Magnús Þór gagnrýndur eftir áfengismeðferð 8. mars 2005 00:01 "Þegar maður er kominn svona langt í pólitík þýðir ekki að vera að sulla í víni," segir Magnúr Þór Hafsteinsson um ástæður þess að hann fór í meðferð um jólin. "Ég reyndi fyrst að hætta af sjálfsdáðum en þegar ég sá að það gekk ekki leitaði ég til þeirra aðila sem sjá um meðferðir hér á landi. Ég fór inn á Vog og það gekk vel. Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun." Erfiður fjandi Magnús segist hafa byrjað að drekka fimmtán ára gamall. "Nú er ég á fimmtugsaldrinum og taldi rétt að afgreiða þetta mál. Dagsformið, vinnuþrekið og allt annað var farið að líða vegna drykkjunnar. Maður verður bráðari til skapsins og hefur minni stjórna á sér. Það fylgir bara þessum fjanda," segir Magnús en margir muna eftir skrifum Magnúsar á internetið þegar hann sagðist vilja: "sprengja Halldór Blöndal til andskotans." Magnús hlær þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið skrifað í ölæði. "Ég hef beðist afsökunar á þessum skrifum og get bara sagt að áfengið hafi verið eitt vandamál sem þurfti að leysa." Átök í flokknum En það er ekki að frumkvæði Magnúsar sem hann ræði um áfengisfíkn sína í fjölmiðlum. Það voru andstæðingar Magnúsar Þórs innan Frjálslynda flokksins sem ákváðu að upplýsa þjóðina um málið á heimasíðu Sigurðar Inga Jónssonar, sem íhugaði að boða sig fram til formanns flokksins: "Það er ekki eins og að við höfum ekki vitað af drykkjuvanda Magnúsar Þórs, sem orðið hefur honum til háðungar og flokknum til skammar, hvort heldur er á spjallþráðum eða í opinberum erindagjörðum. Við vitum hvar hann var vikuna fyrir jól, og hvers vegna það kom til," segir Sigurður á síðunni en hann studdi Gunnar Örlygsson í kosningunum. Betri maður "Mér finnst þetta einfaldlega aumkunarvert hjá Sigurði," segir Magnús Þór. "Ég hef ekki farið leynt með þetta og allir mínir félagar í flokknum og fjölskylda vissu af þessu. Þetta var bara ákveðið vandamál sem ég þurfti að leysa og tugþúsundir Íslendinga hafa lent í því sama. Ef eitthvað er þá hefur þetta gert mig að betri stjórnmálamanni. Ég hef fengið innsýn í þennan alvarlega vanda sem áfengið er í okkar samfélagi." Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
"Þegar maður er kominn svona langt í pólitík þýðir ekki að vera að sulla í víni," segir Magnúr Þór Hafsteinsson um ástæður þess að hann fór í meðferð um jólin. "Ég reyndi fyrst að hætta af sjálfsdáðum en þegar ég sá að það gekk ekki leitaði ég til þeirra aðila sem sjá um meðferðir hér á landi. Ég fór inn á Vog og það gekk vel. Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun." Erfiður fjandi Magnús segist hafa byrjað að drekka fimmtán ára gamall. "Nú er ég á fimmtugsaldrinum og taldi rétt að afgreiða þetta mál. Dagsformið, vinnuþrekið og allt annað var farið að líða vegna drykkjunnar. Maður verður bráðari til skapsins og hefur minni stjórna á sér. Það fylgir bara þessum fjanda," segir Magnús en margir muna eftir skrifum Magnúsar á internetið þegar hann sagðist vilja: "sprengja Halldór Blöndal til andskotans." Magnús hlær þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið skrifað í ölæði. "Ég hef beðist afsökunar á þessum skrifum og get bara sagt að áfengið hafi verið eitt vandamál sem þurfti að leysa." Átök í flokknum En það er ekki að frumkvæði Magnúsar sem hann ræði um áfengisfíkn sína í fjölmiðlum. Það voru andstæðingar Magnúsar Þórs innan Frjálslynda flokksins sem ákváðu að upplýsa þjóðina um málið á heimasíðu Sigurðar Inga Jónssonar, sem íhugaði að boða sig fram til formanns flokksins: "Það er ekki eins og að við höfum ekki vitað af drykkjuvanda Magnúsar Þórs, sem orðið hefur honum til háðungar og flokknum til skammar, hvort heldur er á spjallþráðum eða í opinberum erindagjörðum. Við vitum hvar hann var vikuna fyrir jól, og hvers vegna það kom til," segir Sigurður á síðunni en hann studdi Gunnar Örlygsson í kosningunum. Betri maður "Mér finnst þetta einfaldlega aumkunarvert hjá Sigurði," segir Magnús Þór. "Ég hef ekki farið leynt með þetta og allir mínir félagar í flokknum og fjölskylda vissu af þessu. Þetta var bara ákveðið vandamál sem ég þurfti að leysa og tugþúsundir Íslendinga hafa lent í því sama. Ef eitthvað er þá hefur þetta gert mig að betri stjórnmálamanni. Ég hef fengið innsýn í þennan alvarlega vanda sem áfengið er í okkar samfélagi."
Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira