Átakamikið flokksþing 27. febrúar 2005 00:01 Framsóknarmenn tókust á í afstöðu sinni til Evrópumála á flokksþingi í gær. Samþykkt var verulega breytt útgáfa frá upprunalegum drögum að ályktun. Í endanlegri ályktun var samþykkt að á vettvangi Framsóknarflokksins skuli haldið áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöður þeirrar vinnu skuli kynna á næsta flokksþingi. Í upphaflegum drögum var gert ráð fyrir að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili en í útgáfu sem lögð var fyrir þingið í gærmorgun eftir umfjöllun í nefnd hafði ákvæðinu verið breytt í þá veru að á næsta flokksþingi skyldu fara fram kosningar um það hvort sækja ætti um aðild eða ekki. "Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega afstöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var hins vegar samþykkt að opna með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusambandinu þannig að við höfum umboð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða," segir Halldór Ásgrímsson, sem kjörinn var formaður Framsóknarflokksins í sjötta sinn í gær. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins, mótmælti ákvæðinu um að kjósa um málið á næsta flokksþingi harðlega í gærmorgun. "Ef þetta verður samþykkt þýðir það að við séum að undirbúa aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ég er því algjörlega mótfallinn. Ég veit ekki hvað menn eru að álpast út í," sagði hann. Steingrímur benti á að það væri flokknum í óhag að takast á við svo stórt mál rétt fyrir næstu alþingiskosningar. Kristinn H. Gunnarsson tók undir orð Steingríms. "Það væri óðs manns æði að stefna okkur í þessa stöðu skömmu fyrir alþingiskosningar vitandi um mikla andstöðu í flokknum við aðild sem ekki mun hverfa við atkvæðagreiðslu verði hún samþykkt," sagði hann. Guðni Ágústsson varaformaður sagði að Evrópumálin hefðu verið langþyngsta deiluefnið en náðst hefði viðunandi lausn og mikil samstaða. "Við sýndum þá jafnvægislist sem við erum þekktir fyrir, að ná sameiginlegri niðurstöðu í mjög erfiðu máli," sagði hann. "Þetta þýðir einfaldlega það að Framsóknarflokknum, eins og stjórnvöldum í landinu, ber að halda vöku sinni og vinna í því að skoða stöðu Íslands í Evrópu, ég tala nú ekki um ef eitthvað gerist varðandi EES-samninginn," sagði Guðni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Framsóknarmenn tókust á í afstöðu sinni til Evrópumála á flokksþingi í gær. Samþykkt var verulega breytt útgáfa frá upprunalegum drögum að ályktun. Í endanlegri ályktun var samþykkt að á vettvangi Framsóknarflokksins skuli haldið áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöður þeirrar vinnu skuli kynna á næsta flokksþingi. Í upphaflegum drögum var gert ráð fyrir að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili en í útgáfu sem lögð var fyrir þingið í gærmorgun eftir umfjöllun í nefnd hafði ákvæðinu verið breytt í þá veru að á næsta flokksþingi skyldu fara fram kosningar um það hvort sækja ætti um aðild eða ekki. "Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega afstöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var hins vegar samþykkt að opna með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusambandinu þannig að við höfum umboð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða," segir Halldór Ásgrímsson, sem kjörinn var formaður Framsóknarflokksins í sjötta sinn í gær. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins, mótmælti ákvæðinu um að kjósa um málið á næsta flokksþingi harðlega í gærmorgun. "Ef þetta verður samþykkt þýðir það að við séum að undirbúa aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ég er því algjörlega mótfallinn. Ég veit ekki hvað menn eru að álpast út í," sagði hann. Steingrímur benti á að það væri flokknum í óhag að takast á við svo stórt mál rétt fyrir næstu alþingiskosningar. Kristinn H. Gunnarsson tók undir orð Steingríms. "Það væri óðs manns æði að stefna okkur í þessa stöðu skömmu fyrir alþingiskosningar vitandi um mikla andstöðu í flokknum við aðild sem ekki mun hverfa við atkvæðagreiðslu verði hún samþykkt," sagði hann. Guðni Ágústsson varaformaður sagði að Evrópumálin hefðu verið langþyngsta deiluefnið en náðst hefði viðunandi lausn og mikil samstaða. "Við sýndum þá jafnvægislist sem við erum þekktir fyrir, að ná sameiginlegri niðurstöðu í mjög erfiðu máli," sagði hann. "Þetta þýðir einfaldlega það að Framsóknarflokknum, eins og stjórnvöldum í landinu, ber að halda vöku sinni og vinna í því að skoða stöðu Íslands í Evrópu, ég tala nú ekki um ef eitthvað gerist varðandi EES-samninginn," sagði Guðni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira