Flugvöllur fyrir fáa Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 18. febrúar 2005 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur "Flugvöllur okkar allra" er fyrirsögn greinar um Reykjavíkurflugvöll eftir Ingu Rósu Þórðardóttur sem birtist í Fréttablaðinu 8. febrúar s.l. Þar gerir greinarhöfundur ráð fyrir því að meirihluti farþega í innanlandsflugi séu Íslendingar sem án efa er rétt. Hitt er umdeilanlegt hvort mannvirki sem gagnast jafn fáum og skaðar jafn marga vegna legu sinnar og umfangs (nú um 140 ha) rísi undir því að vera sameiningartákn eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Daglegt áætlunarflug milli höfuðborgar og landsbyggðar nær aðeins til fjögurra kaupstaða, Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Vestmannaeyja. Til annarra staða er sjaldan flogið. Í könnun sem Bjarni Reynarsson ráðgjafi hjá Land-ráðum gerði fyrir samgönguyfirvöld á ferðavenjum Íslendinga sumarið 2004 kemur í ljós að 80 % Íslendinga ferðuðust ekkert með innanlandsflugi, en 9% flugu þrisvar eða oftar (Mbl. 5. febr.2005). Níu-prósent flokkinn fylla að líkindum þingmenn, sveitarstjórnarmenn, forstjórar og fleira fólk í opinberum erindagerðum, sem flest flýgur á kostnað vinnuveitenda sinna, karlmenn í meirihluta. Ungt fólk er meira á ferðinni en það eldra, segir í könnuninni. Almenningur í einkaerindum flýgur lítið. Þannig sést að Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur fyrir fáa. Áður en lokið var við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar kusu höfuðborgarbúar um framtíð flugvallarsvæðisins og Vatnsmýrinnar vorið 2001. Niðurstaða kosningarinnar varð sú að eftir 2016 ætti hálfur flugvöllurinn að víkja fyrir borgarbyggð en allur 8-10 árum síðar. Lítill en voldugur hópur unir þessari niðurstöðu illa. Eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lýsti því yfir að ekki væri spurning um hvort heldur hvenær flugvöllurinn færi hafa nokkrir stórnotendur flugsins mótmælt hástöfum. Fólk sem lengi hefur notið þæginda af því að geta lent á stóru landflæmi við hjartarætur höfuðborgarinnar og nánast í bakgarði Alþingishússins lítur á það sem mikla skerðingu lífsgæða ef ferðatími þess (þessi þrjú skipti á sumri) lengist um ca. 40 mínútur miðað við það að flogið yrði til Keflavíkur. Sama fólk lætur sér í léttu rúmi liggja þótt tugþúsundir Reykvíkinga verði að lengja ferðir sínar um borgina sem nemur svipuðum tíma á hverjum einasta degi vegna þess hve borgin er dreifð. Frumástæða dreifingarinnar er lega flugvallarins í Vatnsmýrinni. Rökin fyrir því að flugvöllurinn víki úr miðborgarlandi Reykjavíkur snúast um skipulag og heilbrigði. Á síðari árum hafa yfirvöld og almenningur á Vesturlöndum neyðst til að horfast í augu við þá alvarlegu staðreynd að bílaborgin veldur ekki bara sífellt lengri ferðatíma borgaranna heldur er hún ein meginorsök offitunnar, mesta heilbrigðisvanda sem við er að glíma í okkar heimshluta. Kannanir sýna að fólk sem býr í þéttri borgarbyggð og getur sinnt daglegum erindum sínum fótgangandi er grennra og heilsubetra en íbúar úthverfa og svefnbæja þar sem flest verður að sækja á bíl. Ábyrg stjórnvöld verða því að snúa við blaðinu og þétta byggð í borgum og bæjum með róttækum hætti þannig að gangan verði aftur eðlilegur þáttur hins daglega lífs og raunverulegar almenningssamgöngur fái þrifist. Flugvallarsvæðið er forsenda slíkrar þróunar hér á landi. Með því að byggja þétta og menningarlega miðborg milli stranda í gömlu Reykjavík mun borgarstjórn stuðla að hollari lífsháttum borgaranna. Borgarlífið verður betra líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur "Flugvöllur okkar allra" er fyrirsögn greinar um Reykjavíkurflugvöll eftir Ingu Rósu Þórðardóttur sem birtist í Fréttablaðinu 8. febrúar s.l. Þar gerir greinarhöfundur ráð fyrir því að meirihluti farþega í innanlandsflugi séu Íslendingar sem án efa er rétt. Hitt er umdeilanlegt hvort mannvirki sem gagnast jafn fáum og skaðar jafn marga vegna legu sinnar og umfangs (nú um 140 ha) rísi undir því að vera sameiningartákn eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Daglegt áætlunarflug milli höfuðborgar og landsbyggðar nær aðeins til fjögurra kaupstaða, Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Vestmannaeyja. Til annarra staða er sjaldan flogið. Í könnun sem Bjarni Reynarsson ráðgjafi hjá Land-ráðum gerði fyrir samgönguyfirvöld á ferðavenjum Íslendinga sumarið 2004 kemur í ljós að 80 % Íslendinga ferðuðust ekkert með innanlandsflugi, en 9% flugu þrisvar eða oftar (Mbl. 5. febr.2005). Níu-prósent flokkinn fylla að líkindum þingmenn, sveitarstjórnarmenn, forstjórar og fleira fólk í opinberum erindagerðum, sem flest flýgur á kostnað vinnuveitenda sinna, karlmenn í meirihluta. Ungt fólk er meira á ferðinni en það eldra, segir í könnuninni. Almenningur í einkaerindum flýgur lítið. Þannig sést að Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur fyrir fáa. Áður en lokið var við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar kusu höfuðborgarbúar um framtíð flugvallarsvæðisins og Vatnsmýrinnar vorið 2001. Niðurstaða kosningarinnar varð sú að eftir 2016 ætti hálfur flugvöllurinn að víkja fyrir borgarbyggð en allur 8-10 árum síðar. Lítill en voldugur hópur unir þessari niðurstöðu illa. Eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lýsti því yfir að ekki væri spurning um hvort heldur hvenær flugvöllurinn færi hafa nokkrir stórnotendur flugsins mótmælt hástöfum. Fólk sem lengi hefur notið þæginda af því að geta lent á stóru landflæmi við hjartarætur höfuðborgarinnar og nánast í bakgarði Alþingishússins lítur á það sem mikla skerðingu lífsgæða ef ferðatími þess (þessi þrjú skipti á sumri) lengist um ca. 40 mínútur miðað við það að flogið yrði til Keflavíkur. Sama fólk lætur sér í léttu rúmi liggja þótt tugþúsundir Reykvíkinga verði að lengja ferðir sínar um borgina sem nemur svipuðum tíma á hverjum einasta degi vegna þess hve borgin er dreifð. Frumástæða dreifingarinnar er lega flugvallarins í Vatnsmýrinni. Rökin fyrir því að flugvöllurinn víki úr miðborgarlandi Reykjavíkur snúast um skipulag og heilbrigði. Á síðari árum hafa yfirvöld og almenningur á Vesturlöndum neyðst til að horfast í augu við þá alvarlegu staðreynd að bílaborgin veldur ekki bara sífellt lengri ferðatíma borgaranna heldur er hún ein meginorsök offitunnar, mesta heilbrigðisvanda sem við er að glíma í okkar heimshluta. Kannanir sýna að fólk sem býr í þéttri borgarbyggð og getur sinnt daglegum erindum sínum fótgangandi er grennra og heilsubetra en íbúar úthverfa og svefnbæja þar sem flest verður að sækja á bíl. Ábyrg stjórnvöld verða því að snúa við blaðinu og þétta byggð í borgum og bæjum með róttækum hætti þannig að gangan verði aftur eðlilegur þáttur hins daglega lífs og raunverulegar almenningssamgöngur fái þrifist. Flugvallarsvæðið er forsenda slíkrar þróunar hér á landi. Með því að byggja þétta og menningarlega miðborg milli stranda í gömlu Reykjavík mun borgarstjórn stuðla að hollari lífsháttum borgaranna. Borgarlífið verður betra líf.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun