Ríkisstjórnin skilur aldraða eftir 11. mars 2005 00:01 Ríkisstjórnin segir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 55% á tímabilinu 1995-2007. En á sama tímabili eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta ellilífeyrisþega (10 þús. manns) aðeins um 9,3%. Hvers eiga þessir eldri borgarar að gjalda. Hvers vegna hækkar kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta eldri borgara aðeins um brot af því sem kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings eykst um? Fróðlegt væri að fá svar við þeirri spurningu. Í rauninni ætti þetta að vera öfugt. Það ætti að auka kaupmátt ellilífeyris mun meira en kaupmátt almennra tekna. Þannig mætti leiðrétta kjör aldraðra. Engar opinberar athuganir hafa farið fram á því hver framfærslukostnaður aldraðra er. Hagstofan kannar neysluútgjöld almennings en athugar ekki sérstaklega útgjöld aldraðra eða annarra aldurshópa. Hagstofan kannar neyslu heimila og einstaklinga í landinu. Síðasta neyslukönnun Hagstofunnar fór fram árin 2000-2002 og var niðurstaða hennar birt á sl. ári. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einstaklinga (einhleypinga) 161 þús kr. á mánuði, þ.e. neysluútgjöld. Meðtalin eru húsnæðisútgjöld, þ.e. húsaleiga og ígildi húsaleigu, kr. 38 þús. á mánuði. Afborganir og vextir er ekki meðtalið og heldur ekki fasteignakaup eða sparnaður. Tekjuskattar og fasteignagjöld eru ekki meðtalin og heldur ekki félagsgjöld eða lífeyrissjóðsgjöld.Það vantar því nokkuð af útgjöldum inn í tölur Hagstofunnar og munar þar mest um skattana. Húsnæðisliðurinn er einnig mjög lágur í neyslukönnun Hagstofunnar eða aðeins 38 þús. kr. á mánuði sem fyrr segir. Mjög margir aldraðir einstaklingar verða að greiða mun hærra í húsaleigu eða húsnæðiskostnað en 38 þús. kr. á mánuði. Hvað segir neyslukönnun Hagstofunnar okkur um framfærslukostnað aldraðra? Eru útgjöld aldraðra að einhverju leyti önnur eða minni en útgjöld almennings? Ég held ekki. Ef eitthvað er þá eru þau meiri en hjá almenningi, þar eð aldraðir nota meiri lyf og læknishjálp en aðrir og fleiri sérstök útgjöld koma til þegar aldurinn færist yfir og heilsan versnar. Neyslukönnun Hagstofunnar er því jafngóð vísbending um framfærslukostnað aldraðra eins og almennings yfirleitt. Með hliðsjón af neyslukönnun Hagstofunnar má telja, að framfærslukostnaður aldraðra einstaklinga nemi a.m.k. 160 þús. kr. á mánuði án skatta. Með sköttum o.fl. nema útgjöld aldraðra mun hærri upphæð en 160 þús. kr. á mánuði. Ef lífeyrir aldraðra einstaklinga frá Tryggingastofnun, grunnlífeyrir, tekjutrygging o.fl., væri hækkaður í 160 þús. kr. á mánuði væri það alger lágmarkshækkun. Þar er um að ræða þá, sem ekki hafa lífeyri úr lífeyrissjóði. Það er lítill hópur eldri borgara og mundi ekki kosta stóra fjárhæð að leiðrétta kjör þessa hóps. Þessi hækkun ætti að vera fyrsta skrefið í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Kjör annarra eldri borgara, hjóna, sambýlisfólks og þeirra sem njóta nokkurs lífeyris úr lífeyrissjóði þyrftu að batna samsvarandi. Samtök eldri borgara hafa lagt áherslu á leiðréttingu á kjörum þess hóps eldri borgara, sem eru með um og undir 110 þús. kr. á mánuði. Það er sá hópur, sem getið var um hér að framan, um 10 þús. manns. Þessi hópur hefur 45.860 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði og 64.860 kr. á mánuði frá Tryggingastofnun (grunnlífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur). Kaupmáttur lífeyris þessara ellilífeyrisþega hefur aðeins aukist um 13,1% frá 1995 og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra aðeins aukist um 6,1%. Ef athugað er tímabilið frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6,5%. Já það er ótrúlegt: Frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6.5%. Þetta er smánarblettur á þjóðfélagi, sem kallar sig velferðarþjóðfélag. Það þarf að skila aftur því, sem haft hefur verið af þessum eldri borgurum frá 1988. Það þarf sem sagt að leiðrétta kjör þeirra sem svarar þeirri skerðingu, sem þeir hafa orðið fyrir frá þeim tíma. Framvegis eiga kjör aldraðra síðan ávallt að fylgja breytingum á launum á almennum markaði. En það er ekki nóg. Það þarf einnig að bæta kjör eldri borgara strax þannig að þau dugi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði, þ.e. fari að lágmarki nú þegar í 160 þús. kr. á mánuði hjá einstaklingum. Það er sanngjörn og eðlileg krafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin segir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 55% á tímabilinu 1995-2007. En á sama tímabili eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta ellilífeyrisþega (10 þús. manns) aðeins um 9,3%. Hvers eiga þessir eldri borgarar að gjalda. Hvers vegna hækkar kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta eldri borgara aðeins um brot af því sem kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings eykst um? Fróðlegt væri að fá svar við þeirri spurningu. Í rauninni ætti þetta að vera öfugt. Það ætti að auka kaupmátt ellilífeyris mun meira en kaupmátt almennra tekna. Þannig mætti leiðrétta kjör aldraðra. Engar opinberar athuganir hafa farið fram á því hver framfærslukostnaður aldraðra er. Hagstofan kannar neysluútgjöld almennings en athugar ekki sérstaklega útgjöld aldraðra eða annarra aldurshópa. Hagstofan kannar neyslu heimila og einstaklinga í landinu. Síðasta neyslukönnun Hagstofunnar fór fram árin 2000-2002 og var niðurstaða hennar birt á sl. ári. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einstaklinga (einhleypinga) 161 þús kr. á mánuði, þ.e. neysluútgjöld. Meðtalin eru húsnæðisútgjöld, þ.e. húsaleiga og ígildi húsaleigu, kr. 38 þús. á mánuði. Afborganir og vextir er ekki meðtalið og heldur ekki fasteignakaup eða sparnaður. Tekjuskattar og fasteignagjöld eru ekki meðtalin og heldur ekki félagsgjöld eða lífeyrissjóðsgjöld.Það vantar því nokkuð af útgjöldum inn í tölur Hagstofunnar og munar þar mest um skattana. Húsnæðisliðurinn er einnig mjög lágur í neyslukönnun Hagstofunnar eða aðeins 38 þús. kr. á mánuði sem fyrr segir. Mjög margir aldraðir einstaklingar verða að greiða mun hærra í húsaleigu eða húsnæðiskostnað en 38 þús. kr. á mánuði. Hvað segir neyslukönnun Hagstofunnar okkur um framfærslukostnað aldraðra? Eru útgjöld aldraðra að einhverju leyti önnur eða minni en útgjöld almennings? Ég held ekki. Ef eitthvað er þá eru þau meiri en hjá almenningi, þar eð aldraðir nota meiri lyf og læknishjálp en aðrir og fleiri sérstök útgjöld koma til þegar aldurinn færist yfir og heilsan versnar. Neyslukönnun Hagstofunnar er því jafngóð vísbending um framfærslukostnað aldraðra eins og almennings yfirleitt. Með hliðsjón af neyslukönnun Hagstofunnar má telja, að framfærslukostnaður aldraðra einstaklinga nemi a.m.k. 160 þús. kr. á mánuði án skatta. Með sköttum o.fl. nema útgjöld aldraðra mun hærri upphæð en 160 þús. kr. á mánuði. Ef lífeyrir aldraðra einstaklinga frá Tryggingastofnun, grunnlífeyrir, tekjutrygging o.fl., væri hækkaður í 160 þús. kr. á mánuði væri það alger lágmarkshækkun. Þar er um að ræða þá, sem ekki hafa lífeyri úr lífeyrissjóði. Það er lítill hópur eldri borgara og mundi ekki kosta stóra fjárhæð að leiðrétta kjör þessa hóps. Þessi hækkun ætti að vera fyrsta skrefið í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Kjör annarra eldri borgara, hjóna, sambýlisfólks og þeirra sem njóta nokkurs lífeyris úr lífeyrissjóði þyrftu að batna samsvarandi. Samtök eldri borgara hafa lagt áherslu á leiðréttingu á kjörum þess hóps eldri borgara, sem eru með um og undir 110 þús. kr. á mánuði. Það er sá hópur, sem getið var um hér að framan, um 10 þús. manns. Þessi hópur hefur 45.860 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði og 64.860 kr. á mánuði frá Tryggingastofnun (grunnlífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur). Kaupmáttur lífeyris þessara ellilífeyrisþega hefur aðeins aukist um 13,1% frá 1995 og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra aðeins aukist um 6,1%. Ef athugað er tímabilið frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6,5%. Já það er ótrúlegt: Frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6.5%. Þetta er smánarblettur á þjóðfélagi, sem kallar sig velferðarþjóðfélag. Það þarf að skila aftur því, sem haft hefur verið af þessum eldri borgurum frá 1988. Það þarf sem sagt að leiðrétta kjör þeirra sem svarar þeirri skerðingu, sem þeir hafa orðið fyrir frá þeim tíma. Framvegis eiga kjör aldraðra síðan ávallt að fylgja breytingum á launum á almennum markaði. En það er ekki nóg. Það þarf einnig að bæta kjör eldri borgara strax þannig að þau dugi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði, þ.e. fari að lágmarki nú þegar í 160 þús. kr. á mánuði hjá einstaklingum. Það er sanngjörn og eðlileg krafa.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun