Gríðarleg reiði meðal fréttamanna 9. mars 2005 00:01 Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð, en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri tilkynnti um ráðningu Auðuns í dag. Auðun fékk atkvæði fjögurra útvarpsráðsmanna í gær en þrír ráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Áður hafði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælt með fimm umsækjendum en ekki Auðuni. Útvarpsstjóri segir að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna vegi þyngra en aðrar umsagnir og þar sem enginn annar umsækjandi hafi fengið atkvæði í útvarpsráði þá hafi hann ákveðið að ráða Auðun Georg. Jóhann Hauksson, forstöðumaður Rásar tvö og einn þeirra umsækjenda sem Bogi mælti með, segir að á meðal umsækjenda séu þeir menn sem hafi skapað Ríkisútvarpinu þann orðstír og trúverðugleika sem hafi gefið stofnuninni yfirburðastöðu á liðnum áratugum og að með þessu sé þessum mönnum gefið langt nef. Honum finnist þetta skrípaleikur og að erfitt sé að sitja undir þessu. Annar umsækjandi, Óðinn Jónsson fréttamaður, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá stjórnmálamenn sem ráðskist með Ríkisútvarpið. Þriðji umsækjandinn, Arnar Páll Hauksson fréttamaður, segir afgreiðslu málsins vera lítilsvirðingu við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Auðun Georg segist mjög þakklátur fyrir að hafa hlotið starfið. Hann segir of snemmt að segja til um hvort tilkoma hans þýði áherslubreytingar í fréttastefnu Ríkisútvarpsins. Það verði alltaf einhverjar breytingar með nýjum mannskap en fréttastofan verði keyrð eins og verið hafi áfram. Fréttastofa Ríkisútvarpsins flytji áreiðanlegar fréttir sem fólk trúi og treysti og það verði engin breyting þar á. Aðspurður hvort hann kvíði því að mæta í hóp fréttamanna þar sem kraumi mikil reiði og óánægja með ráðstöfunina segir Auðun að hann hafi ekki orðið var við reiði eða gremju gagnvart sér en fólk hafi rétt á sínum tilfinningum. Hann vilji hins vegar láta verkin tala og sýna sig og sanna og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna lýsa vantrausti og mótmæla harðlega ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra. Þess er krafist að ákvörðunin verði dregin til baka enda sé stétt fréttamanna gróflega misboðið og ráðningin bersýnilega pólitískt. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð, en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri tilkynnti um ráðningu Auðuns í dag. Auðun fékk atkvæði fjögurra útvarpsráðsmanna í gær en þrír ráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Áður hafði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælt með fimm umsækjendum en ekki Auðuni. Útvarpsstjóri segir að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna vegi þyngra en aðrar umsagnir og þar sem enginn annar umsækjandi hafi fengið atkvæði í útvarpsráði þá hafi hann ákveðið að ráða Auðun Georg. Jóhann Hauksson, forstöðumaður Rásar tvö og einn þeirra umsækjenda sem Bogi mælti með, segir að á meðal umsækjenda séu þeir menn sem hafi skapað Ríkisútvarpinu þann orðstír og trúverðugleika sem hafi gefið stofnuninni yfirburðastöðu á liðnum áratugum og að með þessu sé þessum mönnum gefið langt nef. Honum finnist þetta skrípaleikur og að erfitt sé að sitja undir þessu. Annar umsækjandi, Óðinn Jónsson fréttamaður, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá stjórnmálamenn sem ráðskist með Ríkisútvarpið. Þriðji umsækjandinn, Arnar Páll Hauksson fréttamaður, segir afgreiðslu málsins vera lítilsvirðingu við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Auðun Georg segist mjög þakklátur fyrir að hafa hlotið starfið. Hann segir of snemmt að segja til um hvort tilkoma hans þýði áherslubreytingar í fréttastefnu Ríkisútvarpsins. Það verði alltaf einhverjar breytingar með nýjum mannskap en fréttastofan verði keyrð eins og verið hafi áfram. Fréttastofa Ríkisútvarpsins flytji áreiðanlegar fréttir sem fólk trúi og treysti og það verði engin breyting þar á. Aðspurður hvort hann kvíði því að mæta í hóp fréttamanna þar sem kraumi mikil reiði og óánægja með ráðstöfunina segir Auðun að hann hafi ekki orðið var við reiði eða gremju gagnvart sér en fólk hafi rétt á sínum tilfinningum. Hann vilji hins vegar láta verkin tala og sýna sig og sanna og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna lýsa vantrausti og mótmæla harðlega ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra. Þess er krafist að ákvörðunin verði dregin til baka enda sé stétt fréttamanna gróflega misboðið og ráðningin bersýnilega pólitískt.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira