Aukning í árásum tölvuhakkara 13. október 2005 18:54 Það hefur færst mikið í vöxt undanfarin misseri að brotist sé inn á vefsvæði íslenskra fyrirtækja. Í slíkum innbrotum er annað hvort verið að skemma viðkomandi vefsíðu eða að ná í viðkvæmar persónuupplýsingar. Sérfræðingar í öryggismálum á Netinu sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að öryggi á vefsíðum íslenskra fjármálastofnana sé gott en töluvert vanti upp á öryggi hjá almennum fyrirtækjum og stofnunum. Ingi Örn Geirsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs KB banka, segist mikið verða var við að reynt sé að brjótast inn kerfi bankans. Stundum eru gerðar margar tilraunir á dag og stundum færri og segir Ingi þetta oft fara eftir því hvernig tæknilegar lausnir frá Microsoft eru að gera sig. Bankarnir geta gert ákveðna hluti til að verjast innbrotstilraunum að hans sögn en afar mikilvægt er að notendur sjálfir passi upp á sína hluti, séu t.d. með nýjustu útgáfur af stýrikerfum og vöfrum, vírusvarnir, og athugi á vafra hvort þeir séu á öruggri vefsíðu. Theódór Ragnar Gíslason starfar sem sérfræðingur í innbrotsprófunum hjá KPMG. Hann vinnur við það að prófa öryggi á vefsíðum íslenskra fyrirtækja. Hann brýst inn á vefsíðurnar og bendir í kjölfarið á glufurnar sem þar eru. Hann segir yfirleitt frekar ábótavant í veföryggismálum íslenskra fyrirtækja en þó séu fjármálafyrirtækin undantekning, sem sé kannski skiljanlegt þar sem verið sé að höndla með peninga almennings í þeim tilvikum. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Það hefur færst mikið í vöxt undanfarin misseri að brotist sé inn á vefsvæði íslenskra fyrirtækja. Í slíkum innbrotum er annað hvort verið að skemma viðkomandi vefsíðu eða að ná í viðkvæmar persónuupplýsingar. Sérfræðingar í öryggismálum á Netinu sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að öryggi á vefsíðum íslenskra fjármálastofnana sé gott en töluvert vanti upp á öryggi hjá almennum fyrirtækjum og stofnunum. Ingi Örn Geirsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs KB banka, segist mikið verða var við að reynt sé að brjótast inn kerfi bankans. Stundum eru gerðar margar tilraunir á dag og stundum færri og segir Ingi þetta oft fara eftir því hvernig tæknilegar lausnir frá Microsoft eru að gera sig. Bankarnir geta gert ákveðna hluti til að verjast innbrotstilraunum að hans sögn en afar mikilvægt er að notendur sjálfir passi upp á sína hluti, séu t.d. með nýjustu útgáfur af stýrikerfum og vöfrum, vírusvarnir, og athugi á vafra hvort þeir séu á öruggri vefsíðu. Theódór Ragnar Gíslason starfar sem sérfræðingur í innbrotsprófunum hjá KPMG. Hann vinnur við það að prófa öryggi á vefsíðum íslenskra fyrirtækja. Hann brýst inn á vefsíðurnar og bendir í kjölfarið á glufurnar sem þar eru. Hann segir yfirleitt frekar ábótavant í veföryggismálum íslenskra fyrirtækja en þó séu fjármálafyrirtækin undantekning, sem sé kannski skiljanlegt þar sem verið sé að höndla með peninga almennings í þeim tilvikum.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira