Mörg fórnarlömb netsvika á Íslandi 27. febrúar 2005 00:01 Vonin um skjótfenginn gróða verður til þess að fjölmargir láta gabba sig á Netinu. Íslensk fórnarlömb netsvindls af ýmsu tagi skipta tugum á hverju ári. Fjöldi fólks hefur haft samband við fréttastofuna í kjölfar fréttar af netsvindli og það er greinilegt að fjölmargir hafa orðið glæpamönnum að bráð sem stunda iðju sína á Netinu. Dæmi eru um fólk sem hefur tapað hundruðum þúsunda og lent í vandræðum eftir að hafa gefið upplýsingar um kortanúmer, leyniorð og fleira. Með sívaxandi netnotkun fjölgar glæpum af þessu tagi. Hjá greiðslukortafyrirtækjunum þekkja menn vinsælustu svindlleiðirnar. Bergþóra Ketilsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Kreditkortum, segir það gjarnan þannig að fólk fái tilkynningu í tölvupósti um að það hafi dottið í lukkupottinn. Það þurfi hins vegar að gefa upp kortanúmer og gildistíma og þurfi kannski að inna litla greiðslu af hendi til að geta veitt hinum „háu verðlaunum“ viðtöku. Reyndin er aftur á móti sú að það er einhver annar að detta í „lukkupottinn“ ef korthafi veitir þessar upplýsingar. Til að komast hjá því að lenda í vandræðum af þessu tagi má hafa nokkur einföld ráð í huga:: - að huga vel að því hvaðan tölvupósturinn kemur, - að gefa aldrei upplýsingar um aðgangsorð, leyninúmer eða aðrar sambærilegar upplýsingar í tölvupósti eða öðrum álíka hætti, - að kanna vel öryggisyfirlýsingar og tryggingar þeirra fyrirtækja á Netinu sem skipt er við, og varast ýmiss konar gylliboð. Einn viðmælandi fréttastofunnar orðaði það sem svo að hljómaði eitthvert tilboð of gott til að vera satt, væru mestar líkur á að það væri heldur ekki satt. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Vonin um skjótfenginn gróða verður til þess að fjölmargir láta gabba sig á Netinu. Íslensk fórnarlömb netsvindls af ýmsu tagi skipta tugum á hverju ári. Fjöldi fólks hefur haft samband við fréttastofuna í kjölfar fréttar af netsvindli og það er greinilegt að fjölmargir hafa orðið glæpamönnum að bráð sem stunda iðju sína á Netinu. Dæmi eru um fólk sem hefur tapað hundruðum þúsunda og lent í vandræðum eftir að hafa gefið upplýsingar um kortanúmer, leyniorð og fleira. Með sívaxandi netnotkun fjölgar glæpum af þessu tagi. Hjá greiðslukortafyrirtækjunum þekkja menn vinsælustu svindlleiðirnar. Bergþóra Ketilsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Kreditkortum, segir það gjarnan þannig að fólk fái tilkynningu í tölvupósti um að það hafi dottið í lukkupottinn. Það þurfi hins vegar að gefa upp kortanúmer og gildistíma og þurfi kannski að inna litla greiðslu af hendi til að geta veitt hinum „háu verðlaunum“ viðtöku. Reyndin er aftur á móti sú að það er einhver annar að detta í „lukkupottinn“ ef korthafi veitir þessar upplýsingar. Til að komast hjá því að lenda í vandræðum af þessu tagi má hafa nokkur einföld ráð í huga:: - að huga vel að því hvaðan tölvupósturinn kemur, - að gefa aldrei upplýsingar um aðgangsorð, leyninúmer eða aðrar sambærilegar upplýsingar í tölvupósti eða öðrum álíka hætti, - að kanna vel öryggisyfirlýsingar og tryggingar þeirra fyrirtækja á Netinu sem skipt er við, og varast ýmiss konar gylliboð. Einn viðmælandi fréttastofunnar orðaði það sem svo að hljómaði eitthvert tilboð of gott til að vera satt, væru mestar líkur á að það væri heldur ekki satt.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira