Verður Surtsey ferðamannastaður? Guðmundur Magnússon skrifar 20. febrúar 2005 00:01 Hún lætur ekki mikið yfir sér fyrirspurnin sem Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins beindi til Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á Alþingi fyrir viku síðan. Spurt var: "Stendur til að heimila ferðamönnum að stíga á land í Surtsey? " Ekki liggur fyrir hvenær spurningunni verður svarað, en það gæti orðið á þingfundi síðdegis í dag. Í Morgunblaðinu í gær, sunnudag, kemur fram hvað vakir fyrir þingmanninum. Í baksíðufrétt með fyrirsögninni "Opnun Surtseyjar myndi efla ferðamennskuna" segir Hjálmar Árnason að það myndi hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku í Vestmannaeyjum að leyfa fólki að fara út í eyna sem er friðuð. Hann tekur fram að ferðamenn eigi þó ekki að fá að valsa um eyna eftirlitslaust. Markhópur þessarar ferðaþjónustu er greinilega ekki Jón og Gunna heldur efnafólk í útlöndum. Orðrétt segir þinmaðurinn í fréttinni: "Það er vitað að sterkefnaðir einstaklingar ferðast um allan heim til að komast í snertingu við einstök svæði sem Surtsey tvímælalaust er". Hvort hún er! Surtsey, eins og hún var síðar nefnd, myndaðist í miklu eldsgosi sem menn urðu fyrst varir við 14. nóvember árið 1963. Gosið stóð yfir með löngum hléum í næstum fjögur ár; lauk ekki fyrr en sumarið 1967. Þá var eyjan, sem gosið myndaði, orðin 2,7 ferkílómetrar að flatarmáli. Mönnum varð fljótt ljóst að Surtsey gaf tækifæri til einstæðra vísindarannsókna. Var ákveðið að friða hana 1965 en friðunin hefur meðal annars í för með sér að óheimilt er að fara í eyna nema með leyfi Surtseyjarfélagsins sem stofnað var til að annast rannsóknir á eynni og starfar nú í umboði Umhverfisstofnunar. Friðlýsingarreglur kveða einnig á um að bannað sé að raska nokkru í eynni og leyfi þarf til að reisa þar mannvirki. Bannað er að flytja í eyna lifandi dýr, plöntur, fræ eða plöntuhluta. Þá er bannað að skilja eftur hvers konar úrgang í eynni eða við hana. Íslendingar hafa verið stoltir af þeim vísindarannsóknum sem stundaðar hafa verið í Surtsey og þær hafa vakið alþjóðaathygli. Vísindamönnum og áhugafólki um náttúru um allan heim þykir fróðlegt að fylgjast með því hvernig líf hefur smám saman myndast og þróast til aukinnar fullkomnunnar á þessari litlu eyju. Það ferli er að sumu leyti jarðsagan í hnotskurn. Verði Surtsey ferðamannastaður er líklegt að eðlisbreyting verði á þessari náttúruperlu. Hún hefur að vísu ekki verið algjörlega einangruð en ferðir þangað hafa verið mjög takmarkaðar. Það er fyrst og fremst vegna þessarar einangrunar sem þróun lífsins í Surtsey hefur vakið athygli náttúrufræðinga. Kaflaskil verða í sögu Surtseyjar ef hún verður áfangastaður ferðamanna, jafnvel þótt undir ströngu eftirliti verði. Ekki er að efa að það er góð meining á bak við hugmynd þingmannsins. Hann vill gefa fólki tækifæri til að sjá þessa merkilegu eyju og rifjar upp að sjálfur fékk hann tækifæri til að stíga þar á land fyrir mörgum árum. Ekki þykir honum verra ef einhverjir geta hagnast á uppátækinu. En góð meining er eitt, skynsemi er annað. Og þessi hugmynd er satt að segja ekki skynsamleg því verði henni hrint í framkvæmd er hætt við að dagar Surtseyjar sem náttúruundurs séu taldir. Ferðamennskan mun kannski fara hægt og hljótt af stað en á endanum munu henni engin bönd halda. Það tjón sem þannig er unnið er óafturkræft. Vonandi bregst umhverfisráðherra ekki í varðstöðu sinni fyrir náttúru Íslands í þessu máli.Guðmundur Magnússon-gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hún lætur ekki mikið yfir sér fyrirspurnin sem Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins beindi til Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á Alþingi fyrir viku síðan. Spurt var: "Stendur til að heimila ferðamönnum að stíga á land í Surtsey? " Ekki liggur fyrir hvenær spurningunni verður svarað, en það gæti orðið á þingfundi síðdegis í dag. Í Morgunblaðinu í gær, sunnudag, kemur fram hvað vakir fyrir þingmanninum. Í baksíðufrétt með fyrirsögninni "Opnun Surtseyjar myndi efla ferðamennskuna" segir Hjálmar Árnason að það myndi hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku í Vestmannaeyjum að leyfa fólki að fara út í eyna sem er friðuð. Hann tekur fram að ferðamenn eigi þó ekki að fá að valsa um eyna eftirlitslaust. Markhópur þessarar ferðaþjónustu er greinilega ekki Jón og Gunna heldur efnafólk í útlöndum. Orðrétt segir þinmaðurinn í fréttinni: "Það er vitað að sterkefnaðir einstaklingar ferðast um allan heim til að komast í snertingu við einstök svæði sem Surtsey tvímælalaust er". Hvort hún er! Surtsey, eins og hún var síðar nefnd, myndaðist í miklu eldsgosi sem menn urðu fyrst varir við 14. nóvember árið 1963. Gosið stóð yfir með löngum hléum í næstum fjögur ár; lauk ekki fyrr en sumarið 1967. Þá var eyjan, sem gosið myndaði, orðin 2,7 ferkílómetrar að flatarmáli. Mönnum varð fljótt ljóst að Surtsey gaf tækifæri til einstæðra vísindarannsókna. Var ákveðið að friða hana 1965 en friðunin hefur meðal annars í för með sér að óheimilt er að fara í eyna nema með leyfi Surtseyjarfélagsins sem stofnað var til að annast rannsóknir á eynni og starfar nú í umboði Umhverfisstofnunar. Friðlýsingarreglur kveða einnig á um að bannað sé að raska nokkru í eynni og leyfi þarf til að reisa þar mannvirki. Bannað er að flytja í eyna lifandi dýr, plöntur, fræ eða plöntuhluta. Þá er bannað að skilja eftur hvers konar úrgang í eynni eða við hana. Íslendingar hafa verið stoltir af þeim vísindarannsóknum sem stundaðar hafa verið í Surtsey og þær hafa vakið alþjóðaathygli. Vísindamönnum og áhugafólki um náttúru um allan heim þykir fróðlegt að fylgjast með því hvernig líf hefur smám saman myndast og þróast til aukinnar fullkomnunnar á þessari litlu eyju. Það ferli er að sumu leyti jarðsagan í hnotskurn. Verði Surtsey ferðamannastaður er líklegt að eðlisbreyting verði á þessari náttúruperlu. Hún hefur að vísu ekki verið algjörlega einangruð en ferðir þangað hafa verið mjög takmarkaðar. Það er fyrst og fremst vegna þessarar einangrunar sem þróun lífsins í Surtsey hefur vakið athygli náttúrufræðinga. Kaflaskil verða í sögu Surtseyjar ef hún verður áfangastaður ferðamanna, jafnvel þótt undir ströngu eftirliti verði. Ekki er að efa að það er góð meining á bak við hugmynd þingmannsins. Hann vill gefa fólki tækifæri til að sjá þessa merkilegu eyju og rifjar upp að sjálfur fékk hann tækifæri til að stíga þar á land fyrir mörgum árum. Ekki þykir honum verra ef einhverjir geta hagnast á uppátækinu. En góð meining er eitt, skynsemi er annað. Og þessi hugmynd er satt að segja ekki skynsamleg því verði henni hrint í framkvæmd er hætt við að dagar Surtseyjar sem náttúruundurs séu taldir. Ferðamennskan mun kannski fara hægt og hljótt af stað en á endanum munu henni engin bönd halda. Það tjón sem þannig er unnið er óafturkræft. Vonandi bregst umhverfisráðherra ekki í varðstöðu sinni fyrir náttúru Íslands í þessu máli.Guðmundur Magnússon-gm@frettabladid.is
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun