Gríðarleg reiði meðal fréttamanna 9. mars 2005 00:01 Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð, en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri tilkynnti um ráðningu Auðuns í dag. Auðun fékk atkvæði fjögurra útvarpsráðsmanna í gær en þrír ráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Áður hafði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælt með fimm umsækjendum en ekki Auðuni. Útvarpsstjóri segir að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna vegi þyngra en aðrar umsagnir og þar sem enginn annar umsækjandi hafi fengið atkvæði í útvarpsráði þá hafi hann ákveðið að ráða Auðun Georg. Jóhann Hauksson, forstöðumaður Rásar tvö og einn þeirra umsækjenda sem Bogi mælti með, segir að á meðal umsækjenda séu þeir menn sem hafi skapað Ríkisútvarpinu þann orðstír og trúverðugleika sem hafi gefið stofnuninni yfirburðastöðu á liðnum áratugum og að með þessu sé þessum mönnum gefið langt nef. Honum finnist þetta skrípaleikur og að erfitt sé að sitja undir þessu. Annar umsækjandi, Óðinn Jónsson fréttamaður, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá stjórnmálamenn sem ráðskist með Ríkisútvarpið. Þriðji umsækjandinn, Arnar Páll Hauksson fréttamaður, segir afgreiðslu málsins vera lítilsvirðingu við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Auðun Georg segist mjög þakklátur fyrir að hafa hlotið starfið. Hann segir of snemmt að segja til um hvort tilkoma hans þýði áherslubreytingar í fréttastefnu Ríkisútvarpsins. Það verði alltaf einhverjar breytingar með nýjum mannskap en fréttastofan verði keyrð eins og verið hafi áfram. Fréttastofa Ríkisútvarpsins flytji áreiðanlegar fréttir sem fólk trúi og treysti og það verði engin breyting þar á. Aðspurður hvort hann kvíði því að mæta í hóp fréttamanna þar sem kraumi mikil reiði og óánægja með ráðstöfunina segir Auðun að hann hafi ekki orðið var við reiði eða gremju gagnvart sér en fólk hafi rétt á sínum tilfinningum. Hann vilji hins vegar láta verkin tala og sýna sig og sanna og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna lýsa vantrausti og mótmæla harðlega ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra. Þess er krafist að ákvörðunin verði dregin til baka enda sé stétt fréttamanna gróflega misboðið og ráðningin bersýnilega pólitískt. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð, en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri tilkynnti um ráðningu Auðuns í dag. Auðun fékk atkvæði fjögurra útvarpsráðsmanna í gær en þrír ráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Áður hafði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælt með fimm umsækjendum en ekki Auðuni. Útvarpsstjóri segir að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna vegi þyngra en aðrar umsagnir og þar sem enginn annar umsækjandi hafi fengið atkvæði í útvarpsráði þá hafi hann ákveðið að ráða Auðun Georg. Jóhann Hauksson, forstöðumaður Rásar tvö og einn þeirra umsækjenda sem Bogi mælti með, segir að á meðal umsækjenda séu þeir menn sem hafi skapað Ríkisútvarpinu þann orðstír og trúverðugleika sem hafi gefið stofnuninni yfirburðastöðu á liðnum áratugum og að með þessu sé þessum mönnum gefið langt nef. Honum finnist þetta skrípaleikur og að erfitt sé að sitja undir þessu. Annar umsækjandi, Óðinn Jónsson fréttamaður, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá stjórnmálamenn sem ráðskist með Ríkisútvarpið. Þriðji umsækjandinn, Arnar Páll Hauksson fréttamaður, segir afgreiðslu málsins vera lítilsvirðingu við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Auðun Georg segist mjög þakklátur fyrir að hafa hlotið starfið. Hann segir of snemmt að segja til um hvort tilkoma hans þýði áherslubreytingar í fréttastefnu Ríkisútvarpsins. Það verði alltaf einhverjar breytingar með nýjum mannskap en fréttastofan verði keyrð eins og verið hafi áfram. Fréttastofa Ríkisútvarpsins flytji áreiðanlegar fréttir sem fólk trúi og treysti og það verði engin breyting þar á. Aðspurður hvort hann kvíði því að mæta í hóp fréttamanna þar sem kraumi mikil reiði og óánægja með ráðstöfunina segir Auðun að hann hafi ekki orðið var við reiði eða gremju gagnvart sér en fólk hafi rétt á sínum tilfinningum. Hann vilji hins vegar láta verkin tala og sýna sig og sanna og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna lýsa vantrausti og mótmæla harðlega ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra. Þess er krafist að ákvörðunin verði dregin til baka enda sé stétt fréttamanna gróflega misboðið og ráðningin bersýnilega pólitískt.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira