Fréttamenn ræða allsherjaruppsögn 10. mars 2005 00:01 Fréttamenn á fréttastofu Útvarpsins ræða nú að segja upp störfum, allir sem einn, verði ekki horfið frá ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra. Þá ætla þeir að kanna lagagrundvöll fyrir því hvort hægt sé að kæra ráðningu hans. Þetta sagði Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna útvarpsins, í gærkvöld að loknum fundi stjórnar félagsins. Stjórnin hefur boðað til félagsfundar í hádeginu í dag, þar sem fulltrúi Bandalags háskólamanna mun mæta. Þar verður farið yfir réttarstöðu fréttamannanna og ýmis lagaleg atriði vegna ráðningar Auðuns Georgs. "Við munum meðal annars fara yfir það hver réttarstaða okkar er gagnvart skerðingu eða röskun á fréttaútsendingum, sem við viljum helst ekki að hlustendur okkar þurfi að verða fyrir," sagði Jón Gunnar. "Jafnframt munum við skoða lagalega stöðu okkar ef til uppsagna kemur. Menn eru að ræða þann möguleika sem einn af nokkrum. Það er enginn bilbugur á okkur." "Þeir atburðir sem hér hafa orðið eru með þeim ólíkindum að mér hefði aldrei komið til hugar að þetta gæti gerst," sagði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins. "Ástandið er engu líkt og ég man ekki eftir öðru eins þó hef ég verið hér í hartnær 30 ár," sagði hann og bætti við að hann þyrði engu að spá um framtíðina. Einörð andstaða fréttamanna og annarra starfsmanna Ríkisútvarpsins gegn ráðningu Auðuns Georgs leiddi til tíðra fundahalda og þess að fréttatímar gengu úr skorðum í gær. Fréttamennirnir samþykktu vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra og starfsmannafundur samþykkti áskorun um að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Fréttamenn biðu lengi dags í gær viðbragða útvarpsstjóra og nýráðins fréttastjóra við ályktunum og áskorunum, en þeir létu hvorugur ná í sig. Auðun Georg vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gærkvöldi og ekki náðist Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Fréttamenn á fréttastofu Útvarpsins ræða nú að segja upp störfum, allir sem einn, verði ekki horfið frá ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra. Þá ætla þeir að kanna lagagrundvöll fyrir því hvort hægt sé að kæra ráðningu hans. Þetta sagði Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna útvarpsins, í gærkvöld að loknum fundi stjórnar félagsins. Stjórnin hefur boðað til félagsfundar í hádeginu í dag, þar sem fulltrúi Bandalags háskólamanna mun mæta. Þar verður farið yfir réttarstöðu fréttamannanna og ýmis lagaleg atriði vegna ráðningar Auðuns Georgs. "Við munum meðal annars fara yfir það hver réttarstaða okkar er gagnvart skerðingu eða röskun á fréttaútsendingum, sem við viljum helst ekki að hlustendur okkar þurfi að verða fyrir," sagði Jón Gunnar. "Jafnframt munum við skoða lagalega stöðu okkar ef til uppsagna kemur. Menn eru að ræða þann möguleika sem einn af nokkrum. Það er enginn bilbugur á okkur." "Þeir atburðir sem hér hafa orðið eru með þeim ólíkindum að mér hefði aldrei komið til hugar að þetta gæti gerst," sagði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins. "Ástandið er engu líkt og ég man ekki eftir öðru eins þó hef ég verið hér í hartnær 30 ár," sagði hann og bætti við að hann þyrði engu að spá um framtíðina. Einörð andstaða fréttamanna og annarra starfsmanna Ríkisútvarpsins gegn ráðningu Auðuns Georgs leiddi til tíðra fundahalda og þess að fréttatímar gengu úr skorðum í gær. Fréttamennirnir samþykktu vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra og starfsmannafundur samþykkti áskorun um að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Fréttamenn biðu lengi dags í gær viðbragða útvarpsstjóra og nýráðins fréttastjóra við ályktunum og áskorunum, en þeir létu hvorugur ná í sig. Auðun Georg vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gærkvöldi og ekki náðist Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira