslóðinni svokölluðu sem reis upp gegn ýmsum hefðbundnum skoðunum og viðmiðunum á þessum árum. Vinstri stjórnin sem sat á þessum tíma var staðráðin í því að hafa kröfurnar um friðun Bernhöftstorfunnar að engu. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sagði að húsin væru engin borgarprýði. En andstaðan við niðurrif þeirra varð víðtækari og almennari með hverju árinu sem leið og stjórnvöld treystu sér ekki til að framfylgja stefnu sinni um niðurrif húsanna. Þau veittu leyfi til þess að húsin yrðu hituð upp og hreinsuð og þannig komið í veg fyrir eyðileggingu þeirra. Þau gerðu heldur ekki athugasemd þegar stór hópur húsverndarfólks birtist óvænt á svæðinu laugardaginn 19. maí 1973 og hóf að mála húsin. Myndin sem fylgir greininni er frá þeim atburði en hann vakti gífurlega athygli í borginni. Árið 1977 brunnu tvö húsanna og er talið að í þeim hafi verið kveikt. Tveimur árum seinna ákvað Ragnar Arnalds þáverandi menntamálaráðherra að fallast á tillögur um friðun þeirra. Það var 7. ágúst 1979. Í kjölfarið var Torfusamtökunum falið að stjórna endurbyggingu og lagfæringu húsanna. Í framhaldinu var síðan hafinn ýmiss konar rekstur þar og þar eru nú tvö vinsæl veitingahús, Lækjarbrekka og Humarhúsið. Líklega eru þeir fáir sem ekki taka undir að húsin í núverandi mynd eru bæjarprýði. Baráttan fyrir björgun Bernhöftstorfunnar markaði þáttaskil í húsvernd hér á landi. Húsafriðunarsjónarmið fengu fótfestu um land allt. Hvarvetna fylgdu menn fordæminu og endurbættu og lagfærðu gömul hús í stað þess að rífa þau umhugsunarlaust. Fyrir vikið eru Íslendingar ríkari þjóð en ella í menningarlegum skilningi. Fyrirhugað niðurrif 25 gamalla húsa við Laugaveg vekur upp þá spurningu hvort húsverndarsjónarmið eigi undir högg að sækja. Athyglisvert er að það eru sömu einstaklingarnir sem nú rísa til varnar Laugaveginum og voru í fararbroddi fyrir björgun Bernhöftstorfunnar. Getur verið að yngri kynslóðir átti sig ekki á mikilvægi húsverndar? Er gamla vanmetakenndin kannski að ganga í endurnýjun lífdaganna? Þetta eru spurningar sem full ástæða er til að hugleiða.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar