Mælt með þeim síst hæfa 8. mars 2005 00:01 Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði mæltu í gær með Auðuni Georg Ólafssyni sölustjóra í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Hann var ekki einn þeirra fimm umsækjenda sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, mælti sérstaklega með af þeim tíu sem sóttu um. „Það er óþarfi að hafa stór orð um þetta, þarna er mælt með þeim umsækjanda sem við snögga yfirsýn virðist ekki sá hæfasti þannig að notað sé stílbragðið úrdráttur,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum útvarpsráðsmaður. Útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, skipar í stöðuna en Félag fréttamanna og Starfsmannafélag RÚV lýstu yfir óánægju sinni með meðmæli útvarpsráðs í gær með því að senda útvarpsstjóra bréf þar sem hann er hvattur til þess að láta fagleg sjónarmið ráða við skipun í stöðuna. „Við bíðum bara eftir ákvörðun Markúsar Arnar og biðjum hann um að láta fagleg sjónarmið ráða,“ segir Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna og fréttamaður á Sjónvarpinu. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna á fundi útvarpsráðs og létu bóka að pólitískt kjörnir fulltrúar ættu ekki að skipta sér af ráðningum starfsmanna RÚV. „Ég vil ekkert tjá mig um málið á meðan það er í farvegi hjá útvarpsstjóra,“ segir Auðun Georg. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, segir að Auðun Georg hafi uppfyllt best hæfiskröfur miðað við starfsauglýsingu. "Þótt hann sé ungur hefur hann mikla reynslu, bæði af fréttamennsku og rekstri auk þess að hafa stjórnunarhæfileika," segir Gunnlaugur. Spurður hvort það hafi ráðið einhverju um valið að Georg er framsóknarmaður og náinn vinur helstu ráðgjafa Framsóknarflokksins, Björns Inga Hrafnssonar, Páls Magnússonar og Steingríms Ólafssonar segir Gunnlaugur: „Ég er ekkert í slíkum persónunjósnum.“ Ekki náðist í Markús Örn í gær en líklegt er að hann tilkynni ákvörðun sína í dag. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði mæltu í gær með Auðuni Georg Ólafssyni sölustjóra í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Hann var ekki einn þeirra fimm umsækjenda sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, mælti sérstaklega með af þeim tíu sem sóttu um. „Það er óþarfi að hafa stór orð um þetta, þarna er mælt með þeim umsækjanda sem við snögga yfirsýn virðist ekki sá hæfasti þannig að notað sé stílbragðið úrdráttur,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum útvarpsráðsmaður. Útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, skipar í stöðuna en Félag fréttamanna og Starfsmannafélag RÚV lýstu yfir óánægju sinni með meðmæli útvarpsráðs í gær með því að senda útvarpsstjóra bréf þar sem hann er hvattur til þess að láta fagleg sjónarmið ráða við skipun í stöðuna. „Við bíðum bara eftir ákvörðun Markúsar Arnar og biðjum hann um að láta fagleg sjónarmið ráða,“ segir Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna og fréttamaður á Sjónvarpinu. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna á fundi útvarpsráðs og létu bóka að pólitískt kjörnir fulltrúar ættu ekki að skipta sér af ráðningum starfsmanna RÚV. „Ég vil ekkert tjá mig um málið á meðan það er í farvegi hjá útvarpsstjóra,“ segir Auðun Georg. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, segir að Auðun Georg hafi uppfyllt best hæfiskröfur miðað við starfsauglýsingu. "Þótt hann sé ungur hefur hann mikla reynslu, bæði af fréttamennsku og rekstri auk þess að hafa stjórnunarhæfileika," segir Gunnlaugur. Spurður hvort það hafi ráðið einhverju um valið að Georg er framsóknarmaður og náinn vinur helstu ráðgjafa Framsóknarflokksins, Björns Inga Hrafnssonar, Páls Magnússonar og Steingríms Ólafssonar segir Gunnlaugur: „Ég er ekkert í slíkum persónunjósnum.“ Ekki náðist í Markús Örn í gær en líklegt er að hann tilkynni ákvörðun sína í dag.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira